Erlent

Árás gerð á hótel í höfuðborg Búrkína Fasó

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Löggæslumenn að störfum í Ouagadougou þegar kosningar fóru fram þar undir lok síðasta árs.
Löggæslumenn að störfum í Ouagadougou þegar kosningar fóru fram þar undir lok síðasta árs. VÍSIR/EPA
Tvær bílasprengjur sprungu fyrir utan vinsælt hótel í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó, skömmu fyrir klukkan átta þann 15. janúar. Í kjölfarið réðust menn vopnaðir byssum inn á hótelið. Ekki hafa borist tölur um mannfall. Þetta kemur fram á vef BBC.

Grímuklæddir menn réðust inn á Splendid hótelið sem er yfirleitt notað af starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna, diplómötum og vestrænum ferðamönnum. Hótelið er fjögurra stjörnu og stendur skammt frá aðalflugvelli landsins.

Heimildarmenn Reuters segja að árásarmennirnir, sem voru líklegast fjórir, haldi fólki föngnu inn á hótelinu. Vopnaðir lögreglumenn eru sem stendur fyrir utan hótelið og undirbúa áhlaup. 

Búrkína Fasó er í miðvesturhluta Afríku og á meðal annars landamæri að Malí en tuttugu féllu í áþekkri árás þar í landi 20. nóvember síðastliðinn. 

Uppfært 00.20: Utanríkisráðherra landsins, Alpha Barry, hefur staðfest að fólk hafi fallið í árásinni en tala yfir fjölda látinna hefur ekki verið gefin upp. Starfsmaður hótelsins segir í samtali við AFP að fleiri en einn og fleiri en tveir hafi týnt lífinu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en talið er líklegt að Maghreb-armur al-Kaída samtakanna, sem starfar í Norður-Afríku, hafi skipulagt ódæðisverkin.

Útgöngubanni hefur verið lýst yfir í Ouagadougou þar til klukkan sex í fyrramálið. 

Fyrstu lýðræðislegu forsetakosningar landsins fóru fram undir lok síðasta árs eftir að Blaise Compaore, sem hafði verið forseti í 27 ár, var steypt af stóli. 



Feu a splendid,voitures brulées a cappuccino...armes lourdes

Posted by Salif Ouedraogo on Friday, 15 January 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×