Tekst Cruz að endurheimta beltið sitt í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 17. janúar 2016 20:30 Cruz og Dillashaw í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Aldrei hefur ríkt jafn mikil eftirvænting fyrir bardaga í bantamvigtinni líkt og fyrir bardaga Dominick Cruz og T.J. Dillashaw í kvöld. Dillashaw er með beltið sem Cruz tapaði aldrei en sá síðarnefndi er staðráðinn í að ná beltinu sínu aftur. Dominick Cruz var bantamvigtarmeistari UFC þangað til hann var sviptur beltinu í janúar 2014 vegna þrálátra meiðsla. Á meðan Cruz var meiddur var Renan Barao meistari þangað til T.J. Dillashaw gjörsigraði Barao og varð nýji bantamvigtarmeistarinn. Síðan þá hefur Dillashaw litið afar sannfærandi út í búrinu en að margra mati er hann ekki alvöru meistarinn fyrr en hann sigrar manninn sem tapaði aldrei beltinu - Dominick Cruz. Það er ekki að ástæðulausu sem bardagans er beðið með slíkri eftirvæntingu. Báðir eru þeir frábærir bardagamenn með skemmtilega stíla. Það eru þó skiptar skoðanir hvernig bardaginn mun fara í kvöld enda margar breytur sem hafa þarf í huga.Meiðsli Cruz: Dominick Cruz hefur aðeins barist einu sinni á síðustu fjórum árum. Hann hefur þrívegis slitið krossband (tvisvar á vinstra hné og einu sinni á hægra hné) og er spurning hvernig hann kemur til baka eftir þriðja krossbandsslitið. Verður hann jafn hreyfanlegur og snöggur og áður?Nýtt lið Dillashaw: T.J. Dillashaw varð meistari sem liðsmaður Team Alpha Male. Síðasta haust ákvað hann hins vegar að segja skilið við liðið og hélt til Team Elevation í Colorado. Dillashaw er enn með sama yfirþjálfara, Duane Ludwig, en mun þessi breyting hafa einhver áhrif á Dillashaw?Er Cruz ryðgaður? Dominick Cruz hefur ekkert barist síðan í september 2014 er hann rotaði Takeya Mizugaki á aðeins 61 sekúndu. Mun Cruz vera ryðgaður í kvöld eftir svo langa fjarveru?Hefur sálfræðihernaður Cruz haft áhrif? Dominick Cruz hefur látið Dillashaw líta illa út í viðtölum með hnyttnum ummælum í garð Dillashaw. Á sama tíma hefur Dillashaw átt fá svör og litið kjánalega út. Dillashaw er augljóslega pirraður á ummælum Cruz en mun það hafa áhrif í kvöld?Er Cruz með ný vopn í vopnabúrinu? Vegna meiðsla Cruz höfum við aðeins séð hann berjast í eina mínútu á síðustu fjórum árum. Þrátt fyrir meiðslin gæti Cruz hafa þróað ný vopn sem hann mun sýna í kvöld.Hreyfanleiki gegn hreyfanleika: Bæði Cruz og Dillashaw eru gríðarlega hreyfanlegir og fá afar fá högg í sig. Það má líkja þeim við töframenn sem blekkja og plata mótherjana sína með hreyfanleika sínum en hvernig mun það virka gegn öðrum töframanni sem er að gera hið sama? Þetta er bara brot af þeim fjölmörgu breytum sem geta spilað inn í bardaga kvöldsins. Það er því ekki að ástæðulausu sem eftirvæntingin fyrir bardaganum er jafn mikil og raun ber vitni. Það verða fjórir bardagar á dagskrá í kvöld á Stöð 2 Sport. Auk Cruz-Dillashaw má sjá fyrrum léttvigtarmeistarann Anthony Pettis mæta Eddie Alvarez. Þá mun kærasti Rondu Rousey, Travis Browne, mæta Matt Mitrione í skemmtilegum þungavigtarslag. Bein útsending frá bardagakvöldinu hefst kl 3 í nótt á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sjá meira
Aldrei hefur ríkt jafn mikil eftirvænting fyrir bardaga í bantamvigtinni líkt og fyrir bardaga Dominick Cruz og T.J. Dillashaw í kvöld. Dillashaw er með beltið sem Cruz tapaði aldrei en sá síðarnefndi er staðráðinn í að ná beltinu sínu aftur. Dominick Cruz var bantamvigtarmeistari UFC þangað til hann var sviptur beltinu í janúar 2014 vegna þrálátra meiðsla. Á meðan Cruz var meiddur var Renan Barao meistari þangað til T.J. Dillashaw gjörsigraði Barao og varð nýji bantamvigtarmeistarinn. Síðan þá hefur Dillashaw litið afar sannfærandi út í búrinu en að margra mati er hann ekki alvöru meistarinn fyrr en hann sigrar manninn sem tapaði aldrei beltinu - Dominick Cruz. Það er ekki að ástæðulausu sem bardagans er beðið með slíkri eftirvæntingu. Báðir eru þeir frábærir bardagamenn með skemmtilega stíla. Það eru þó skiptar skoðanir hvernig bardaginn mun fara í kvöld enda margar breytur sem hafa þarf í huga.Meiðsli Cruz: Dominick Cruz hefur aðeins barist einu sinni á síðustu fjórum árum. Hann hefur þrívegis slitið krossband (tvisvar á vinstra hné og einu sinni á hægra hné) og er spurning hvernig hann kemur til baka eftir þriðja krossbandsslitið. Verður hann jafn hreyfanlegur og snöggur og áður?Nýtt lið Dillashaw: T.J. Dillashaw varð meistari sem liðsmaður Team Alpha Male. Síðasta haust ákvað hann hins vegar að segja skilið við liðið og hélt til Team Elevation í Colorado. Dillashaw er enn með sama yfirþjálfara, Duane Ludwig, en mun þessi breyting hafa einhver áhrif á Dillashaw?Er Cruz ryðgaður? Dominick Cruz hefur ekkert barist síðan í september 2014 er hann rotaði Takeya Mizugaki á aðeins 61 sekúndu. Mun Cruz vera ryðgaður í kvöld eftir svo langa fjarveru?Hefur sálfræðihernaður Cruz haft áhrif? Dominick Cruz hefur látið Dillashaw líta illa út í viðtölum með hnyttnum ummælum í garð Dillashaw. Á sama tíma hefur Dillashaw átt fá svör og litið kjánalega út. Dillashaw er augljóslega pirraður á ummælum Cruz en mun það hafa áhrif í kvöld?Er Cruz með ný vopn í vopnabúrinu? Vegna meiðsla Cruz höfum við aðeins séð hann berjast í eina mínútu á síðustu fjórum árum. Þrátt fyrir meiðslin gæti Cruz hafa þróað ný vopn sem hann mun sýna í kvöld.Hreyfanleiki gegn hreyfanleika: Bæði Cruz og Dillashaw eru gríðarlega hreyfanlegir og fá afar fá högg í sig. Það má líkja þeim við töframenn sem blekkja og plata mótherjana sína með hreyfanleika sínum en hvernig mun það virka gegn öðrum töframanni sem er að gera hið sama? Þetta er bara brot af þeim fjölmörgu breytum sem geta spilað inn í bardaga kvöldsins. Það er því ekki að ástæðulausu sem eftirvæntingin fyrir bardaganum er jafn mikil og raun ber vitni. Það verða fjórir bardagar á dagskrá í kvöld á Stöð 2 Sport. Auk Cruz-Dillashaw má sjá fyrrum léttvigtarmeistarann Anthony Pettis mæta Eddie Alvarez. Þá mun kærasti Rondu Rousey, Travis Browne, mæta Matt Mitrione í skemmtilegum þungavigtarslag. Bein útsending frá bardagakvöldinu hefst kl 3 í nótt á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sjá meira