Peterhansel nær aftur forystunni í Dakar Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2016 11:13 Stephane Peterhansel á leið til forystu í gær. Það eru miklar sviptingar í Dakar þolaksturskeppninni og forysta Carlos Saintz stóð ekki lengi þar sem hann lenti í miklum vandræðum í gær og féll af lista 10 fremstu manna og ekki víst að hann haldi áfram keppni. Carlos Sainz braut gírkassann þegar dagleiðin í gær var langt komin. Flestir ökumenn í gær lentu í vandræðum og Nasser Al-Attiyah velti til dæmis bíl sínum en gat þó haldið áfram. Hann er nú heilum klukkutíma á eftir Peterhansel en samt í öðru sæti. Margir ökumenn töpuðu áttum í sandöldum og áttu erfitt með að finna réttu leiðina útúr þeim. Meðal þeirra var Mikko Hirvonen sem nú er í fjórða sæti en Giniel De Villiers er í því þriðja en tímar þeirra eru 1:12 og 1:25 klukkutímum á eftir Peterhansel. Í fimmta sæti er svo Leeroy Paulter og Ciryl Despres er í því sjötta. Af 10 efstu bílum eru aðeins Peugeot (3), Mini (4) og Toyota (3) bílar. Þrjár dagleiðir eru eftir af keppninni og víst er að enn getur röð efstu manna breyst mikið. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent
Það eru miklar sviptingar í Dakar þolaksturskeppninni og forysta Carlos Saintz stóð ekki lengi þar sem hann lenti í miklum vandræðum í gær og féll af lista 10 fremstu manna og ekki víst að hann haldi áfram keppni. Carlos Sainz braut gírkassann þegar dagleiðin í gær var langt komin. Flestir ökumenn í gær lentu í vandræðum og Nasser Al-Attiyah velti til dæmis bíl sínum en gat þó haldið áfram. Hann er nú heilum klukkutíma á eftir Peterhansel en samt í öðru sæti. Margir ökumenn töpuðu áttum í sandöldum og áttu erfitt með að finna réttu leiðina útúr þeim. Meðal þeirra var Mikko Hirvonen sem nú er í fjórða sæti en Giniel De Villiers er í því þriðja en tímar þeirra eru 1:12 og 1:25 klukkutímum á eftir Peterhansel. Í fimmta sæti er svo Leeroy Paulter og Ciryl Despres er í því sjötta. Af 10 efstu bílum eru aðeins Peugeot (3), Mini (4) og Toyota (3) bílar. Þrjár dagleiðir eru eftir af keppninni og víst er að enn getur röð efstu manna breyst mikið.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent