Loreen flytur Euphoria í Laugardalshöll Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2016 07:00 Loreen vann Eurovision árið 2012 og er atriðið mörgum í fersku minni en þau Greta Salome og Jónsi fóru út fyrir Íslands hönd árið 2013 og fluttu lagið Never Forget sem hafnaði í tuttugasta sæti. Vísir/Getty Sænska söngkonan og Eurovision-stjarnan Loreen kemur til landsins 19. febrúar næstkomandi og stígur á svið á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Loreen mun að sjálfsögðu flytja sigurlag sitt frá árinu 2012, Euphoria. Öllu verður tjaldað til í keppninni þar sem þrjátíu ár eru liðin frá því Íslendingar tóku fyrst þátt í Eurovision með laginu Gleðibankinn í flutningi Icy tríósins, sem var skipað þeim Eiríki Haukssyni, Helgu Möller og Pálma Gunnarssyni. Lagið hlaut 19 stig og endaði í sextánda sæti í keppninni sem fram fór í Bergen í Noregi. Líkt og áður sagði vann Loreen Eurovision árið 2012 með afgerandi hætti en lagið fékk 372 stig og var gefið fullt hús stiga frá 18 löndum af 41 sem gaf stig. Lagið náði miklum vinsældum hér á landi. „Það er eitthvað sérstakt sem þetta lag gerir. Það er líka svolítið skemmtileg að þetta náði út fyrir hópinn sem hefur verið talinn svona til Eurovision-áhugamanna. Þetta varð miklu, miklu stærra,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar í ár. Flutningurinn á sviðinu vakti ekki síður athygli en þar steig Loreen berfætt tilfinningaþrunginn dans. Þegar síga tók á seinni hluta atriðisins gekk karldansari til liðs við Loreen á sviðinu og stigu þau trylltan dans saman. Því liggur beint við að spyrja Heru hvort dansarinn komi til með að fylgja Loreen til landsins. „Hún verður nú reyndar ein á sviðinu,“ segir Hera hlæjandi og bætir við að þó eigi enn eftir að fara í endanlega útfærslu á atriðinu. Það verður nóg um góða gesti á úrslitakvöldinu því söngkonan Sandra Kim kemur einnig fram en hún vann keppnina fyrir hönd Belgíu árið 1986 með laginu J’aime la vie. Athygli vakti að Sandra Kim var einungis þrettán ára gömul þegar hún sigraði en hún er enn þann dag í dag yngsti sigurvegari keppninnar og mun hún flytja sigurlag sitt á úrslitakvöldinu. Auk þess munu þeir Sturla Atlas, Logi Pedro og Unnsteinn Manuel, eða 101 Boys, flytja sína eigin útgáfu af Gleðibankanum og Högni Egilsson kemur einnig fram en mikil leynd hvílir yfir því hvaða lag hann mun flytja – þó er ljóst að það sver sig að einhverju leyti í Eurovision-ættina. „Við ætlum að halda upp á þetta stórafmæli þannig að við tökum þetta skrefinu lengra í ár,“ segir Hera en úrslitakeppninni verður streymt beint á aðal Eurovision-vefsíðunni og segir Hera aðstandendur keppninnar strax farna að finna fyrir áhuga erlendra gesta sem vilja vera viðstaddir. Eurovision-áhugi Íslendinga er óumdeilanlegur og skapast jafnan mikil umræða um keppnina. „Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir áhugann, þó svo að keppnin sé alltaf umdeild á margan hátt. Fólk elskar að hata og hatar að elska þessa keppni,“ segir Hera glöð í bragði. „Það er það sem gerir þetta skemmtilegt.“ Úrslitakeppnin fer fram 20. febrúar í Laugardalshöll og eru tólf lög í forkeppninni. Miða á keppnina, sem og undankeppnirnar tvær, sem fram fara 6. og 13. febrúar í Háskólabíói, má nálgast á Tix.is og hefst miðasalan á morgun. Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Sandra Kim syngur á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins Yngsti sigurvegari Eurovision. 16. janúar 2016 18:33 Hlustaðu á lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2016 Tólf lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision. 15. janúar 2016 14:19 Vísir frumsýnir myndband við Eurovision-lagið Ég sé þig Í dag opinberaði RÚV þau tólf lög sem munu keppa um að verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í vor. 15. janúar 2016 15:45 Nánast nóg að komast inn í forkeppnina Júlí Heiðar Halldórsson er einn af þátttakendum í íslensku forkeppni Eurovision í ár með lagið Spring yfir heiminn. Glenn Schick masterar lagið en hann hefur unnið með Justin Bieber og Elton John. 11. janúar 2016 09:00 Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Sænska söngkonan og Eurovision-stjarnan Loreen kemur til landsins 19. febrúar næstkomandi og stígur á svið á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Loreen mun að sjálfsögðu flytja sigurlag sitt frá árinu 2012, Euphoria. Öllu verður tjaldað til í keppninni þar sem þrjátíu ár eru liðin frá því Íslendingar tóku fyrst þátt í Eurovision með laginu Gleðibankinn í flutningi Icy tríósins, sem var skipað þeim Eiríki Haukssyni, Helgu Möller og Pálma Gunnarssyni. Lagið hlaut 19 stig og endaði í sextánda sæti í keppninni sem fram fór í Bergen í Noregi. Líkt og áður sagði vann Loreen Eurovision árið 2012 með afgerandi hætti en lagið fékk 372 stig og var gefið fullt hús stiga frá 18 löndum af 41 sem gaf stig. Lagið náði miklum vinsældum hér á landi. „Það er eitthvað sérstakt sem þetta lag gerir. Það er líka svolítið skemmtileg að þetta náði út fyrir hópinn sem hefur verið talinn svona til Eurovision-áhugamanna. Þetta varð miklu, miklu stærra,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar í ár. Flutningurinn á sviðinu vakti ekki síður athygli en þar steig Loreen berfætt tilfinningaþrunginn dans. Þegar síga tók á seinni hluta atriðisins gekk karldansari til liðs við Loreen á sviðinu og stigu þau trylltan dans saman. Því liggur beint við að spyrja Heru hvort dansarinn komi til með að fylgja Loreen til landsins. „Hún verður nú reyndar ein á sviðinu,“ segir Hera hlæjandi og bætir við að þó eigi enn eftir að fara í endanlega útfærslu á atriðinu. Það verður nóg um góða gesti á úrslitakvöldinu því söngkonan Sandra Kim kemur einnig fram en hún vann keppnina fyrir hönd Belgíu árið 1986 með laginu J’aime la vie. Athygli vakti að Sandra Kim var einungis þrettán ára gömul þegar hún sigraði en hún er enn þann dag í dag yngsti sigurvegari keppninnar og mun hún flytja sigurlag sitt á úrslitakvöldinu. Auk þess munu þeir Sturla Atlas, Logi Pedro og Unnsteinn Manuel, eða 101 Boys, flytja sína eigin útgáfu af Gleðibankanum og Högni Egilsson kemur einnig fram en mikil leynd hvílir yfir því hvaða lag hann mun flytja – þó er ljóst að það sver sig að einhverju leyti í Eurovision-ættina. „Við ætlum að halda upp á þetta stórafmæli þannig að við tökum þetta skrefinu lengra í ár,“ segir Hera en úrslitakeppninni verður streymt beint á aðal Eurovision-vefsíðunni og segir Hera aðstandendur keppninnar strax farna að finna fyrir áhuga erlendra gesta sem vilja vera viðstaddir. Eurovision-áhugi Íslendinga er óumdeilanlegur og skapast jafnan mikil umræða um keppnina. „Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir áhugann, þó svo að keppnin sé alltaf umdeild á margan hátt. Fólk elskar að hata og hatar að elska þessa keppni,“ segir Hera glöð í bragði. „Það er það sem gerir þetta skemmtilegt.“ Úrslitakeppnin fer fram 20. febrúar í Laugardalshöll og eru tólf lög í forkeppninni. Miða á keppnina, sem og undankeppnirnar tvær, sem fram fara 6. og 13. febrúar í Háskólabíói, má nálgast á Tix.is og hefst miðasalan á morgun.
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Sandra Kim syngur á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins Yngsti sigurvegari Eurovision. 16. janúar 2016 18:33 Hlustaðu á lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2016 Tólf lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision. 15. janúar 2016 14:19 Vísir frumsýnir myndband við Eurovision-lagið Ég sé þig Í dag opinberaði RÚV þau tólf lög sem munu keppa um að verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í vor. 15. janúar 2016 15:45 Nánast nóg að komast inn í forkeppnina Júlí Heiðar Halldórsson er einn af þátttakendum í íslensku forkeppni Eurovision í ár með lagið Spring yfir heiminn. Glenn Schick masterar lagið en hann hefur unnið með Justin Bieber og Elton John. 11. janúar 2016 09:00 Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Sandra Kim syngur á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins Yngsti sigurvegari Eurovision. 16. janúar 2016 18:33
Hlustaðu á lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2016 Tólf lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision. 15. janúar 2016 14:19
Vísir frumsýnir myndband við Eurovision-lagið Ég sé þig Í dag opinberaði RÚV þau tólf lög sem munu keppa um að verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í vor. 15. janúar 2016 15:45
Nánast nóg að komast inn í forkeppnina Júlí Heiðar Halldórsson er einn af þátttakendum í íslensku forkeppni Eurovision í ár með lagið Spring yfir heiminn. Glenn Schick masterar lagið en hann hefur unnið með Justin Bieber og Elton John. 11. janúar 2016 09:00
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp