Sakaði leikmann um að gera sér upp höfuðmeiðsli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2016 11:30 Brown gengur brosandi af velli eftir að hafa fengið aðhlynningu í fjórða leikhluta. Vísir/Getty Lokamínúturnar í leik Cincinnati Bengals og Pittsburgh Steelers um helgina voru hádramatískar en síðarnefnda liðið komst áfram í næstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni eftir að heimamenn köstuðu frá sér sigrinum. Bengals var með bæði með boltann og forystuna þegar skammt var til leiksloka. En hlauparinn Jeremy Hill gaf Pittsburgh möguleika með því að tapa boltanum klaufalega.Sjá einnig: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Pittsburgh hafði þó nauman tíma til að koma sér nægilega langt áfram til að skora vallarmark og leit út fyrir að það myndi ekki takast. Það er að segja ekki fyrr en að varnarmaðurinn Vonteze Burfict fékk dæmda á sig villu fyrir ólöglega tæklingu þegar hann fór í útherjann Antonio Brown af fullum krafti. Brown lá eftir á vellinum og mátti sjá á endursýningum að hann hefði fengið þungt höfuðhögg eftir að Burfict fór með hjálminn á undan af fullum krafti í höfuð Brown.Adam Jones reynir að þræta við dómarann.Vísir/GettyÞá varð allt vitlaust. Annar varnarmaður Cincinnati, Adam Jones, fékk dæmda á sig villu fyrir að stjaka við einum dómara leiksins eftir að hann hafi verið að hnakkrífast við einn þjálfara Pittsburgh. Með þessum tveimur refsingum náði Pittsburgh að koma sér í nægilega góða vallarstöðu til að skora vallarmark og tryggja sér sigurinn. Stuðningsmenn Cincinnati trúðu ekki eigin augum og þeir Burfict og Jones voru á augabragði orðnir að skúrkum. Jones var sótillur eftir leik og neitaði að ræða við fjölmiðla. Hann birti þó myndband á Instagram-síðunni sinni eftir leik þar sem að hann gagnrýndi dómarana harkalega en hann eyddi því svo stuttu síðar.Tæklingin hjá Vontaze Burfict gerði allt vitlaust undir lok leiksins.Vísir/GettyJones hefur síðan haldið því fram að Brown, sem er nú undir eftirliti deildarinnar vegna gruns um heilahristing, hafi gert sér upp meiðslin. „Antonio Brown var ekki meiddur. Ég veit að þetta var leikaraskapur hjá honum,“ sagði Jones sem segir að Brown hafi blikkað sig og veifað til sín þegar hann var kominn utan vallar. „Hann á að fá Óskarsverðlaun fyrir þessa frammistöðu. Hann á líka að fá Grammy-verðlaun.“ Engu að síður hefur NFL-deildin úrskurðað að Burfict hefji næstu leiktíð í þriggja leikja banni fyrir umrætt högg sem hann veitti Brown. NFL Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjá meira
Lokamínúturnar í leik Cincinnati Bengals og Pittsburgh Steelers um helgina voru hádramatískar en síðarnefnda liðið komst áfram í næstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni eftir að heimamenn köstuðu frá sér sigrinum. Bengals var með bæði með boltann og forystuna þegar skammt var til leiksloka. En hlauparinn Jeremy Hill gaf Pittsburgh möguleika með því að tapa boltanum klaufalega.Sjá einnig: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Pittsburgh hafði þó nauman tíma til að koma sér nægilega langt áfram til að skora vallarmark og leit út fyrir að það myndi ekki takast. Það er að segja ekki fyrr en að varnarmaðurinn Vonteze Burfict fékk dæmda á sig villu fyrir ólöglega tæklingu þegar hann fór í útherjann Antonio Brown af fullum krafti. Brown lá eftir á vellinum og mátti sjá á endursýningum að hann hefði fengið þungt höfuðhögg eftir að Burfict fór með hjálminn á undan af fullum krafti í höfuð Brown.Adam Jones reynir að þræta við dómarann.Vísir/GettyÞá varð allt vitlaust. Annar varnarmaður Cincinnati, Adam Jones, fékk dæmda á sig villu fyrir að stjaka við einum dómara leiksins eftir að hann hafi verið að hnakkrífast við einn þjálfara Pittsburgh. Með þessum tveimur refsingum náði Pittsburgh að koma sér í nægilega góða vallarstöðu til að skora vallarmark og tryggja sér sigurinn. Stuðningsmenn Cincinnati trúðu ekki eigin augum og þeir Burfict og Jones voru á augabragði orðnir að skúrkum. Jones var sótillur eftir leik og neitaði að ræða við fjölmiðla. Hann birti þó myndband á Instagram-síðunni sinni eftir leik þar sem að hann gagnrýndi dómarana harkalega en hann eyddi því svo stuttu síðar.Tæklingin hjá Vontaze Burfict gerði allt vitlaust undir lok leiksins.Vísir/GettyJones hefur síðan haldið því fram að Brown, sem er nú undir eftirliti deildarinnar vegna gruns um heilahristing, hafi gert sér upp meiðslin. „Antonio Brown var ekki meiddur. Ég veit að þetta var leikaraskapur hjá honum,“ sagði Jones sem segir að Brown hafi blikkað sig og veifað til sín þegar hann var kominn utan vallar. „Hann á að fá Óskarsverðlaun fyrir þessa frammistöðu. Hann á líka að fá Grammy-verðlaun.“ Engu að síður hefur NFL-deildin úrskurðað að Burfict hefji næstu leiktíð í þriggja leikja banni fyrir umrætt högg sem hann veitti Brown.
NFL Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjá meira