Mark Zuckerberg er nú orðinn sjötti ríkasti maður heims. Auður hans jókst um 5,5 milljarð dollara, jafnvirði 716 milljarða íslenskra króna, í morgun eftir að tilkynnt var um afkomu Facebook.
Í kjölfarið er Zuckerberg metinn á 47 milljarða dollara, jafnvirði 6.120 milljarða íslenskra króna, hann er því orðinn ríkari en bræðurnir Charles og David Koch.
Tilkynnt var í gær að sölutekjur Facebook á fjórða ársfjórðungi hefðu aukist um 52 prósent milli ára og að tekjur fyrirtækisins hefðu tvöfaldast milli ára. Meira en 1,5 milljarður notar nú Facebook í hverjum mánuði.
Ríkustu menn heims eru nú Bill Gates, Amancio Ortega, Warren Buffett, Jeff Bezos og Carlos Slim.
Zuckerberg orðinn sjötti ríkasti maður heims

Tengdar fréttir

Facebook hagnaðist um 480 milljarða króna í fyrra
„2015 var frábært ár fyrir Facebook,“ segir Mark Zuckerberg.