Fullkominn forseti fundinn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 19. janúar 2016 07:00 Ég hef reynt að lesa þjóðarsálina til þess að finna hentugan arftaka Ólafs Ragnars. Ég held ég hafi komið auga á einn sem myndi gera Ísland gott á ný. Hann yrði ekki lengi að leggja niður þessi listamannalaun og benda okkur á að bókmenntir eru lúxus sem vera má án enda nóg til af bloggi að lesa, sem þar að auki er skrifað í sjálfboðavinnu. Slagorðin myndi ekki vanta: „Hef ekki lyst á list sem stendur ekki undir sér“ og „Enginn sjónarsviptir að Sjón“. Hann myndi líka benda Rithöfundasambandinu á hversu óhagkvæmt það er að skrifa meistaraverk á borð við Konuna við þúsund gráður á tungumáli sem rétt um þrjú hundruð þúsund manns lesa. Hann myndi binda enda á allt röfl um RÚV, leggja það niður og benda mönnum á að ef þeim er svo annt um það geti þeir komið slíku útvarpi á laggirnar sjálfir. Stórfyrirtæki gætu eflaust hlaupið undir bagga. Hann myndi svo fara í það gustukaverk með Gísla Marteini að flytja fólk suður frá þeim byggðum sem óhagkvæmar eru í rekstri. Hann hvetti til þess að enska yrði tekin upp hér á landi enda lítill hagnaður af hinni ylhýru. Síðan mætti nýta múrinn sem Ægir hefur girt um landið. Okkar mann hefur nefnilega lengi langað í múr. Á honum mætti þó hafa hurð og við hana stæði Hannes Hólmsteinn til að vísa auðnuleysingjunum frá. Hann myndi finna stórfyrirtæki til að byggja og reka nýjan spítala enda núverandi ríkisstjórn búin að hafa mikið fyrir því að sýna fram á að ríkið er ófært um slíkt. Ísland færi að græða á ný Það skemmir ekki fyrir að hárgreiðsla okkar manns er með slíkum ólíkindum að við myndum ekki taka eftir því að Ólafur Ragnar væri farinn. Dömur mínar og herrar, leyfið mér að kynna, Donald Trump, gjörið svo vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Ég hef reynt að lesa þjóðarsálina til þess að finna hentugan arftaka Ólafs Ragnars. Ég held ég hafi komið auga á einn sem myndi gera Ísland gott á ný. Hann yrði ekki lengi að leggja niður þessi listamannalaun og benda okkur á að bókmenntir eru lúxus sem vera má án enda nóg til af bloggi að lesa, sem þar að auki er skrifað í sjálfboðavinnu. Slagorðin myndi ekki vanta: „Hef ekki lyst á list sem stendur ekki undir sér“ og „Enginn sjónarsviptir að Sjón“. Hann myndi líka benda Rithöfundasambandinu á hversu óhagkvæmt það er að skrifa meistaraverk á borð við Konuna við þúsund gráður á tungumáli sem rétt um þrjú hundruð þúsund manns lesa. Hann myndi binda enda á allt röfl um RÚV, leggja það niður og benda mönnum á að ef þeim er svo annt um það geti þeir komið slíku útvarpi á laggirnar sjálfir. Stórfyrirtæki gætu eflaust hlaupið undir bagga. Hann myndi svo fara í það gustukaverk með Gísla Marteini að flytja fólk suður frá þeim byggðum sem óhagkvæmar eru í rekstri. Hann hvetti til þess að enska yrði tekin upp hér á landi enda lítill hagnaður af hinni ylhýru. Síðan mætti nýta múrinn sem Ægir hefur girt um landið. Okkar mann hefur nefnilega lengi langað í múr. Á honum mætti þó hafa hurð og við hana stæði Hannes Hólmsteinn til að vísa auðnuleysingjunum frá. Hann myndi finna stórfyrirtæki til að byggja og reka nýjan spítala enda núverandi ríkisstjórn búin að hafa mikið fyrir því að sýna fram á að ríkið er ófært um slíkt. Ísland færi að græða á ný Það skemmir ekki fyrir að hárgreiðsla okkar manns er með slíkum ólíkindum að við myndum ekki taka eftir því að Ólafur Ragnar væri farinn. Dömur mínar og herrar, leyfið mér að kynna, Donald Trump, gjörið svo vel.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun