Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Snærós Sindradóttir skrifar 11. janúar 2016 06:00 „Ég vil ekkert tjá mig um þetta og tel það ekki eðlilegt á þessu stigi,“ segir Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um málefni lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild sem ítrekað hefur verið bent á að leki upplýsingum til brotamanna.Í Fréttablaðinu á laugardag benti Karl Steinar Valsson, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar og undirmaður Jóns, á yfirmenn sína, þá Jón og Friðrik Smára Björgvinsson, og sagði að hann hefði komið til þeirra greinargerð í kjölfar þess að gerðar voru athugasmdir við störf lögreglufulltrúans. Karl Steinar og lögreglufulltrúinn störfuðu afar náið saman í fíkniefnadeildarinnar á árum Karls Steinars sem yfirmanns deildarinnar.Vísir/ErnirYfirmenn báru ábyrgð á að koma þeirri greinargerð áfram til ríkissaksóknara en það var ekki gert samkvæmt heimildum blaðsins. Engin formleg rannsókn hefur því farið fram á málefnum lögreglufulltrúans þrátt fyrir að samstarfsfélagar hafi í áraraðir reynt að koma fram ábendingum um óeðlileg samskipti við brotamenn. Maðurinn hefur á nokkurra mánaða tímabili verið færður þrisvar sinnum til í starfi. Fulltrúinn gegnir ekki lengur yfirmannsstöðu í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu heldur starfar nú í tæknideild. Eitt af hans síðustu verkefnum sem yfirmaður í fíkniefnadeild var að stýra aðgerðum á vettvangi í tálbeituaðgerð sem fór út um þúfur við Hótel Frón í apríl í fyrra. Þá gegndi hann raunar yfirmannsstöðu í bæði fíkniefna- og upplýsingadeild sem er gagnrýnisvert fyrirkomulag sem þekkist ekki í nágrannalöndum okkar. Þannig hafði hann allar upplýsingar um uppljóstrara og gat að sama skapi tekið ákvarðanir er sneru að rannsóknum innan fíkniefnadeildar. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Þrálátur orðrómur um leka vakti grun Grunur leikur á að lögreglumaður hafi fengið greitt fyrir upplýsingar til brotahópa. "Það getur hafa átt sér stað þvingun sem enginn veit af,“ segir lögreglustjóri og minnir á að málið sé enn í rannsókn. 7. janúar 2016 05:00 Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Þöggun í kringum rannsókn Atli Gíslason fór fyrir viðamikilli rannsókn á störfum lögreglu fyrir tuttugu árum. Skýrslan var aldrei gerð opinber. 9. janúar 2016 12:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Ég vil ekkert tjá mig um þetta og tel það ekki eðlilegt á þessu stigi,“ segir Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um málefni lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild sem ítrekað hefur verið bent á að leki upplýsingum til brotamanna.Í Fréttablaðinu á laugardag benti Karl Steinar Valsson, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar og undirmaður Jóns, á yfirmenn sína, þá Jón og Friðrik Smára Björgvinsson, og sagði að hann hefði komið til þeirra greinargerð í kjölfar þess að gerðar voru athugasmdir við störf lögreglufulltrúans. Karl Steinar og lögreglufulltrúinn störfuðu afar náið saman í fíkniefnadeildarinnar á árum Karls Steinars sem yfirmanns deildarinnar.Vísir/ErnirYfirmenn báru ábyrgð á að koma þeirri greinargerð áfram til ríkissaksóknara en það var ekki gert samkvæmt heimildum blaðsins. Engin formleg rannsókn hefur því farið fram á málefnum lögreglufulltrúans þrátt fyrir að samstarfsfélagar hafi í áraraðir reynt að koma fram ábendingum um óeðlileg samskipti við brotamenn. Maðurinn hefur á nokkurra mánaða tímabili verið færður þrisvar sinnum til í starfi. Fulltrúinn gegnir ekki lengur yfirmannsstöðu í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu heldur starfar nú í tæknideild. Eitt af hans síðustu verkefnum sem yfirmaður í fíkniefnadeild var að stýra aðgerðum á vettvangi í tálbeituaðgerð sem fór út um þúfur við Hótel Frón í apríl í fyrra. Þá gegndi hann raunar yfirmannsstöðu í bæði fíkniefna- og upplýsingadeild sem er gagnrýnisvert fyrirkomulag sem þekkist ekki í nágrannalöndum okkar. Þannig hafði hann allar upplýsingar um uppljóstrara og gat að sama skapi tekið ákvarðanir er sneru að rannsóknum innan fíkniefnadeildar.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Þrálátur orðrómur um leka vakti grun Grunur leikur á að lögreglumaður hafi fengið greitt fyrir upplýsingar til brotahópa. "Það getur hafa átt sér stað þvingun sem enginn veit af,“ segir lögreglustjóri og minnir á að málið sé enn í rannsókn. 7. janúar 2016 05:00 Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Þöggun í kringum rannsókn Atli Gíslason fór fyrir viðamikilli rannsókn á störfum lögreglu fyrir tuttugu árum. Skýrslan var aldrei gerð opinber. 9. janúar 2016 12:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þrálátur orðrómur um leka vakti grun Grunur leikur á að lögreglumaður hafi fengið greitt fyrir upplýsingar til brotahópa. "Það getur hafa átt sér stað þvingun sem enginn veit af,“ segir lögreglustjóri og minnir á að málið sé enn í rannsókn. 7. janúar 2016 05:00
Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00
Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30
Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00
Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00
Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00
Þöggun í kringum rannsókn Atli Gíslason fór fyrir viðamikilli rannsókn á störfum lögreglu fyrir tuttugu árum. Skýrslan var aldrei gerð opinber. 9. janúar 2016 12:15