Þjóðverjar herða reglur um innflytjendur Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2016 19:15 Þýsk stjórnvöld ætla að herða á reglum um hælisleitendur þannig að það verði erfiðara fyrir þá að fá fjölskyldumeðli sína á eftir þeim til Þýskalands. Þá verður þremur ríkjum bætt á lista yfir örugg lönd til að stöðva flóttamannastraum frá þeim. Stjórnarflokkarnir þýsku, Kristilegir demókratar flokkur Angelu Merkel kanslara og Sósíaldemókratar, hafa náð samkomulagi um hertari reglur um hælisleitendur. En um ein milljón flóttamanna kom til Þýskalands á síðasta ári, fleiri en til nokkurs annars ríkis í Evrópu. Nýju reglurnar eru hluti af því sem þýsk stjórnvöld kalla áætlun þrjú í flóttamannamálum. Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði á fréttamannafundi í dag að nýju reglurnar afnæmu rétt þeirra sem hefðu stöðu hælisleitenda til að fá til sín fjölskyldumeðlimi í tvö ár. Eð tveimur árum liðnum myndu núgildandi lög taka aftur gildi. Þá verður ferlinu við að flytja þá flóttamenn úr landi sem hafa fengið höfnun við hælisleit flýtt. „Að auki höfum við ákveðið að flokka Marokkó, Alsír og Túnis í hóp öruggra landa. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir ríkisstjórnina bráðlega og við höfum greint þessum ríkjum frá ætlun okkar,” sagði Merkel. Hælisleitendur frá þessum löndum verða því sendir til baka til síns heima um leið og lög þar að lútandi hafa verið samþykkt. Marokkó hefur nú þegar samþykkt að taka á móti hælisleitendum frá Þýskalandi en ekki liggur fyrir hversu fljótt lög um brottflutninginn og skilgreiningu landanna þriggja sem öruggra landa liggur fyrir. Sigmar Gabriel, efnahagsráðherra og varakanslari, segir þó mikilvægara að innleiða nýju reglurnar með gát en að gera það í flýti, þótt frumvarpið fái að öllum líkindum skjóta afgreiðslu í ríkisstjórn. Árásum á heimili hælisleitenda í Þýskalandi fjölgaði úr tæplega tvö hundruð í rúmlega þúsund á síðasta ári frá árinu á undan. Í nær öllum tilvikum eru hægri öfgamenn grunaðir um árásirnar. Flóttamenn Tengdar fréttir Keisarinn birtir mynd af Degi og segir að með svona vilja sé allt hægt Þýskaland getur komist í úrslitaleik EM í handbolta í kvöld. 29. janúar 2016 12:17 Saka lögreglu um að hylma yfir nauðgun á 13 ára stúlku Utanríkisráðherra Rússlands segir greinilegt að flóttamenn hafi nauðgað stúlkunni og lögreglan þegi um það. 28. janúar 2016 11:30 Stefna að sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum stöðvum Meira magni af skilagjaldsskyldum umbúðum er skilað frá því sjálfvirk flokkunarkerfi voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum. Skilagjaldið er búbót fyrir Íslendinga. Þórhildur Þorleifsdóttir vill stuðla að aukinni endurvinnslu. 27. janúar 2016 07:00 Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Samkvæmt hugmyndum Hollendinga ætti Evrópusambandið að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Svíar segjast ætla að senda 60 til 80 þúsund flóttamenn til baka á næstu árum. 29. janúar 2016 07:00 Árásir á heimili fyrir hælisleitendur í Þýskalandi fimmfaldast Lögregla segir árásir á slík heimili hafa verið 1.005 talsins á síðasta ári, borið saman við 199 árið 2014. 29. janúar 2016 13:05 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Þýsk stjórnvöld ætla að herða á reglum um hælisleitendur þannig að það verði erfiðara fyrir þá að fá fjölskyldumeðli sína á eftir þeim til Þýskalands. Þá verður þremur ríkjum bætt á lista yfir örugg lönd til að stöðva flóttamannastraum frá þeim. Stjórnarflokkarnir þýsku, Kristilegir demókratar flokkur Angelu Merkel kanslara og Sósíaldemókratar, hafa náð samkomulagi um hertari reglur um hælisleitendur. En um ein milljón flóttamanna kom til Þýskalands á síðasta ári, fleiri en til nokkurs annars ríkis í Evrópu. Nýju reglurnar eru hluti af því sem þýsk stjórnvöld kalla áætlun þrjú í flóttamannamálum. Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði á fréttamannafundi í dag að nýju reglurnar afnæmu rétt þeirra sem hefðu stöðu hælisleitenda til að fá til sín fjölskyldumeðlimi í tvö ár. Eð tveimur árum liðnum myndu núgildandi lög taka aftur gildi. Þá verður ferlinu við að flytja þá flóttamenn úr landi sem hafa fengið höfnun við hælisleit flýtt. „Að auki höfum við ákveðið að flokka Marokkó, Alsír og Túnis í hóp öruggra landa. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir ríkisstjórnina bráðlega og við höfum greint þessum ríkjum frá ætlun okkar,” sagði Merkel. Hælisleitendur frá þessum löndum verða því sendir til baka til síns heima um leið og lög þar að lútandi hafa verið samþykkt. Marokkó hefur nú þegar samþykkt að taka á móti hælisleitendum frá Þýskalandi en ekki liggur fyrir hversu fljótt lög um brottflutninginn og skilgreiningu landanna þriggja sem öruggra landa liggur fyrir. Sigmar Gabriel, efnahagsráðherra og varakanslari, segir þó mikilvægara að innleiða nýju reglurnar með gát en að gera það í flýti, þótt frumvarpið fái að öllum líkindum skjóta afgreiðslu í ríkisstjórn. Árásum á heimili hælisleitenda í Þýskalandi fjölgaði úr tæplega tvö hundruð í rúmlega þúsund á síðasta ári frá árinu á undan. Í nær öllum tilvikum eru hægri öfgamenn grunaðir um árásirnar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Keisarinn birtir mynd af Degi og segir að með svona vilja sé allt hægt Þýskaland getur komist í úrslitaleik EM í handbolta í kvöld. 29. janúar 2016 12:17 Saka lögreglu um að hylma yfir nauðgun á 13 ára stúlku Utanríkisráðherra Rússlands segir greinilegt að flóttamenn hafi nauðgað stúlkunni og lögreglan þegi um það. 28. janúar 2016 11:30 Stefna að sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum stöðvum Meira magni af skilagjaldsskyldum umbúðum er skilað frá því sjálfvirk flokkunarkerfi voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum. Skilagjaldið er búbót fyrir Íslendinga. Þórhildur Þorleifsdóttir vill stuðla að aukinni endurvinnslu. 27. janúar 2016 07:00 Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Samkvæmt hugmyndum Hollendinga ætti Evrópusambandið að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Svíar segjast ætla að senda 60 til 80 þúsund flóttamenn til baka á næstu árum. 29. janúar 2016 07:00 Árásir á heimili fyrir hælisleitendur í Þýskalandi fimmfaldast Lögregla segir árásir á slík heimili hafa verið 1.005 talsins á síðasta ári, borið saman við 199 árið 2014. 29. janúar 2016 13:05 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Keisarinn birtir mynd af Degi og segir að með svona vilja sé allt hægt Þýskaland getur komist í úrslitaleik EM í handbolta í kvöld. 29. janúar 2016 12:17
Saka lögreglu um að hylma yfir nauðgun á 13 ára stúlku Utanríkisráðherra Rússlands segir greinilegt að flóttamenn hafi nauðgað stúlkunni og lögreglan þegi um það. 28. janúar 2016 11:30
Stefna að sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum stöðvum Meira magni af skilagjaldsskyldum umbúðum er skilað frá því sjálfvirk flokkunarkerfi voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum. Skilagjaldið er búbót fyrir Íslendinga. Þórhildur Þorleifsdóttir vill stuðla að aukinni endurvinnslu. 27. janúar 2016 07:00
Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Samkvæmt hugmyndum Hollendinga ætti Evrópusambandið að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Svíar segjast ætla að senda 60 til 80 þúsund flóttamenn til baka á næstu árum. 29. janúar 2016 07:00
Árásir á heimili fyrir hælisleitendur í Þýskalandi fimmfaldast Lögregla segir árásir á slík heimili hafa verið 1.005 talsins á síðasta ári, borið saman við 199 árið 2014. 29. janúar 2016 13:05