Ásakanir Bændasamtakanna smjörklípa til að fela búvörusamning Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2016 19:00 Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir fullyrðingar Bændasamtakanna um að verslunin í landinu skili ekki lægra vöruverði til neytenda vera smjörklílpu. Bændasamtökin vilji dreifa umræðunni á sama tíma og verið sé að gera nýja búvörusamnnga sem muni tryggja bændum ríflega tvö hundruð milljaðra í stuðning á næsta áratug. Forystumenn Bændasamtakanna sögðu á fréttamannafundi í morgun að að verslunin í landinu hefði ekki skilað sterkara gengi, breytingum og vörugjöldum, tollum og virðisaukaskatti til neytenda. Bændasamtökin beina spjótum sínum sérstaklega að matvöruversluninni þar sem ríki fákeppni. „Við erum bara með þessu að taka þátt í þeirri umræðu sem svolítið hefur verið rekin af verslun um ýmsum hagsmunaaðilum um að það þurfi að breyta landbúnaðarkerfinu til að ná fram lækkun á verði á matvælum. Við erum bara að benda á ýmsa þætti sem hafa verið teknir saman af Samkeppniseftirliti, verðlagseftirliti ASÍ og fleirum og benda á að menn þurfi líka að horfa í eigin rann þegar þeir eru að ræða þessi mál,“ sagði Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir allar þessar fullyrðingar Bændasamtakanna hafa verið hraktar. „Ég held að þessi framsetning bændasamtakanna á þessum tímapunkti sé ekki tilviljun. Ég held hún sé dæmigerð smjörklípa. Það standa jú yfir viðræður við stjórnvöld um gerð nýs búvörusamnngs. Sem eftir því sem okkur sýnist mun kosta skattgreiðendur í þessu landi með beinum og óbeinum framlögum á tí ára tímabili, á bilinu 220 til 240 milljarða,“ segir Andrés. Annars vegar með um árlegum 13 milljarða beingreiðslum til bænda og hins vegar með níu til tíu milljarða tollavernd. Hvorki fulltrúum neytenda né öðrum hagsmunaaðilum hafi verið hleypt að samningaviðræðum stjórnvalda og Bændasamtakanna um nýjan búvörusamning og þær farið mjög leynt. „Nú er þetta komið í umræðuna hvað er inni í þessum samningi. Ég held að þeir seú einfaldlega að drepa málinu á dreif með því að varpa þessu fram akkúrat á þessum tímapunkti,“ segir Andrés. Bændasamtökin segja að stuðla verði að aukinni samkeppni í verslun til að tryggja hagsmuni neytenda og bænda. „Við viljum samkeppni á öllum sviðum atvinnulífsins og tölum fyrir því. En samkeppni verður líka að ná til framleiðslu á landbúnaðarvörum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Búvörusamningar Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir fullyrðingar Bændasamtakanna um að verslunin í landinu skili ekki lægra vöruverði til neytenda vera smjörklílpu. Bændasamtökin vilji dreifa umræðunni á sama tíma og verið sé að gera nýja búvörusamnnga sem muni tryggja bændum ríflega tvö hundruð milljaðra í stuðning á næsta áratug. Forystumenn Bændasamtakanna sögðu á fréttamannafundi í morgun að að verslunin í landinu hefði ekki skilað sterkara gengi, breytingum og vörugjöldum, tollum og virðisaukaskatti til neytenda. Bændasamtökin beina spjótum sínum sérstaklega að matvöruversluninni þar sem ríki fákeppni. „Við erum bara með þessu að taka þátt í þeirri umræðu sem svolítið hefur verið rekin af verslun um ýmsum hagsmunaaðilum um að það þurfi að breyta landbúnaðarkerfinu til að ná fram lækkun á verði á matvælum. Við erum bara að benda á ýmsa þætti sem hafa verið teknir saman af Samkeppniseftirliti, verðlagseftirliti ASÍ og fleirum og benda á að menn þurfi líka að horfa í eigin rann þegar þeir eru að ræða þessi mál,“ sagði Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir allar þessar fullyrðingar Bændasamtakanna hafa verið hraktar. „Ég held að þessi framsetning bændasamtakanna á þessum tímapunkti sé ekki tilviljun. Ég held hún sé dæmigerð smjörklípa. Það standa jú yfir viðræður við stjórnvöld um gerð nýs búvörusamnngs. Sem eftir því sem okkur sýnist mun kosta skattgreiðendur í þessu landi með beinum og óbeinum framlögum á tí ára tímabili, á bilinu 220 til 240 milljarða,“ segir Andrés. Annars vegar með um árlegum 13 milljarða beingreiðslum til bænda og hins vegar með níu til tíu milljarða tollavernd. Hvorki fulltrúum neytenda né öðrum hagsmunaaðilum hafi verið hleypt að samningaviðræðum stjórnvalda og Bændasamtakanna um nýjan búvörusamning og þær farið mjög leynt. „Nú er þetta komið í umræðuna hvað er inni í þessum samningi. Ég held að þeir seú einfaldlega að drepa málinu á dreif með því að varpa þessu fram akkúrat á þessum tímapunkti,“ segir Andrés. Bændasamtökin segja að stuðla verði að aukinni samkeppni í verslun til að tryggja hagsmuni neytenda og bænda. „Við viljum samkeppni á öllum sviðum atvinnulífsins og tölum fyrir því. En samkeppni verður líka að ná til framleiðslu á landbúnaðarvörum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Búvörusamningar Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira