Viðskipti erlent

Hagvöxtur í Kína ekki verið minni í 25 ár

Hagvöxtur í Kína á síðasta ári var 6,9 prósent, samanborið við 7,3 prósent árið áður. Vöxturinn í fyrra var sá hægasti í landinu í tuttugu og fimm ár. Vöxtur kínversks efnahagslíf skiptir gríðarlegu máli fyrir fjárfesta um allan heim og því eru menn á nálum yfir því að vélin sé að hægja á sér.

Opinbera hagvaxtarmarkmiðið er sjö prósent en forsætisráðherra landsins hefur þó lýst því yfir að minni vöxtur sé ásættanlegur, svo lengi sem ný störf skapist í staðinn. Sumir sérfræðingar eru þó áhyggjufullir og vilja meina að vöxturinn sé í raun mun minni en opinberar tölur gefi til kynna, en yfirvöld í Beijing neita þeim ásökunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×