Samfélagsperlur í vanda Frosti Logason skrifar 14. janúar 2016 07:00 Maður er nánast óvinnufær eftir fréttir þessarar viku. Viðtal við þrjá samviskufanga á Vesturlandi skilur mann eftir nær lamaðan af sorg. Óréttlætið svíður svakalega. Hvernig getur þetta verið niðurstaðan? spyr maður sig. Bankamennirnir voru að vísu fundnir sekir, í fjölskipuðum dómum á tveimur dómstigum, um brot sem voru í dómsorði sögð stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri réttarsögu. Að brotin hefðu verið þaulskipulögð, drýgð af einbeittum ásetningi og eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi. En fyrr má nú vera refsigleðin. Hverju erum við sem samfélag bættari að svipta menn mannsæmandi aðbúnaði og öðrum grunnþörfum. Dvöl fanganna í svokölluðu opnu úrræði Fangelsismálastofnunar virðist vera ein samfelld martröð. Þeir fá ekki vín með matnum. Reiðnámskeið sem þeir höfðu sjálfir skipulagt og fengið heimsent í fangelsið var stöðvað á síðustu stundu. Þeir mega ekki láta almannatengslafyrirtæki sjá um samskipti sín við fangelsismálayfirvöld og þeir þurfa að nota farsíma af gömlu gerðinni, sem ekki eru nettengdir. Hugsið ykkur. Þeir fá einungis internet í borðtölvurnar sínar. Svo til að kóróna niðurlæginguna þá var þekktum alþjóðlegum fjölmiðlamanni sem fjallar um bankahrunið á heimsvísu leyft að kvikmynda í sjálfu fangelsinu sem hýsir viðkomandi bankamenn. Þetta er í raun óskiljanlegt þar sem þrot bankans undir þeirra stjórn var einungis í þriðja sæti á lista yfir stærstu gjaldþrot heimssögunnar. Já, vont er þeirra ranglæti. Sér í lagi ef hugsað er til þess að mennirnir hafa ekkert rangt gert. Þetta er auðvitað allt einhverjum öðrum að kenna. Hvar er réttlætið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun
Maður er nánast óvinnufær eftir fréttir þessarar viku. Viðtal við þrjá samviskufanga á Vesturlandi skilur mann eftir nær lamaðan af sorg. Óréttlætið svíður svakalega. Hvernig getur þetta verið niðurstaðan? spyr maður sig. Bankamennirnir voru að vísu fundnir sekir, í fjölskipuðum dómum á tveimur dómstigum, um brot sem voru í dómsorði sögð stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri réttarsögu. Að brotin hefðu verið þaulskipulögð, drýgð af einbeittum ásetningi og eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi. En fyrr má nú vera refsigleðin. Hverju erum við sem samfélag bættari að svipta menn mannsæmandi aðbúnaði og öðrum grunnþörfum. Dvöl fanganna í svokölluðu opnu úrræði Fangelsismálastofnunar virðist vera ein samfelld martröð. Þeir fá ekki vín með matnum. Reiðnámskeið sem þeir höfðu sjálfir skipulagt og fengið heimsent í fangelsið var stöðvað á síðustu stundu. Þeir mega ekki láta almannatengslafyrirtæki sjá um samskipti sín við fangelsismálayfirvöld og þeir þurfa að nota farsíma af gömlu gerðinni, sem ekki eru nettengdir. Hugsið ykkur. Þeir fá einungis internet í borðtölvurnar sínar. Svo til að kóróna niðurlæginguna þá var þekktum alþjóðlegum fjölmiðlamanni sem fjallar um bankahrunið á heimsvísu leyft að kvikmynda í sjálfu fangelsinu sem hýsir viðkomandi bankamenn. Þetta er í raun óskiljanlegt þar sem þrot bankans undir þeirra stjórn var einungis í þriðja sæti á lista yfir stærstu gjaldþrot heimssögunnar. Já, vont er þeirra ranglæti. Sér í lagi ef hugsað er til þess að mennirnir hafa ekkert rangt gert. Þetta er auðvitað allt einhverjum öðrum að kenna. Hvar er réttlætið?
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun