Viðskipti erlent

Twitter-sjúkir sakna Twitter sem liggur niðri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þessi skilaboð taka á móti þeim sem fara inn á Twitter í morgun.
Þessi skilaboð taka á móti þeim sem fara inn á Twitter í morgun.
Notendur Twitter hafa ekki getað komist inn á samfélagsmiðilinn í morgun og mun tæknilegum örðugleikum vera um að kenna. Vandamálið nær ekki aðeins til Íslands heldur liggur vefurinn niðri um heim allan.

Hvorki er hægt að komast á Twitter í gegnum tölvu né snjallsíma og eru vafalítið margir notendur hér á landi sem sakna þess að geta ekki komist á miðilinn og deilt skoðunum sínum.

Twitter var stofnað árið 2006 og eru virkir notendur rúmlega 300 milljónir. Fjölmargir nota miðilinn sem fréttaveitu en á Twitter verður fólk að tjá skoðun sína í 140 stafabilum per færslu.

Vísir deilir helstu fréttum á Twitter en eðli málsins samkvæmt er lítið um að vera þessa stundina enda kemst enginn á Twitter.

Uppfært klukkan 11:10

Notendur Twitter geta tekið gleði sína á ný því miðilinn er kominn í loftið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×