Þjóðverjar herða reglur um innflytjendur Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2016 19:15 Þýsk stjórnvöld ætla að herða á reglum um hælisleitendur þannig að það verði erfiðara fyrir þá að fá fjölskyldumeðli sína á eftir þeim til Þýskalands. Þá verður þremur ríkjum bætt á lista yfir örugg lönd til að stöðva flóttamannastraum frá þeim. Stjórnarflokkarnir þýsku, Kristilegir demókratar flokkur Angelu Merkel kanslara og Sósíaldemókratar, hafa náð samkomulagi um hertari reglur um hælisleitendur. En um ein milljón flóttamanna kom til Þýskalands á síðasta ári, fleiri en til nokkurs annars ríkis í Evrópu. Nýju reglurnar eru hluti af því sem þýsk stjórnvöld kalla áætlun þrjú í flóttamannamálum. Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði á fréttamannafundi í dag að nýju reglurnar afnæmu rétt þeirra sem hefðu stöðu hælisleitenda til að fá til sín fjölskyldumeðlimi í tvö ár. Eð tveimur árum liðnum myndu núgildandi lög taka aftur gildi. Þá verður ferlinu við að flytja þá flóttamenn úr landi sem hafa fengið höfnun við hælisleit flýtt. „Að auki höfum við ákveðið að flokka Marokkó, Alsír og Túnis í hóp öruggra landa. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir ríkisstjórnina bráðlega og við höfum greint þessum ríkjum frá ætlun okkar,” sagði Merkel. Hælisleitendur frá þessum löndum verða því sendir til baka til síns heima um leið og lög þar að lútandi hafa verið samþykkt. Marokkó hefur nú þegar samþykkt að taka á móti hælisleitendum frá Þýskalandi en ekki liggur fyrir hversu fljótt lög um brottflutninginn og skilgreiningu landanna þriggja sem öruggra landa liggur fyrir. Sigmar Gabriel, efnahagsráðherra og varakanslari, segir þó mikilvægara að innleiða nýju reglurnar með gát en að gera það í flýti, þótt frumvarpið fái að öllum líkindum skjóta afgreiðslu í ríkisstjórn. Árásum á heimili hælisleitenda í Þýskalandi fjölgaði úr tæplega tvö hundruð í rúmlega þúsund á síðasta ári frá árinu á undan. Í nær öllum tilvikum eru hægri öfgamenn grunaðir um árásirnar. Flóttamenn Tengdar fréttir Keisarinn birtir mynd af Degi og segir að með svona vilja sé allt hægt Þýskaland getur komist í úrslitaleik EM í handbolta í kvöld. 29. janúar 2016 12:17 Saka lögreglu um að hylma yfir nauðgun á 13 ára stúlku Utanríkisráðherra Rússlands segir greinilegt að flóttamenn hafi nauðgað stúlkunni og lögreglan þegi um það. 28. janúar 2016 11:30 Stefna að sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum stöðvum Meira magni af skilagjaldsskyldum umbúðum er skilað frá því sjálfvirk flokkunarkerfi voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum. Skilagjaldið er búbót fyrir Íslendinga. Þórhildur Þorleifsdóttir vill stuðla að aukinni endurvinnslu. 27. janúar 2016 07:00 Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Samkvæmt hugmyndum Hollendinga ætti Evrópusambandið að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Svíar segjast ætla að senda 60 til 80 þúsund flóttamenn til baka á næstu árum. 29. janúar 2016 07:00 Árásir á heimili fyrir hælisleitendur í Þýskalandi fimmfaldast Lögregla segir árásir á slík heimili hafa verið 1.005 talsins á síðasta ári, borið saman við 199 árið 2014. 29. janúar 2016 13:05 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira
Þýsk stjórnvöld ætla að herða á reglum um hælisleitendur þannig að það verði erfiðara fyrir þá að fá fjölskyldumeðli sína á eftir þeim til Þýskalands. Þá verður þremur ríkjum bætt á lista yfir örugg lönd til að stöðva flóttamannastraum frá þeim. Stjórnarflokkarnir þýsku, Kristilegir demókratar flokkur Angelu Merkel kanslara og Sósíaldemókratar, hafa náð samkomulagi um hertari reglur um hælisleitendur. En um ein milljón flóttamanna kom til Þýskalands á síðasta ári, fleiri en til nokkurs annars ríkis í Evrópu. Nýju reglurnar eru hluti af því sem þýsk stjórnvöld kalla áætlun þrjú í flóttamannamálum. Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði á fréttamannafundi í dag að nýju reglurnar afnæmu rétt þeirra sem hefðu stöðu hælisleitenda til að fá til sín fjölskyldumeðlimi í tvö ár. Eð tveimur árum liðnum myndu núgildandi lög taka aftur gildi. Þá verður ferlinu við að flytja þá flóttamenn úr landi sem hafa fengið höfnun við hælisleit flýtt. „Að auki höfum við ákveðið að flokka Marokkó, Alsír og Túnis í hóp öruggra landa. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir ríkisstjórnina bráðlega og við höfum greint þessum ríkjum frá ætlun okkar,” sagði Merkel. Hælisleitendur frá þessum löndum verða því sendir til baka til síns heima um leið og lög þar að lútandi hafa verið samþykkt. Marokkó hefur nú þegar samþykkt að taka á móti hælisleitendum frá Þýskalandi en ekki liggur fyrir hversu fljótt lög um brottflutninginn og skilgreiningu landanna þriggja sem öruggra landa liggur fyrir. Sigmar Gabriel, efnahagsráðherra og varakanslari, segir þó mikilvægara að innleiða nýju reglurnar með gát en að gera það í flýti, þótt frumvarpið fái að öllum líkindum skjóta afgreiðslu í ríkisstjórn. Árásum á heimili hælisleitenda í Þýskalandi fjölgaði úr tæplega tvö hundruð í rúmlega þúsund á síðasta ári frá árinu á undan. Í nær öllum tilvikum eru hægri öfgamenn grunaðir um árásirnar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Keisarinn birtir mynd af Degi og segir að með svona vilja sé allt hægt Þýskaland getur komist í úrslitaleik EM í handbolta í kvöld. 29. janúar 2016 12:17 Saka lögreglu um að hylma yfir nauðgun á 13 ára stúlku Utanríkisráðherra Rússlands segir greinilegt að flóttamenn hafi nauðgað stúlkunni og lögreglan þegi um það. 28. janúar 2016 11:30 Stefna að sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum stöðvum Meira magni af skilagjaldsskyldum umbúðum er skilað frá því sjálfvirk flokkunarkerfi voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum. Skilagjaldið er búbót fyrir Íslendinga. Þórhildur Þorleifsdóttir vill stuðla að aukinni endurvinnslu. 27. janúar 2016 07:00 Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Samkvæmt hugmyndum Hollendinga ætti Evrópusambandið að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Svíar segjast ætla að senda 60 til 80 þúsund flóttamenn til baka á næstu árum. 29. janúar 2016 07:00 Árásir á heimili fyrir hælisleitendur í Þýskalandi fimmfaldast Lögregla segir árásir á slík heimili hafa verið 1.005 talsins á síðasta ári, borið saman við 199 árið 2014. 29. janúar 2016 13:05 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira
Keisarinn birtir mynd af Degi og segir að með svona vilja sé allt hægt Þýskaland getur komist í úrslitaleik EM í handbolta í kvöld. 29. janúar 2016 12:17
Saka lögreglu um að hylma yfir nauðgun á 13 ára stúlku Utanríkisráðherra Rússlands segir greinilegt að flóttamenn hafi nauðgað stúlkunni og lögreglan þegi um það. 28. janúar 2016 11:30
Stefna að sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum stöðvum Meira magni af skilagjaldsskyldum umbúðum er skilað frá því sjálfvirk flokkunarkerfi voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum. Skilagjaldið er búbót fyrir Íslendinga. Þórhildur Þorleifsdóttir vill stuðla að aukinni endurvinnslu. 27. janúar 2016 07:00
Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Samkvæmt hugmyndum Hollendinga ætti Evrópusambandið að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Svíar segjast ætla að senda 60 til 80 þúsund flóttamenn til baka á næstu árum. 29. janúar 2016 07:00
Árásir á heimili fyrir hælisleitendur í Þýskalandi fimmfaldast Lögregla segir árásir á slík heimili hafa verið 1.005 talsins á síðasta ári, borið saman við 199 árið 2014. 29. janúar 2016 13:05