Glysrokk og glamúr var í fyrirrúmi á tískupallinum, gull, glans og skærir litir. Samfestingar og herraleg snið voru áberandi og minnti hárið á einhverjum fyrirsætunum á hárið á David Bowie í gervi Ziggy Stardust. Sumar fyrirsætanna báru hatta sem minntu einna helst á hatt The Lobby Boy í kvikmyndinni The Grand Budapest Hotel.
Förðunin var í anda seinni hluta áttunda áratugarins, skær rauðar varir og cat-eye smokey.







