Andri Snær gaf út eina bók á tæpum tíu árum Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2016 11:00 Andri Snær bendir á ónákvæmni í fyrirsögn Vísis á föstudag og ljúft og skylt er að koma á framfæri leiðréttingu, þó málið sé ekki alveg klippt og skorið. visir/stefán Andra Snæ Magnasyni þykir að sér vegið með fyrirsögn samantektar sem Vísir birti á föstudaginn: Ein bók frá Andra Snæ á síðustu tíu árum. Mistök voru gerð við útreikninga sem tengjast framsetningu á samantekt á afköstum rithöfunda og er fyrirsögnin röng. Andri Snær bendir á að bók hans Draumalandið hafi komið út í mars árið 2006 og því sé hún innan tíu ára rammans, níu ár og tíu mánuðir eru liðnir síðan Draumalandið kom út. Ljúft og skylt er að koma á framfæri leiðréttingu er þetta varðar, og er Andri Snær undanbragðalaust beðinn velvirðingar á ónákvæmninni. Til nánari útskýringar er samantektin framhald á nýlegri úttekt Fréttablaðsins sem snýst um hverjir hafi fengið flestum mánuðum úthlutuðum á undanförnum áratug. Viðmiðin eru þau sömu og miðað við verk útgefin á árinu 2007 og svo til vorra daga. Listamannalaunum er úthlutað í upphafi hvers árs. Á árunum 2004 til 2006 var Andri Snær á listamannalaunum í tvö og hálft ár. Þá er og vert að hafa hugfast að forsenda samantektarinnar eru orð framkvæmdastjóra stjórnar Listmannalauna, ítrekuð, að úthlutað sé á forsendum tiltekinna verkefna og verði umsóknir og/eða framleiðniskýrslur að liggja til grundvallar.Röng og popúlísk umfjöllunGagnrýni Andra Snæs er reyndar þríþætt og hefur hann komið henni rækilega á framfæri á Facebook um liðna helgina, meðal annars á Facebook-síðu Þorleifs Arnar leikstjóra hvar blaðamaður samantektarinnar var merktur til leiks: „Þetta stenst ekki stærðfræðilega því miður og heldur ekki samhengi vegna þess að þetta fjallar ekki um bækur - og þar af leiðandi er leikskáldum mismunað, eins gott að tímakistan var ekki leikrit - þetta eru bara mistök í framsetningu og fljótfærnisleg vinnubrögð Jakob Bjarnar Gretarsson, Andri Snær gaf út tvær bækur og tvö leikrit og gerði auk þess handrit að heimildarmynd með Þorfinni Guðnasyni sem þeir leikstýrðu saman og fengu Eddu fyrir.“Tvær bækur á 13 árumHér er óhjákvæmilegt að gera athugasemdir – svo allrar sanngirni sé gætt. Andri Snær vill meina að þetta sé ekki bara röng framsetning heldur einnig „populísk“. Samantektin fjallar um útgefna titla á sviði skáldsagnagerðar, ljóðlistar og smásagna.Ljóðasmygl og skáldarán (1995)Bónusljóð (1996)Engar smá sögur (1996)Sagan af bláa hnettinum (1999)LoveStar (2002)Bónusljóð 33% meira (2003)Draumalandið - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð (2006)Tímakistan (2013) Árið 2002 kom LoveStar út og svo, ef aukin endurútgáfa Bónusljóða er undanskilin og því er nákvæmt að segja að Andri Snær hafi sent frá sér tvær bækur á 13 árum.Leikritun utan efnisÍ samantektinni var rækilega tekið fram að ekki væri litið til leikritunar. Þetta er meðal annars vegna þess að leikritun nýtur styrkja úr þar til gerðum sjóðum og njóta stuðnings leikhúsanna. Leikritunin var því algerlega utan efnis en Andri Snær telur vert að nefna hana til sögunnar. Vísir hefur vitaskuld engan áhuga á því að halda afrekum hans á þessu sviði leyndum, þó utan efnis hafi verið. Á umræddu tímabili litu dagsins ljós úr ranni Andra Snæs og Þorleifs Arnarsonar leikritin Eilíf Hamingja og Eilíf Óhamingja. Þessi verkefni nutu styrkja sem ætlaðir voru til leiklistarstarfsemi 2005 - atvinnuleikhópar. Í það minnsta segir svo frá í tilkynningu menntamálaráðuneytisins: „Hið lifandi leikhús- 1,8 millj. kr. til uppsetningar á nýju íslensku leikriti „Eilíf hamingja“, eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og fleiri.“ Í samsvarandi tilkynningu frá ráðuneytinu um styrki til leiklistarstarfsemi 2009: „Hið lifandi leikhús / Þorleifur Örn Arnarsson o. fl. 5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Eilíf óhamingja.“ Fastlega má gera ráð fyrir því að aðrir aðilar hafi einnig komið að fjármögnun þessara verkefna. Leikrit Andra Snæs nutu þannig styrkja en sú var einmitt ástæða þess að leikritun var utan efnis í samantekt um afköst rithöfunda á forsendum rithöfundasjóðsins.Verðlaunuð verkAndri Snær nefnir að rétt hefði verið að taka fram afrek hans á sviði kvikmyndagerðar einnig. Það er algerlega utan efnis og ætla má, án þess að hér sé farið í saumana á því, að fjármögnun þeirra verkefna hafi farið fram á allt öðrum vettvangi en rithöfundasjóðsins. Og má reyndar spyrja hvers vegna Andri Snær er á rithöfundalaunum á sama tíma og hann var að sinna allt annarri listgyðju. Andri Snær nefnir líka að vert sé að nefna verðlaun í tengslum við útgáfu verka sinna, Eddu fyrir Draumalandið. Andri Snær er margverðlaunaður rithöfundur og má sjá yfirlit yfir verðlaun hans til að mynda á Wikipedia. Honum hefur nánast hlotnast verðlaun fyrir öll sín verk; þrívegis fengið íslensku bókmenntaverðlaunin, fyrir Söguna af Bláa Hnettinum, Draumalandið og Tímakistuna. Og svo dæmi sé tekið hlaut hann eftirtektarverð verðlaun frá Alfred Toepfer stofnuninni í Hamborg, Kairos verðlaunin árið 2010, en verðlaunaféð nam 75.000 evrum eða rúmum 13 milljónum íslenskra króna á gengi þess tíma. Þó ástæðulaust sé að biðja Andra Snæ velvirðingar á því að hafa ekki tíundað verk og viðurkenningar sem voru algerlega utan efnis umræddrar samantektar, þá er sjálfsagt að nefna þetta til sögunnar, fyrst vísað er sérstaklega til þess og haft til marks um popúlískan fréttaflutning. Tengdar fréttir Ein bók frá Andra Snæ á síðustu tíu árum Listmannalaun eru verkefnatengd – hvað erum við að fá fyrir peninginn? 15. janúar 2016 13:04 Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Andra Snæ Magnasyni þykir að sér vegið með fyrirsögn samantektar sem Vísir birti á föstudaginn: Ein bók frá Andra Snæ á síðustu tíu árum. Mistök voru gerð við útreikninga sem tengjast framsetningu á samantekt á afköstum rithöfunda og er fyrirsögnin röng. Andri Snær bendir á að bók hans Draumalandið hafi komið út í mars árið 2006 og því sé hún innan tíu ára rammans, níu ár og tíu mánuðir eru liðnir síðan Draumalandið kom út. Ljúft og skylt er að koma á framfæri leiðréttingu er þetta varðar, og er Andri Snær undanbragðalaust beðinn velvirðingar á ónákvæmninni. Til nánari útskýringar er samantektin framhald á nýlegri úttekt Fréttablaðsins sem snýst um hverjir hafi fengið flestum mánuðum úthlutuðum á undanförnum áratug. Viðmiðin eru þau sömu og miðað við verk útgefin á árinu 2007 og svo til vorra daga. Listamannalaunum er úthlutað í upphafi hvers árs. Á árunum 2004 til 2006 var Andri Snær á listamannalaunum í tvö og hálft ár. Þá er og vert að hafa hugfast að forsenda samantektarinnar eru orð framkvæmdastjóra stjórnar Listmannalauna, ítrekuð, að úthlutað sé á forsendum tiltekinna verkefna og verði umsóknir og/eða framleiðniskýrslur að liggja til grundvallar.Röng og popúlísk umfjöllunGagnrýni Andra Snæs er reyndar þríþætt og hefur hann komið henni rækilega á framfæri á Facebook um liðna helgina, meðal annars á Facebook-síðu Þorleifs Arnar leikstjóra hvar blaðamaður samantektarinnar var merktur til leiks: „Þetta stenst ekki stærðfræðilega því miður og heldur ekki samhengi vegna þess að þetta fjallar ekki um bækur - og þar af leiðandi er leikskáldum mismunað, eins gott að tímakistan var ekki leikrit - þetta eru bara mistök í framsetningu og fljótfærnisleg vinnubrögð Jakob Bjarnar Gretarsson, Andri Snær gaf út tvær bækur og tvö leikrit og gerði auk þess handrit að heimildarmynd með Þorfinni Guðnasyni sem þeir leikstýrðu saman og fengu Eddu fyrir.“Tvær bækur á 13 árumHér er óhjákvæmilegt að gera athugasemdir – svo allrar sanngirni sé gætt. Andri Snær vill meina að þetta sé ekki bara röng framsetning heldur einnig „populísk“. Samantektin fjallar um útgefna titla á sviði skáldsagnagerðar, ljóðlistar og smásagna.Ljóðasmygl og skáldarán (1995)Bónusljóð (1996)Engar smá sögur (1996)Sagan af bláa hnettinum (1999)LoveStar (2002)Bónusljóð 33% meira (2003)Draumalandið - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð (2006)Tímakistan (2013) Árið 2002 kom LoveStar út og svo, ef aukin endurútgáfa Bónusljóða er undanskilin og því er nákvæmt að segja að Andri Snær hafi sent frá sér tvær bækur á 13 árum.Leikritun utan efnisÍ samantektinni var rækilega tekið fram að ekki væri litið til leikritunar. Þetta er meðal annars vegna þess að leikritun nýtur styrkja úr þar til gerðum sjóðum og njóta stuðnings leikhúsanna. Leikritunin var því algerlega utan efnis en Andri Snær telur vert að nefna hana til sögunnar. Vísir hefur vitaskuld engan áhuga á því að halda afrekum hans á þessu sviði leyndum, þó utan efnis hafi verið. Á umræddu tímabili litu dagsins ljós úr ranni Andra Snæs og Þorleifs Arnarsonar leikritin Eilíf Hamingja og Eilíf Óhamingja. Þessi verkefni nutu styrkja sem ætlaðir voru til leiklistarstarfsemi 2005 - atvinnuleikhópar. Í það minnsta segir svo frá í tilkynningu menntamálaráðuneytisins: „Hið lifandi leikhús- 1,8 millj. kr. til uppsetningar á nýju íslensku leikriti „Eilíf hamingja“, eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og fleiri.“ Í samsvarandi tilkynningu frá ráðuneytinu um styrki til leiklistarstarfsemi 2009: „Hið lifandi leikhús / Þorleifur Örn Arnarsson o. fl. 5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Eilíf óhamingja.“ Fastlega má gera ráð fyrir því að aðrir aðilar hafi einnig komið að fjármögnun þessara verkefna. Leikrit Andra Snæs nutu þannig styrkja en sú var einmitt ástæða þess að leikritun var utan efnis í samantekt um afköst rithöfunda á forsendum rithöfundasjóðsins.Verðlaunuð verkAndri Snær nefnir að rétt hefði verið að taka fram afrek hans á sviði kvikmyndagerðar einnig. Það er algerlega utan efnis og ætla má, án þess að hér sé farið í saumana á því, að fjármögnun þeirra verkefna hafi farið fram á allt öðrum vettvangi en rithöfundasjóðsins. Og má reyndar spyrja hvers vegna Andri Snær er á rithöfundalaunum á sama tíma og hann var að sinna allt annarri listgyðju. Andri Snær nefnir líka að vert sé að nefna verðlaun í tengslum við útgáfu verka sinna, Eddu fyrir Draumalandið. Andri Snær er margverðlaunaður rithöfundur og má sjá yfirlit yfir verðlaun hans til að mynda á Wikipedia. Honum hefur nánast hlotnast verðlaun fyrir öll sín verk; þrívegis fengið íslensku bókmenntaverðlaunin, fyrir Söguna af Bláa Hnettinum, Draumalandið og Tímakistuna. Og svo dæmi sé tekið hlaut hann eftirtektarverð verðlaun frá Alfred Toepfer stofnuninni í Hamborg, Kairos verðlaunin árið 2010, en verðlaunaféð nam 75.000 evrum eða rúmum 13 milljónum íslenskra króna á gengi þess tíma. Þó ástæðulaust sé að biðja Andra Snæ velvirðingar á því að hafa ekki tíundað verk og viðurkenningar sem voru algerlega utan efnis umræddrar samantektar, þá er sjálfsagt að nefna þetta til sögunnar, fyrst vísað er sérstaklega til þess og haft til marks um popúlískan fréttaflutning.
Tengdar fréttir Ein bók frá Andra Snæ á síðustu tíu árum Listmannalaun eru verkefnatengd – hvað erum við að fá fyrir peninginn? 15. janúar 2016 13:04 Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Ein bók frá Andra Snæ á síðustu tíu árum Listmannalaun eru verkefnatengd – hvað erum við að fá fyrir peninginn? 15. janúar 2016 13:04
Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00