Viðskipti erlent

Hlutabréf falla á ný í Kína

Sæunn Gísladóttir skrifar
Kauphöllum var lokað tvisvar sinnum í vikunni í Kína eftir að hlutabréf hríðféllu.
Kauphöllum var lokað tvisvar sinnum í vikunni í Kína eftir að hlutabréf hríðféllu. vísir/getty
Hlutabréf féllu á ný í Kína í nótt. Sjanghæ vísitalan féll um 5,33 prósent, á meðan Shenzhen vísitalan féll um 6,6 prósent í viðskiptum dagsins, eftir að tölur sem sýndu lágag verðbólgu í desember voru birtar um um helgina. BBC greinir frá þessu.

Þá féll Hang Seng í Hong Kong um 2,8 prósent og lokaði í 19,888.5 stigum. Þetta er í fyrsta sinn sem vísitalan mælist undir 20 þúsund stigum síðan árið 2013.

Í síðustu viku var verðhrun á kínverskum hlutabréfamörkuðum og þurfti að loka kauphöllum tvisvar. Lokað var kauphöllum á fimmtudaginn eftir einungis 30 mínútna viðskipti. Í kjölfarið féllu hlutabréf í Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum. 

Á fimmtudag tók kínversk stjórnvöld ákvörðun um að afnema regluna.


Tengdar fréttir

Óværð á mörkuðum fyrstu viku ársins

Kauphöllum í Kína var lokað tvisvar í vikunni og lækkuðu hlutabréf um allan heim. Íslenskt efnahagslíf er ekki ónæmt fyrir ástandi heimsmála að mati Stefáns Brodda Guðjónssonar, en aðrir þættir eins og olíuverð hafi áhrif.

Lækkanir í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa allra skráðra félaga í Kauphöllinni, nema Eikar, hafa lækkað í morgun.

Komin ró á markaðinn

Eftir að hlutabréf í Kína tóku við sér fylgdi Evrópu- og Bandaríkjamarkaður fast á hælanna.

Kauphöllum í Kína lokað aftur

Kauphöllum í Kína var aftur lokað í nótt, annan daginn í þessari viku, eftir meira en sjö prósent lækkanir í upphafi dags.

Hlutabréf falla í Evrópu

Í kjölfar lokunar hlutabréfamarkaðar í Kína hefur gengi hlutabréfa í Evrópu fallið um tvö prósent í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×