Árás gerð á hótel í höfuðborg Búrkína Fasó Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. janúar 2016 21:05 Löggæslumenn að störfum í Ouagadougou þegar kosningar fóru fram þar undir lok síðasta árs. VÍSIR/EPA Tvær bílasprengjur sprungu fyrir utan vinsælt hótel í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó, skömmu fyrir klukkan átta þann 15. janúar. Í kjölfarið réðust menn vopnaðir byssum inn á hótelið. Ekki hafa borist tölur um mannfall. Þetta kemur fram á vef BBC. Grímuklæddir menn réðust inn á Splendid hótelið sem er yfirleitt notað af starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna, diplómötum og vestrænum ferðamönnum. Hótelið er fjögurra stjörnu og stendur skammt frá aðalflugvelli landsins. Heimildarmenn Reuters segja að árásarmennirnir, sem voru líklegast fjórir, haldi fólki föngnu inn á hótelinu. Vopnaðir lögreglumenn eru sem stendur fyrir utan hótelið og undirbúa áhlaup. Búrkína Fasó er í miðvesturhluta Afríku og á meðal annars landamæri að Malí en tuttugu féllu í áþekkri árás þar í landi 20. nóvember síðastliðinn. Uppfært 00.20: Utanríkisráðherra landsins, Alpha Barry, hefur staðfest að fólk hafi fallið í árásinni en tala yfir fjölda látinna hefur ekki verið gefin upp. Starfsmaður hótelsins segir í samtali við AFP að fleiri en einn og fleiri en tveir hafi týnt lífinu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en talið er líklegt að Maghreb-armur al-Kaída samtakanna, sem starfar í Norður-Afríku, hafi skipulagt ódæðisverkin. Útgöngubanni hefur verið lýst yfir í Ouagadougou þar til klukkan sex í fyrramálið. Fyrstu lýðræðislegu forsetakosningar landsins fóru fram undir lok síðasta árs eftir að Blaise Compaore, sem hafði verið forseti í 27 ár, var steypt af stóli. Feu a splendid,voitures brulées a cappuccino...armes lourdesPosted by Salif Ouedraogo on Friday, 15 January 2016 Búrkína Fasó Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Sjá meira
Tvær bílasprengjur sprungu fyrir utan vinsælt hótel í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó, skömmu fyrir klukkan átta þann 15. janúar. Í kjölfarið réðust menn vopnaðir byssum inn á hótelið. Ekki hafa borist tölur um mannfall. Þetta kemur fram á vef BBC. Grímuklæddir menn réðust inn á Splendid hótelið sem er yfirleitt notað af starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna, diplómötum og vestrænum ferðamönnum. Hótelið er fjögurra stjörnu og stendur skammt frá aðalflugvelli landsins. Heimildarmenn Reuters segja að árásarmennirnir, sem voru líklegast fjórir, haldi fólki föngnu inn á hótelinu. Vopnaðir lögreglumenn eru sem stendur fyrir utan hótelið og undirbúa áhlaup. Búrkína Fasó er í miðvesturhluta Afríku og á meðal annars landamæri að Malí en tuttugu féllu í áþekkri árás þar í landi 20. nóvember síðastliðinn. Uppfært 00.20: Utanríkisráðherra landsins, Alpha Barry, hefur staðfest að fólk hafi fallið í árásinni en tala yfir fjölda látinna hefur ekki verið gefin upp. Starfsmaður hótelsins segir í samtali við AFP að fleiri en einn og fleiri en tveir hafi týnt lífinu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en talið er líklegt að Maghreb-armur al-Kaída samtakanna, sem starfar í Norður-Afríku, hafi skipulagt ódæðisverkin. Útgöngubanni hefur verið lýst yfir í Ouagadougou þar til klukkan sex í fyrramálið. Fyrstu lýðræðislegu forsetakosningar landsins fóru fram undir lok síðasta árs eftir að Blaise Compaore, sem hafði verið forseti í 27 ár, var steypt af stóli. Feu a splendid,voitures brulées a cappuccino...armes lourdesPosted by Salif Ouedraogo on Friday, 15 January 2016
Búrkína Fasó Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Sjá meira