Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2016 09:00 Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. Málið verður tekið fyrir miðvikudaginn 27. janúar. Hollenska móðirin og burðardýrið, Mirjam van Twuijver, hlaut ellefu ára fangelsisdóm í héraði þrátt fyrir að hafa gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að aðstoða lögreglu við rannsókn málsins. Íslendingurinn. Atli Freyr Fjölnisson, sem óvænt var handtekinn þar sem hann veitti ferðatösku með gerviefnum og eftirfararbúnaði viðtöku, hlaut fimm ára dóm. Afbrotafræðingur hefur lýst því að dómarar séu komnir í ógöngur með dóma sína í fíkniefnamálum. Hámarksrefsing í málaflokknum er tólf ára fangelsi. Þrátt fyrir ítrekaðar og áralangar ásakanir á hendur fulltrúanum hefur mál hans aldrei hlotið formlega rannsókn.Vísir/GVA Áralangar og ítrekaðar athugasemdir Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en árum saman hafa ítrekaðar ábendingar borist um meinta spillingu lögreglufulltrúa, bæði frá núverandi og fyrrverandi samstarfsmönnum og almenningi. Sá lögreglufulltrúi stýrði aðgerðinni við Hótel Frón sem lauk með handtökunni óvæntu. Ásakanir á hendur honum hafa þó aldrei verið rannsakaðar en fulltrúinn hefur hins vegar ítrekað verið færður til í starfi undanfarið hálft ár, alls þrisvar sinnum á um hálfu ári. Fulltrúinn komst í stöðu yfirmanns í fíkniefna- og upplýsingadeild á meðan Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildarinnar.Vísir/Ernir Fyrir fyrstu tilfærslu í starfi gegndi hann bæði yfirmannsstöðu í upplýsinga- og fíkniefnadeild. Hafði þannig upplýsingar um uppljóstrara, sem oft tengjast fíkniefnamálum, og ákvörðunarvald í rannsóknum á fíkniefnamálum. Fyrirkomulagið er svo til einstakt og þekkist ekki í nágrannalöndum okkar eins og Vísir hefur fjallað um. Rétt er að taka fram að um annan lögreglumann er að ræða en þann sem sat í gæsluvarðhaldi yfir áramótin vegna ásakana um að þiggja peningagreiðslur frá aðilum í fíkniefnaheiminum. Ásakanir á hendur þeim lögreglufulltrúa sem hér er til umfjöllunar eru ekki síður alvarlegar. Meirihluta samstarfsmanna ofboðið Ástæðan fyrir því að lögreglufulltrúinn var færður til í starfi var sú að meirihluti starfsmanna fíkniefnadeildar kvartaði sameiginlega yfir honum og taldi sig ekki geta unnið vinnuna sína með hann innan deildarinnar. Um athugasemdir samstarfsmanna fulltrúans var fjallað í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudaginn. Fréttina má sjá hér að neðan. Verjendur vilja fresta málsmeðferð í Hæstarétti Samkvæmt heimildum fréttastofu íhuga verjendur í málinu að fara fram á að því verði frestað í ljósi þeirra upplýsinga sem fram hafa komið undanfarnar vikur. Ólíklegt má telja að Mirjam og Atli Freyr hefðu fengið jafnþunga dóma og raun ber vitni hefði efnunum verið fylgt eftir og stærri fiskar handteknir. Aldrei kom til þess vegna handtökunnar frægu en lögreglufulltrúinn, sem samstarfsmenn efast um, stýrði sem fyrr segir aðgerðinni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá LRH, sagði við Vísi í desember að handtökuna mætti rekja til ófullkomins fjarskiptabúnaðar.Vísir/Anton BrinkHandtakan óútskýrð Athygli vekur að í gögnum málsins kemur þó ekki fram að umræddur lögreglufulltrúi hafi stýrt aðgerðum og þurfti hann ekki að bera vitni í málinu þegar það var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. Þar sat sá sem skrifaði undir skýrsluna, sem finna má í gögnum málsins, fyrir svörum en þurfti þó ekki að útskýra hvað leiddi til handtökunnar. Hann bar því við eiðsvarinn fyrir dómi að um tæknilega örðugleika hefði verið að ræða auk þess sem almannahætta hefði verið á ferðum eftir að efnin voru komin í bílinn. Hvernig lögreglumaðurinn, sem er náinn samstarfsmaður og vinur lögreglufulltrúans til margra ára, fær út að um almannahættu var að ræða þegar um gerviefni var að ræða og allt að ganga samkvæmt áætlun mun hann kannski að útskýra betur síðar. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá LRH, sagði við Vísi í desember að handtökuna mætti rekja til ófullkomins fjarskiptabúnaðar.Lögreglustjórinn óupplýstur Ekki einu sinni Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, var meðvitaður um að lögreglufulltrúinn hefði stýrt aðgerðum við Hótel Frón. Málið var á hans ábyrgð en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var falið að sjá um tálbeituaðgerðina. Ólafur Helgi sagðist hafa gert ráð fyrir því að sá er ritaði skýrsluna, sem finna má í gögnum málsins, hefði stýrt aðgerðum. Lögreglufulltrúinn stýrði aðgerðum á vettvangi, með aðstoð fyrrnefnds náins samstarfsmanns og vinar, í umboði yfirmanna sinna, Aldísar Hilmarsdóttur og Friðriks Smára Björgvinssonar, sem hafa áður sagst bera ábyrgð á aðgerðinni.Yrði þyngsti fíkniefnadómurinn á Íslandi Þau eru þeirrar skoðunar, eins og fram hefur komið á Vísi, að þau líti ekki svo á að handtakan hafi verið mistök. Þó hafi markmiðið vissulega verið að fylgja sendisveininum eftir í þeirri von að ná „stærri fiskum“ en ekki sendisveini sem lofað hafði verið hundrað þúsundum króna fyrir að sækja töskuna.Að neðan má sjá viðtal við hollensku móðurina sem tekið var eftir að hún hóf afplánun í fangelsinu á Akureyri. Þar segist hún telja þurfa að horfa um öxl sér út lífið eftir að hafa veitt lögreglu aðstoð. Verði dómurinn yfir hollensku móðurinni staðfestur er um að ræða þyngsta fíkniefnadóm sem fallið hefur hér á landi. Þrátt fyrir það bauðst sú hollenska að fyrra bragði til að veita lögreglu aðstoð í málinu og er það mat blaðamanns, sem farið hefur í gegnum gögn málsins og lesið símasamskipti hennar við innflytjendurna eða fulltrúa þeirra, að aðeins sé hægt að lýsa frammistöðu hennar sem frábærri.Að neðan má sjá tímalínu um málið, frá því mæðgurnar koma til landsins og þar til dómur féll í héraði í haust. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30 Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Sjá meira
Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. Málið verður tekið fyrir miðvikudaginn 27. janúar. Hollenska móðirin og burðardýrið, Mirjam van Twuijver, hlaut ellefu ára fangelsisdóm í héraði þrátt fyrir að hafa gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að aðstoða lögreglu við rannsókn málsins. Íslendingurinn. Atli Freyr Fjölnisson, sem óvænt var handtekinn þar sem hann veitti ferðatösku með gerviefnum og eftirfararbúnaði viðtöku, hlaut fimm ára dóm. Afbrotafræðingur hefur lýst því að dómarar séu komnir í ógöngur með dóma sína í fíkniefnamálum. Hámarksrefsing í málaflokknum er tólf ára fangelsi. Þrátt fyrir ítrekaðar og áralangar ásakanir á hendur fulltrúanum hefur mál hans aldrei hlotið formlega rannsókn.Vísir/GVA Áralangar og ítrekaðar athugasemdir Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en árum saman hafa ítrekaðar ábendingar borist um meinta spillingu lögreglufulltrúa, bæði frá núverandi og fyrrverandi samstarfsmönnum og almenningi. Sá lögreglufulltrúi stýrði aðgerðinni við Hótel Frón sem lauk með handtökunni óvæntu. Ásakanir á hendur honum hafa þó aldrei verið rannsakaðar en fulltrúinn hefur hins vegar ítrekað verið færður til í starfi undanfarið hálft ár, alls þrisvar sinnum á um hálfu ári. Fulltrúinn komst í stöðu yfirmanns í fíkniefna- og upplýsingadeild á meðan Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildarinnar.Vísir/Ernir Fyrir fyrstu tilfærslu í starfi gegndi hann bæði yfirmannsstöðu í upplýsinga- og fíkniefnadeild. Hafði þannig upplýsingar um uppljóstrara, sem oft tengjast fíkniefnamálum, og ákvörðunarvald í rannsóknum á fíkniefnamálum. Fyrirkomulagið er svo til einstakt og þekkist ekki í nágrannalöndum okkar eins og Vísir hefur fjallað um. Rétt er að taka fram að um annan lögreglumann er að ræða en þann sem sat í gæsluvarðhaldi yfir áramótin vegna ásakana um að þiggja peningagreiðslur frá aðilum í fíkniefnaheiminum. Ásakanir á hendur þeim lögreglufulltrúa sem hér er til umfjöllunar eru ekki síður alvarlegar. Meirihluta samstarfsmanna ofboðið Ástæðan fyrir því að lögreglufulltrúinn var færður til í starfi var sú að meirihluti starfsmanna fíkniefnadeildar kvartaði sameiginlega yfir honum og taldi sig ekki geta unnið vinnuna sína með hann innan deildarinnar. Um athugasemdir samstarfsmanna fulltrúans var fjallað í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudaginn. Fréttina má sjá hér að neðan. Verjendur vilja fresta málsmeðferð í Hæstarétti Samkvæmt heimildum fréttastofu íhuga verjendur í málinu að fara fram á að því verði frestað í ljósi þeirra upplýsinga sem fram hafa komið undanfarnar vikur. Ólíklegt má telja að Mirjam og Atli Freyr hefðu fengið jafnþunga dóma og raun ber vitni hefði efnunum verið fylgt eftir og stærri fiskar handteknir. Aldrei kom til þess vegna handtökunnar frægu en lögreglufulltrúinn, sem samstarfsmenn efast um, stýrði sem fyrr segir aðgerðinni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá LRH, sagði við Vísi í desember að handtökuna mætti rekja til ófullkomins fjarskiptabúnaðar.Vísir/Anton BrinkHandtakan óútskýrð Athygli vekur að í gögnum málsins kemur þó ekki fram að umræddur lögreglufulltrúi hafi stýrt aðgerðum og þurfti hann ekki að bera vitni í málinu þegar það var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. Þar sat sá sem skrifaði undir skýrsluna, sem finna má í gögnum málsins, fyrir svörum en þurfti þó ekki að útskýra hvað leiddi til handtökunnar. Hann bar því við eiðsvarinn fyrir dómi að um tæknilega örðugleika hefði verið að ræða auk þess sem almannahætta hefði verið á ferðum eftir að efnin voru komin í bílinn. Hvernig lögreglumaðurinn, sem er náinn samstarfsmaður og vinur lögreglufulltrúans til margra ára, fær út að um almannahættu var að ræða þegar um gerviefni var að ræða og allt að ganga samkvæmt áætlun mun hann kannski að útskýra betur síðar. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá LRH, sagði við Vísi í desember að handtökuna mætti rekja til ófullkomins fjarskiptabúnaðar.Lögreglustjórinn óupplýstur Ekki einu sinni Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, var meðvitaður um að lögreglufulltrúinn hefði stýrt aðgerðum við Hótel Frón. Málið var á hans ábyrgð en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var falið að sjá um tálbeituaðgerðina. Ólafur Helgi sagðist hafa gert ráð fyrir því að sá er ritaði skýrsluna, sem finna má í gögnum málsins, hefði stýrt aðgerðum. Lögreglufulltrúinn stýrði aðgerðum á vettvangi, með aðstoð fyrrnefnds náins samstarfsmanns og vinar, í umboði yfirmanna sinna, Aldísar Hilmarsdóttur og Friðriks Smára Björgvinssonar, sem hafa áður sagst bera ábyrgð á aðgerðinni.Yrði þyngsti fíkniefnadómurinn á Íslandi Þau eru þeirrar skoðunar, eins og fram hefur komið á Vísi, að þau líti ekki svo á að handtakan hafi verið mistök. Þó hafi markmiðið vissulega verið að fylgja sendisveininum eftir í þeirri von að ná „stærri fiskum“ en ekki sendisveini sem lofað hafði verið hundrað þúsundum króna fyrir að sækja töskuna.Að neðan má sjá viðtal við hollensku móðurina sem tekið var eftir að hún hóf afplánun í fangelsinu á Akureyri. Þar segist hún telja þurfa að horfa um öxl sér út lífið eftir að hafa veitt lögreglu aðstoð. Verði dómurinn yfir hollensku móðurinni staðfestur er um að ræða þyngsta fíkniefnadóm sem fallið hefur hér á landi. Þrátt fyrir það bauðst sú hollenska að fyrra bragði til að veita lögreglu aðstoð í málinu og er það mat blaðamanns, sem farið hefur í gegnum gögn málsins og lesið símasamskipti hennar við innflytjendurna eða fulltrúa þeirra, að aðeins sé hægt að lýsa frammistöðu hennar sem frábærri.Að neðan má sjá tímalínu um málið, frá því mæðgurnar koma til landsins og þar til dómur féll í héraði í haust.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30 Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Sjá meira
Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00
Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30
Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00