Fimm Plug-In-Hybrid Maserati til 2020 Finnur Thorlacius skrifar 27. janúar 2016 15:44 Maserati Ghibli. a.fotl.xyz Ítalski bílasmiðurinn Maserati ætlar að taka þátt í rafvæðingu flestra bílaframleiðenda og vopna 5 af bílum sínum með rafmótorum auk brunavéla fram til ársins 2020. Það verða bílarnir Quattroporte, Ghibli, GranTurismo, GranCabrio og nýi jeppinn Levante. Fyrsti bíllinn til að fá rafmótora verður jeppinn Levante og á hann að koma í þeirri mynd árið 2018. Hann verður reyndar einnig í boði sem hreinræktaður rafmagnsbíll í Kína með aðstoð ónefnds kínverks bílaframleiðanda þar. Eini bíllinn sem ekki mun fá rafmótora verður Alfieri sports coupe sem á átti að koma á markað á þessu ári en hefur verið frestað til ársins 2018. Hann mun svo koma í roadster útgáfu árið eftir. Þessi rafmótoravæðing Maserati er ekki eingöngu hugsuð til að auka sölu fyrirtækisins sem ætlar sem fyrst að ná 75.000 bíla sölu á ári. Hún er hugsuð til að minnka eyðslu bíla Maserati til að hlýta mengunarreglum yfirvalda og til að bæta gæði og getu bíla Maserati. Forstjóri fyrirtækisins segir að ef það að setja rafmótor í bíla Maserati gerir þá ekki betri þá muni fyrirtækið ekki gera það. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent
Ítalski bílasmiðurinn Maserati ætlar að taka þátt í rafvæðingu flestra bílaframleiðenda og vopna 5 af bílum sínum með rafmótorum auk brunavéla fram til ársins 2020. Það verða bílarnir Quattroporte, Ghibli, GranTurismo, GranCabrio og nýi jeppinn Levante. Fyrsti bíllinn til að fá rafmótora verður jeppinn Levante og á hann að koma í þeirri mynd árið 2018. Hann verður reyndar einnig í boði sem hreinræktaður rafmagnsbíll í Kína með aðstoð ónefnds kínverks bílaframleiðanda þar. Eini bíllinn sem ekki mun fá rafmótora verður Alfieri sports coupe sem á átti að koma á markað á þessu ári en hefur verið frestað til ársins 2018. Hann mun svo koma í roadster útgáfu árið eftir. Þessi rafmótoravæðing Maserati er ekki eingöngu hugsuð til að auka sölu fyrirtækisins sem ætlar sem fyrst að ná 75.000 bíla sölu á ári. Hún er hugsuð til að minnka eyðslu bíla Maserati til að hlýta mengunarreglum yfirvalda og til að bæta gæði og getu bíla Maserati. Forstjóri fyrirtækisins segir að ef það að setja rafmótor í bíla Maserati gerir þá ekki betri þá muni fyrirtækið ekki gera það.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent