Hrútarnir flytja aftur til Los Angeles Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2016 11:30 Stan Kroenke, til hægri, er eigandi Rams auk margra annarra íþróttafélaga. Hér er hann með þjálfaranum Jeff Fischer. Vísir/Getty 21 árs bið Los Angeles að fá NFL-lið aftur til borgarinnar er lokið en samþykkt var á fundi eigenda liða í deildinni að Rams flytji frá St. Louis til Los Angeles strax í ár. Nýr leikvangur verður byggður í Inglewood, sem er í um 16 km fjarlægð frá miðbæ Los Angeles, en hann verður ekki tilbúinn fyrr en 2019. Þangað til er líklegast að liðið spili á hinum sögufræga Coliseum. Rams þekkir reyndar vel til í Los Angeles og á Coliseum-leikvanginum enda spilaði liðið í borginni frá 1946 til 1994. Liðið varð tvíegis meistari í borginni en það var fyrir samruna NFL og AFL-deildanna og daga Super Bowl. St. Louis Rams varð hins vegar meistari árið 1999 með þá Kurt Warner og Marshall Faulk í aðalhlutverkum.Hlauparinn og nýlðinn Todd Gurley átti frábært tímabil með Rams.Vísir/GettyChargers má koma líka Þrjú lið sóttust eftir því að flytja til Los Angeles og var öðru þeirra, San Diego Chargers, gefinn kostur á því að flytja með Rams og deila vellinum í Inglewood. Chargers þarf að ákveða á næstu vikum hvort það ætli að flytja til Los Angeles strax á þessu ári en annars hefur liðið eitt ár til að taka endanlega ákvörðun. Ef að Chargers vill ekki flytja verður hinu liðinu sem vildi fara, Oakland Raiders, gefinn kostur á að fara til Inglewood. Öll þrjú lið hafa áður spilað í Los Angeles. Þetta eru þó sár vonbrigði fyrir stuðningsmenn Rams í St. Louis en þetta er í annað skipti sem að borgin missir NFL-lið. Það gerðist síðast árið 1988 er Cardinals flutti til Phoenix.Háskólaliðið USC Trojans spilar á LA Coliseum vellinum.Vísir/GettyEigandinn stórtækur í íþróttaheiminum Borgaryfirvöld í St. Louis reyndu allt sem þau gátu til að halda Rams í borginni og lögðu fram áætlun um að byggja nýjan leikvang á besta stað í borginni. Stan Kroenke, eigandi Rams, var hins vegar ákveðinn í að flytja en hann á landið þar sem nýr leikvangur verður byggður í Inglewood. Þess má geta að Kroenke er einnig einn aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, sem og NBA-liðsins Denver Nuggets. Hann á einnig hokkíliðið Colorado Avalanche og MLS-liðið Colorado Rapids.Óvissa hjá Oakland Óvíst er hvað tekur við hjá Oakland Raiders en leigusamningur liðsins við Oakland Coliseum, leikvanginn sem liðið hefur nýtt í borginni, er útrunninn. Borgaryfirvöld í Oakland hafa ekki áhuga á að byggja nýjan leikvang og liggur því ekki fyrir nú hvort að eigendur Raiders sætti sig við að spila áfram í borginni. Raiders hefur deilt leikvanginum í Oakland með hafnaboltaliði borgarinnar og er eina liðið í NFL-deildinni sem gerir það. NFL Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Sjá meira
21 árs bið Los Angeles að fá NFL-lið aftur til borgarinnar er lokið en samþykkt var á fundi eigenda liða í deildinni að Rams flytji frá St. Louis til Los Angeles strax í ár. Nýr leikvangur verður byggður í Inglewood, sem er í um 16 km fjarlægð frá miðbæ Los Angeles, en hann verður ekki tilbúinn fyrr en 2019. Þangað til er líklegast að liðið spili á hinum sögufræga Coliseum. Rams þekkir reyndar vel til í Los Angeles og á Coliseum-leikvanginum enda spilaði liðið í borginni frá 1946 til 1994. Liðið varð tvíegis meistari í borginni en það var fyrir samruna NFL og AFL-deildanna og daga Super Bowl. St. Louis Rams varð hins vegar meistari árið 1999 með þá Kurt Warner og Marshall Faulk í aðalhlutverkum.Hlauparinn og nýlðinn Todd Gurley átti frábært tímabil með Rams.Vísir/GettyChargers má koma líka Þrjú lið sóttust eftir því að flytja til Los Angeles og var öðru þeirra, San Diego Chargers, gefinn kostur á því að flytja með Rams og deila vellinum í Inglewood. Chargers þarf að ákveða á næstu vikum hvort það ætli að flytja til Los Angeles strax á þessu ári en annars hefur liðið eitt ár til að taka endanlega ákvörðun. Ef að Chargers vill ekki flytja verður hinu liðinu sem vildi fara, Oakland Raiders, gefinn kostur á að fara til Inglewood. Öll þrjú lið hafa áður spilað í Los Angeles. Þetta eru þó sár vonbrigði fyrir stuðningsmenn Rams í St. Louis en þetta er í annað skipti sem að borgin missir NFL-lið. Það gerðist síðast árið 1988 er Cardinals flutti til Phoenix.Háskólaliðið USC Trojans spilar á LA Coliseum vellinum.Vísir/GettyEigandinn stórtækur í íþróttaheiminum Borgaryfirvöld í St. Louis reyndu allt sem þau gátu til að halda Rams í borginni og lögðu fram áætlun um að byggja nýjan leikvang á besta stað í borginni. Stan Kroenke, eigandi Rams, var hins vegar ákveðinn í að flytja en hann á landið þar sem nýr leikvangur verður byggður í Inglewood. Þess má geta að Kroenke er einnig einn aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, sem og NBA-liðsins Denver Nuggets. Hann á einnig hokkíliðið Colorado Avalanche og MLS-liðið Colorado Rapids.Óvissa hjá Oakland Óvíst er hvað tekur við hjá Oakland Raiders en leigusamningur liðsins við Oakland Coliseum, leikvanginn sem liðið hefur nýtt í borginni, er útrunninn. Borgaryfirvöld í Oakland hafa ekki áhuga á að byggja nýjan leikvang og liggur því ekki fyrir nú hvort að eigendur Raiders sætti sig við að spila áfram í borginni. Raiders hefur deilt leikvanginum í Oakland með hafnaboltaliði borgarinnar og er eina liðið í NFL-deildinni sem gerir það.
NFL Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn