Peterhansel nær aftur forystunni í Dakar Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2016 11:13 Stephane Peterhansel á leið til forystu í gær. Það eru miklar sviptingar í Dakar þolaksturskeppninni og forysta Carlos Saintz stóð ekki lengi þar sem hann lenti í miklum vandræðum í gær og féll af lista 10 fremstu manna og ekki víst að hann haldi áfram keppni. Carlos Sainz braut gírkassann þegar dagleiðin í gær var langt komin. Flestir ökumenn í gær lentu í vandræðum og Nasser Al-Attiyah velti til dæmis bíl sínum en gat þó haldið áfram. Hann er nú heilum klukkutíma á eftir Peterhansel en samt í öðru sæti. Margir ökumenn töpuðu áttum í sandöldum og áttu erfitt með að finna réttu leiðina útúr þeim. Meðal þeirra var Mikko Hirvonen sem nú er í fjórða sæti en Giniel De Villiers er í því þriðja en tímar þeirra eru 1:12 og 1:25 klukkutímum á eftir Peterhansel. Í fimmta sæti er svo Leeroy Paulter og Ciryl Despres er í því sjötta. Af 10 efstu bílum eru aðeins Peugeot (3), Mini (4) og Toyota (3) bílar. Þrjár dagleiðir eru eftir af keppninni og víst er að enn getur röð efstu manna breyst mikið. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent
Það eru miklar sviptingar í Dakar þolaksturskeppninni og forysta Carlos Saintz stóð ekki lengi þar sem hann lenti í miklum vandræðum í gær og féll af lista 10 fremstu manna og ekki víst að hann haldi áfram keppni. Carlos Sainz braut gírkassann þegar dagleiðin í gær var langt komin. Flestir ökumenn í gær lentu í vandræðum og Nasser Al-Attiyah velti til dæmis bíl sínum en gat þó haldið áfram. Hann er nú heilum klukkutíma á eftir Peterhansel en samt í öðru sæti. Margir ökumenn töpuðu áttum í sandöldum og áttu erfitt með að finna réttu leiðina útúr þeim. Meðal þeirra var Mikko Hirvonen sem nú er í fjórða sæti en Giniel De Villiers er í því þriðja en tímar þeirra eru 1:12 og 1:25 klukkutímum á eftir Peterhansel. Í fimmta sæti er svo Leeroy Paulter og Ciryl Despres er í því sjötta. Af 10 efstu bílum eru aðeins Peugeot (3), Mini (4) og Toyota (3) bílar. Þrjár dagleiðir eru eftir af keppninni og víst er að enn getur röð efstu manna breyst mikið.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent