Talið að tólf prósent flóttakvenna á leið yfir Miðjarðarhafið séu barnshafandi Stefán Árni Pálsson skrifar 28. janúar 2016 14:27 Stöðug hætta á ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansal vofir yfir konum og stúlkum á flótta. Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar. Talið er að í kringum 10 þúsund manns hafi streymt frá Sýrlandi og öðrum nágrannalöndum til Evrópu á hverjum einasta degi árið 2015. Því miður virðist ekkert lát vera á straumnum. UN Women gerði nýverið úttekt á landamærastöðvum Makedóníu og Serbíu, með þarfir flótta-kvenna í huga. Í ljós kom að aðstæður væru ekki sem á best kosnar fyrir konur og börn þeirra. Því sé mikilvægt að bæta aðstæður varnarlausra hópa, líkt og kvenna með börn sín, á landamærunum. Sumar leggja af stað í ferðalagið einar en aðrar hafa orðið viðskila við eða misst eiginmenn sína á leiðinni og jafnvel tapað aleigunni. Stöðug hætta á ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansal vofir yfir konum og stúlkum á flótta. Brotið er kynferðislega á þeim af smyglurum, starfsfólki á landamærum og/eða öðrum flóttamönnum. Konur sem ferðast einar með börn sín og peningalausar eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir mansali og kynlífsþrælkun. Talið er að 12% kvenna sem ferðast yfir Miðjarðarhafið séu með barni, margar eru með börn á brjósti eða ferðast með ungabörn með sér. Þess ber að geta að gríðarleg aukning hefur orðið á mæðradauða á meðal flóttakvenna. Nauðsynlegt er að taka mið að þörfum kvenna svo þær geti gætt að almannaheill barna sinna á þessu hættulega ferðalagi og hlotið fæðingarþjónustu og ungbarnavernd. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu segir stofnanir Sameinuðu þjóðanna og annarra félagasamtaka á svæðinu hafa unnið gott starf undir gríðarlegri pressu. „Konur og stúlkur á flótta sem ferðast nú um vestanverðan Balkanskaga á leið sinni til ríkja Evrópusambandsins hafa ákveðnar þarfir og hafa lent í ýmsu sem ekki er nægilega vel tekið mið af. Það er því mikilvægt að virða rétt þeirra til að halda í reisn sína.“ Samkvæmt úttekt UN Women upplifa konur sérstaklega mikla ógn þegar þær fara á óupplýst salerni sem eru fyrir bæði konur og karla. Mörg dæmi eru um að konur hætti að drekka og nærast til að sleppa við að þurfa að nota salernisaðstöðuna af ótta við ofbeldi. Auk þess forðast konur að baða sig í ókynjaskiptri sturtuaðstöðu sem gjarnan eru vel afgirtar og oft óupplýstar. Að sama skapi neyðast konur til að sofa við hliðina á ókunnugum karlmönnum í ókynjaskiptum svefnskálum. Margar konur sniðganga svefnaðstöðuna af ótta við ofbeldi og telja öruggara að sofa einar fjarri búðunum, undir berum himni. UN Women hefur reynt eftir fremsta megni að bregðast við neyð flóttakvenna og lagt áherslu á að tryggja eftirfarandi:Útvega konum vernd og örugg athvörf við öll landamæriÚtbúa örugg svefnsvæði fyrir konur og börn þeirraKoma upp aðskildum salernum og sturtuaðstöðu fyrir konur og karlmennDreifa hreinlætisvörum á borð við dömubindum, tannburstum og ljósluktum til kvennaVeita starfsfólki á landamærum þjálfun í að þekkja einkenni mansals og hvernig eigi að bregðast við, tryggja túlkaþjónustuKoma upp biðskýlum fyrir konur þar sem þær fá sálgæslu og lögfræðiþjónustu og upplýsingar um réttindi og stöðu flóttamanna í þeim löndum sem þær ætla að ferðast til.Tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu, kvenkyns kvensjúkdómalæknum, læknum og hjúkrunarfræðingum og lögregluþjónum. Veita sérhæfða aðstoð fyrir þolendur kynbundins ofbeldis á svæðinuTryggja að konur og börn þeirra hafi jafnan aðgang að mat og öðrum nauðsynjavörum sem er dreift til flóttafólks. UN Women hvetur alla til að senda sms-ið konur í síma 1900 og veita 1000 krónur til verkefna UN Women til að bæta aðbúnað kvenna á flótta á landamærastöðvum í Evrópu. Flóttamenn Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu Sjá meira
Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar. Talið er að í kringum 10 þúsund manns hafi streymt frá Sýrlandi og öðrum nágrannalöndum til Evrópu á hverjum einasta degi árið 2015. Því miður virðist ekkert lát vera á straumnum. UN Women gerði nýverið úttekt á landamærastöðvum Makedóníu og Serbíu, með þarfir flótta-kvenna í huga. Í ljós kom að aðstæður væru ekki sem á best kosnar fyrir konur og börn þeirra. Því sé mikilvægt að bæta aðstæður varnarlausra hópa, líkt og kvenna með börn sín, á landamærunum. Sumar leggja af stað í ferðalagið einar en aðrar hafa orðið viðskila við eða misst eiginmenn sína á leiðinni og jafnvel tapað aleigunni. Stöðug hætta á ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansal vofir yfir konum og stúlkum á flótta. Brotið er kynferðislega á þeim af smyglurum, starfsfólki á landamærum og/eða öðrum flóttamönnum. Konur sem ferðast einar með börn sín og peningalausar eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir mansali og kynlífsþrælkun. Talið er að 12% kvenna sem ferðast yfir Miðjarðarhafið séu með barni, margar eru með börn á brjósti eða ferðast með ungabörn með sér. Þess ber að geta að gríðarleg aukning hefur orðið á mæðradauða á meðal flóttakvenna. Nauðsynlegt er að taka mið að þörfum kvenna svo þær geti gætt að almannaheill barna sinna á þessu hættulega ferðalagi og hlotið fæðingarþjónustu og ungbarnavernd. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu segir stofnanir Sameinuðu þjóðanna og annarra félagasamtaka á svæðinu hafa unnið gott starf undir gríðarlegri pressu. „Konur og stúlkur á flótta sem ferðast nú um vestanverðan Balkanskaga á leið sinni til ríkja Evrópusambandsins hafa ákveðnar þarfir og hafa lent í ýmsu sem ekki er nægilega vel tekið mið af. Það er því mikilvægt að virða rétt þeirra til að halda í reisn sína.“ Samkvæmt úttekt UN Women upplifa konur sérstaklega mikla ógn þegar þær fara á óupplýst salerni sem eru fyrir bæði konur og karla. Mörg dæmi eru um að konur hætti að drekka og nærast til að sleppa við að þurfa að nota salernisaðstöðuna af ótta við ofbeldi. Auk þess forðast konur að baða sig í ókynjaskiptri sturtuaðstöðu sem gjarnan eru vel afgirtar og oft óupplýstar. Að sama skapi neyðast konur til að sofa við hliðina á ókunnugum karlmönnum í ókynjaskiptum svefnskálum. Margar konur sniðganga svefnaðstöðuna af ótta við ofbeldi og telja öruggara að sofa einar fjarri búðunum, undir berum himni. UN Women hefur reynt eftir fremsta megni að bregðast við neyð flóttakvenna og lagt áherslu á að tryggja eftirfarandi:Útvega konum vernd og örugg athvörf við öll landamæriÚtbúa örugg svefnsvæði fyrir konur og börn þeirraKoma upp aðskildum salernum og sturtuaðstöðu fyrir konur og karlmennDreifa hreinlætisvörum á borð við dömubindum, tannburstum og ljósluktum til kvennaVeita starfsfólki á landamærum þjálfun í að þekkja einkenni mansals og hvernig eigi að bregðast við, tryggja túlkaþjónustuKoma upp biðskýlum fyrir konur þar sem þær fá sálgæslu og lögfræðiþjónustu og upplýsingar um réttindi og stöðu flóttamanna í þeim löndum sem þær ætla að ferðast til.Tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu, kvenkyns kvensjúkdómalæknum, læknum og hjúkrunarfræðingum og lögregluþjónum. Veita sérhæfða aðstoð fyrir þolendur kynbundins ofbeldis á svæðinuTryggja að konur og börn þeirra hafi jafnan aðgang að mat og öðrum nauðsynjavörum sem er dreift til flóttafólks. UN Women hvetur alla til að senda sms-ið konur í síma 1900 og veita 1000 krónur til verkefna UN Women til að bæta aðbúnað kvenna á flótta á landamærastöðvum í Evrópu.
Flóttamenn Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu Sjá meira