NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2016 10:00 Alex Smith, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fagnar sigri. Vísir/Getty Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. Kansas City Chiefs vann ekki aðeins fyrsta sigurinn í úrslitakeppninni í ár heldur vann liðið einnig fyrsta sigur sinn í úrslitakeppni frá árinu 1994 eða í 22 ár. Liðið var líka að spila á heimavelli Houston Texans sem gerðu þessi úrslit enn vandræðalegri fyrir Texasbúana. Kansas City Chiefs vann Houston Oilers 16. janúar 1994 en hafði frá þeim tíma tapað sjö leikjum í röð í úrslitakeppni. Svipmyndir frá leiknum. Kansas City Chiefs byrjaði tímabilið illa og tapaði 5 af fyrstu 6 leikjum sínum. Liðið snéri hinsvegar við blaðinu, vann tíu síðustu leiki sína í deildarkeppninni og bætti ellefta sigrinum í röð við í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Brian Hoyer, leikstjórnandi Houston-liðsins, átti skelfilegan dag, tapaði fjórum boltum í fyrri hálfleiknum og einum til viðbótar í þeim síðar. Það sem meira er sóknin hans skoraði ekki eitt stig allan leikinn. Kansas City fékk algjöra draumabyrjun þegar Knile Davis skilaði upphafssparki Houston Texans alla leið og var búinn að skora snertimark eftir aðeins ellefu sekúndna leik. Sóknin hjá Kansas City skoraði ekki snertimark í fyrri hálfleiknum en var engu að síður 13-0 yfir þökk sé tveimur vallarmörkum. Í seinni hálfleiknum fór sóknin að skila snertimörkum líka en á sama tíma stoppaði vörnin allar tilraunir Houston-liðsins. Þetta var þó ekki eintóm gleði hjá liði Kansas City Chiefs því liðið missti sinn besta útherja, Jeremy Maclin, meiddan af velli en hann meiddist á hné. Óttast er að Maclin spili ekki meira með liðinu í úrslitakeppninni sem er mikið áfall. Kansas City Chiefs mætir ríkjandi NFL-meisturum New England Patriots í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi. NFL Tengdar fréttir Beyonce treður upp með Coldplay Hálfleikssýninginn í Super Bowl-leiknum verður einkar glæsileg í ár því Beyonce mun koma fram ásamt Coldplay. 8. janúar 2016 22:30 Verður einn kaldasti leikur í sögu NFL-deildarinnar Leikur Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á sunnudag verður ekki fyrir neinar kuldaskræfur. 7. janúar 2016 22:30 Ódýrt að fara á kuldaleikinn Kuldaspáin er svo svakaleg fyrir leik Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að miðaverðið á leikinn er fáranlegt. 8. janúar 2016 13:00 Peyton mun leiða Broncos í úrslitakeppninni Denver Broncos tilkynnti í gær að Peyton Manning yrði leikstjórnandi liðsins í úrslitakeppninni eftir rúma viku. 8. janúar 2016 11:30 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Sjá meira
Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. Kansas City Chiefs vann ekki aðeins fyrsta sigurinn í úrslitakeppninni í ár heldur vann liðið einnig fyrsta sigur sinn í úrslitakeppni frá árinu 1994 eða í 22 ár. Liðið var líka að spila á heimavelli Houston Texans sem gerðu þessi úrslit enn vandræðalegri fyrir Texasbúana. Kansas City Chiefs vann Houston Oilers 16. janúar 1994 en hafði frá þeim tíma tapað sjö leikjum í röð í úrslitakeppni. Svipmyndir frá leiknum. Kansas City Chiefs byrjaði tímabilið illa og tapaði 5 af fyrstu 6 leikjum sínum. Liðið snéri hinsvegar við blaðinu, vann tíu síðustu leiki sína í deildarkeppninni og bætti ellefta sigrinum í röð við í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Brian Hoyer, leikstjórnandi Houston-liðsins, átti skelfilegan dag, tapaði fjórum boltum í fyrri hálfleiknum og einum til viðbótar í þeim síðar. Það sem meira er sóknin hans skoraði ekki eitt stig allan leikinn. Kansas City fékk algjöra draumabyrjun þegar Knile Davis skilaði upphafssparki Houston Texans alla leið og var búinn að skora snertimark eftir aðeins ellefu sekúndna leik. Sóknin hjá Kansas City skoraði ekki snertimark í fyrri hálfleiknum en var engu að síður 13-0 yfir þökk sé tveimur vallarmörkum. Í seinni hálfleiknum fór sóknin að skila snertimörkum líka en á sama tíma stoppaði vörnin allar tilraunir Houston-liðsins. Þetta var þó ekki eintóm gleði hjá liði Kansas City Chiefs því liðið missti sinn besta útherja, Jeremy Maclin, meiddan af velli en hann meiddist á hné. Óttast er að Maclin spili ekki meira með liðinu í úrslitakeppninni sem er mikið áfall. Kansas City Chiefs mætir ríkjandi NFL-meisturum New England Patriots í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.
NFL Tengdar fréttir Beyonce treður upp með Coldplay Hálfleikssýninginn í Super Bowl-leiknum verður einkar glæsileg í ár því Beyonce mun koma fram ásamt Coldplay. 8. janúar 2016 22:30 Verður einn kaldasti leikur í sögu NFL-deildarinnar Leikur Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á sunnudag verður ekki fyrir neinar kuldaskræfur. 7. janúar 2016 22:30 Ódýrt að fara á kuldaleikinn Kuldaspáin er svo svakaleg fyrir leik Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að miðaverðið á leikinn er fáranlegt. 8. janúar 2016 13:00 Peyton mun leiða Broncos í úrslitakeppninni Denver Broncos tilkynnti í gær að Peyton Manning yrði leikstjórnandi liðsins í úrslitakeppninni eftir rúma viku. 8. janúar 2016 11:30 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Sjá meira
Beyonce treður upp með Coldplay Hálfleikssýninginn í Super Bowl-leiknum verður einkar glæsileg í ár því Beyonce mun koma fram ásamt Coldplay. 8. janúar 2016 22:30
Verður einn kaldasti leikur í sögu NFL-deildarinnar Leikur Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á sunnudag verður ekki fyrir neinar kuldaskræfur. 7. janúar 2016 22:30
Ódýrt að fara á kuldaleikinn Kuldaspáin er svo svakaleg fyrir leik Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að miðaverðið á leikinn er fáranlegt. 8. janúar 2016 13:00
Peyton mun leiða Broncos í úrslitakeppninni Denver Broncos tilkynnti í gær að Peyton Manning yrði leikstjórnandi liðsins í úrslitakeppninni eftir rúma viku. 8. janúar 2016 11:30
NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18