Viðskipti erlent

Spá 3,4 prósent hagvexti á árinu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Christine Lagarde er framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Christine Lagarde er framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Vísir/EPA
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir árið um 0,2 prósent og spáir 3,4 prósent hagvexti á árinu. AGS spáir 3,6 prósent hagvexti árið 2017. Þetta kemur fram í nýju World Economic Outlook.

AGS spáir því að hagvöxtur í Kína muni dragast saman og vera um 6,3 prósent á árinu sem er í takt við hagvaxtartölur frá Pekíng sem birtust fyrr í dag. Þar kom fram að hagvöxtur hefði ekki mælst lægri í aldarfjórðung.

 


Tengdar fréttir

Hagvöxtur í Kína ekki verið minni í 25 ár

Hagvöxtur í Kína á síðasta ári var 6,9 prósent, samanborið við 7,3 prósent árið áður. Vöxturinn í fyrra var sá hægasti í landinu í tuttugu og fimm ár. Vöxtur kínversks efnahagslíf skiptir gríðarlegu máli fyrir fjárfesta um allan heim og því eru menn á nálum yfir því að vélin sé að hægja á sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×