Fimm Plug-In-Hybrid Maserati til 2020 Finnur Thorlacius skrifar 27. janúar 2016 15:44 Maserati Ghibli. a.fotl.xyz Ítalski bílasmiðurinn Maserati ætlar að taka þátt í rafvæðingu flestra bílaframleiðenda og vopna 5 af bílum sínum með rafmótorum auk brunavéla fram til ársins 2020. Það verða bílarnir Quattroporte, Ghibli, GranTurismo, GranCabrio og nýi jeppinn Levante. Fyrsti bíllinn til að fá rafmótora verður jeppinn Levante og á hann að koma í þeirri mynd árið 2018. Hann verður reyndar einnig í boði sem hreinræktaður rafmagnsbíll í Kína með aðstoð ónefnds kínverks bílaframleiðanda þar. Eini bíllinn sem ekki mun fá rafmótora verður Alfieri sports coupe sem á átti að koma á markað á þessu ári en hefur verið frestað til ársins 2018. Hann mun svo koma í roadster útgáfu árið eftir. Þessi rafmótoravæðing Maserati er ekki eingöngu hugsuð til að auka sölu fyrirtækisins sem ætlar sem fyrst að ná 75.000 bíla sölu á ári. Hún er hugsuð til að minnka eyðslu bíla Maserati til að hlýta mengunarreglum yfirvalda og til að bæta gæði og getu bíla Maserati. Forstjóri fyrirtækisins segir að ef það að setja rafmótor í bíla Maserati gerir þá ekki betri þá muni fyrirtækið ekki gera það. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent
Ítalski bílasmiðurinn Maserati ætlar að taka þátt í rafvæðingu flestra bílaframleiðenda og vopna 5 af bílum sínum með rafmótorum auk brunavéla fram til ársins 2020. Það verða bílarnir Quattroporte, Ghibli, GranTurismo, GranCabrio og nýi jeppinn Levante. Fyrsti bíllinn til að fá rafmótora verður jeppinn Levante og á hann að koma í þeirri mynd árið 2018. Hann verður reyndar einnig í boði sem hreinræktaður rafmagnsbíll í Kína með aðstoð ónefnds kínverks bílaframleiðanda þar. Eini bíllinn sem ekki mun fá rafmótora verður Alfieri sports coupe sem á átti að koma á markað á þessu ári en hefur verið frestað til ársins 2018. Hann mun svo koma í roadster útgáfu árið eftir. Þessi rafmótoravæðing Maserati er ekki eingöngu hugsuð til að auka sölu fyrirtækisins sem ætlar sem fyrst að ná 75.000 bíla sölu á ári. Hún er hugsuð til að minnka eyðslu bíla Maserati til að hlýta mengunarreglum yfirvalda og til að bæta gæði og getu bíla Maserati. Forstjóri fyrirtækisins segir að ef það að setja rafmótor í bíla Maserati gerir þá ekki betri þá muni fyrirtækið ekki gera það.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent