Fyrsti Stöð 2 Sport tvíhöfði vetrarins í Hólminum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2016 14:15 Landsliðskonurnar Bryndís Guðmundsdóttir og Jóhann Björk Sveinsdóttir munu ekkert gefa eftir í kvöld. Vísir/Stefán Stöð 2 Sport mun sýna tvo leiki í beinni útsendingu frá leik í Domino´s deildunum í kvöld en þá er á dagskrá tvíhöfði í Stykkishólmi. Fyrri leikurinn er toppslagur Snæfells og Hauka í Domino´s deild kvenna en seinni leikurinn er leikur Snæfells og Hattar í Domino´s deild karla en þau lið eru bæði að berjast á hinum enda töflunnar. Þetta verður fyrsti Stöð 2 Sport tvíhöfðinn frá Domino´s deildunum í vetur en sýndir hafa verið leikir úr öllum umferðum á þessu tímabili, bæði hjá körlum og konum.Kvennalið Snæfells og Hauka mætast klukkan 18.00 en þetta er einn af úrslitaleikjunum um deildarmeistaratitilinn hjá konunum. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar og hafa hvort um sig unnið einn innbyrðisleik í vetur. Snæfell vann tíu stiga sigur á Haukum þegar liðin mættust í Stykkishólmi fyrir áramót en það er eini tapleikur Haukakvenna í deildinni. Haukar hafa styrkt sig síðan þá en í liðinu nú er Chelsie Alexa Schweers sem er stigahæsti leikmaður deildarinnar. Snæfellskonur hafa unnið alla sjö heimaleiki sína á tímabilinu og eru erfiðar heima að sækja í Hólminn. Það má því búast við spennuleik í kvöld.Strax á eftir kvennaleiknum mætast síðan Snæfell og Höttur í fjórtándu umferð Domino´s deildar karla en sá leikur hefst klukkan 20.15. Höttur er í neðsta sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Snæfelli sem situr í síðasta örugga sætinu eins og er. Snæfell vann fyrri leik liðanna með tveimur stigum á dramatískri sigurkörfu Sherrod Nigel Wright en hann skoraði hana fyrir utan þriggja stiga línuna og rétt áður en lokaflautan gall. Einn af síðustu möguleikum Hattar á að halda sér í deildinni er að vinna þennan leik. Tapi Höttur leiknum verða þeir nefnilega tíu stigum á eftir Snæfelli og alltaf með verri stöðu í innbyrðisleikjum. Höttur hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu og liðið er búið að tapa öllum sex útileikjum sínum til þessa. Fyrri leikur liðanna vannst eins og áður sagði á mjög dramatískan hátt og það má búast við öðrum spennuleik í kvöld. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
Stöð 2 Sport mun sýna tvo leiki í beinni útsendingu frá leik í Domino´s deildunum í kvöld en þá er á dagskrá tvíhöfði í Stykkishólmi. Fyrri leikurinn er toppslagur Snæfells og Hauka í Domino´s deild kvenna en seinni leikurinn er leikur Snæfells og Hattar í Domino´s deild karla en þau lið eru bæði að berjast á hinum enda töflunnar. Þetta verður fyrsti Stöð 2 Sport tvíhöfðinn frá Domino´s deildunum í vetur en sýndir hafa verið leikir úr öllum umferðum á þessu tímabili, bæði hjá körlum og konum.Kvennalið Snæfells og Hauka mætast klukkan 18.00 en þetta er einn af úrslitaleikjunum um deildarmeistaratitilinn hjá konunum. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar og hafa hvort um sig unnið einn innbyrðisleik í vetur. Snæfell vann tíu stiga sigur á Haukum þegar liðin mættust í Stykkishólmi fyrir áramót en það er eini tapleikur Haukakvenna í deildinni. Haukar hafa styrkt sig síðan þá en í liðinu nú er Chelsie Alexa Schweers sem er stigahæsti leikmaður deildarinnar. Snæfellskonur hafa unnið alla sjö heimaleiki sína á tímabilinu og eru erfiðar heima að sækja í Hólminn. Það má því búast við spennuleik í kvöld.Strax á eftir kvennaleiknum mætast síðan Snæfell og Höttur í fjórtándu umferð Domino´s deildar karla en sá leikur hefst klukkan 20.15. Höttur er í neðsta sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Snæfelli sem situr í síðasta örugga sætinu eins og er. Snæfell vann fyrri leik liðanna með tveimur stigum á dramatískri sigurkörfu Sherrod Nigel Wright en hann skoraði hana fyrir utan þriggja stiga línuna og rétt áður en lokaflautan gall. Einn af síðustu möguleikum Hattar á að halda sér í deildinni er að vinna þennan leik. Tapi Höttur leiknum verða þeir nefnilega tíu stigum á eftir Snæfelli og alltaf með verri stöðu í innbyrðisleikjum. Höttur hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu og liðið er búið að tapa öllum sex útileikjum sínum til þessa. Fyrri leikur liðanna vannst eins og áður sagði á mjög dramatískan hátt og það má búast við öðrum spennuleik í kvöld.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira