Barcelona setti nýtt markamet á árinu 2015 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2016 19:00 2015 var rosalegt ár fyrir Luis Suárez og félaga hans í Barcelona. Vísir/Getty Barcelona endaði frábært ár á 4-0 sigri á Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni á næstsíðasta degi ársins. Barcelona fékk ekki bara þrjú stig og toppsætið í spænsku deildinni með þessum sigri því liðið bætti einnig markametið. Leikmenn Barcelona skoruðu nefnilega 180 mörk í öllum keppnisleikjum liðsins á árinu 2015 og bættu með því met Real Madrid frá árinu á undan. Börsungar skoruðu 107 mörk frá janúar til júní og svo 73 mörk frá ágúst til desember. Leikmenn Real Madrid skoruðu 178 mörk á árinu 2014 og höfðu með því bætt markamet Barcelonaliðsins frá 2012 en Börsungar skoruðu þá 175 mörk. Barcelona setti ekki aðeins markamet á árinu því félagið vann fimm titla 2015. Liðið vann Meistaradeildina, spænsku deildina, spænska bikarinn, ofurbikar UEFA og endaði síðan á því að vinna Heimsmeistarakeppni félagsliða í lok ársins. Barcelona-liðið lék 65 keppnisleiki á árinu og vann alls 51 leik. Real Madrid vann einnig 51 leik árið 2014 og deila því þessir erkifjendur metinu yfir flesta sigurleiki. Luis Suárez skoraði tvö mörk og Lionel Messi var með eitt í þessum sigri á Real Betis í lokaleik ársins en fjórða markið var sjálfsmark. Neymar fékk kjörið tækifæri til að komast líka á blað en klikkaði á vítaspyrnu. Neymar átti aftur á móti stoðsendingu á bæði Messi og Suárez í leiknum. Lionel Messi, Luis Suárez og Neymar, þekktir sem MSN þegar er talað um þá alla saman, skoruðu þar með 137 mörk á þessu ári eða 76 prósent marka Börsunga. Messi og Suárez voru báðir með 48 mörk og Neymar skoraði 41 mark. Messi skoraði 79 mörk þegar Barcelona setti metið árið 2012.Flest mörk í keppnisleikjum á einu ári: 180 - Barcelona, 2015 178 - Real Madrid, 2014 175 - Barcelona, 2012 170 - Barcelona, 2011Hér fyrir neðan má sjá tölfræði með knattspyrnuliði Barcelona á árinu 2015. Barça present Club World Cup to the fans El Barça ofereix el Mundial de Clubs a l'afició El Barça ofrece el Mundial de Clubes a la afición #Campion5 #FCBarcelona #FCB2015 A photo posted by FC Barcelona (@fcbarcelona) on Dec 31, 2015 at 1:59am PST GRAPHIC ? Spanish teams with most goals in a single calendar year [via @elperiodico] pic.twitter.com/80jUWHXKGH— MESSISTATS (@MessiStats) December 31, 2015 FULL LIST ? Breakdown of Barcelona's record 180 goals in 2015 by players #FCB pic.twitter.com/pX9A1J6lZT— MESSISTATS (@MessiStats) December 30, 2015 FINAL STATS ? Messi was directly involved in 78 goals during his 61 games for club and country in 2015 pic.twitter.com/VmAGPVPIPJ— MESSISTATS (@MessiStats) December 30, 2015 Fréttir ársins 2015 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira
Barcelona endaði frábært ár á 4-0 sigri á Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni á næstsíðasta degi ársins. Barcelona fékk ekki bara þrjú stig og toppsætið í spænsku deildinni með þessum sigri því liðið bætti einnig markametið. Leikmenn Barcelona skoruðu nefnilega 180 mörk í öllum keppnisleikjum liðsins á árinu 2015 og bættu með því met Real Madrid frá árinu á undan. Börsungar skoruðu 107 mörk frá janúar til júní og svo 73 mörk frá ágúst til desember. Leikmenn Real Madrid skoruðu 178 mörk á árinu 2014 og höfðu með því bætt markamet Barcelonaliðsins frá 2012 en Börsungar skoruðu þá 175 mörk. Barcelona setti ekki aðeins markamet á árinu því félagið vann fimm titla 2015. Liðið vann Meistaradeildina, spænsku deildina, spænska bikarinn, ofurbikar UEFA og endaði síðan á því að vinna Heimsmeistarakeppni félagsliða í lok ársins. Barcelona-liðið lék 65 keppnisleiki á árinu og vann alls 51 leik. Real Madrid vann einnig 51 leik árið 2014 og deila því þessir erkifjendur metinu yfir flesta sigurleiki. Luis Suárez skoraði tvö mörk og Lionel Messi var með eitt í þessum sigri á Real Betis í lokaleik ársins en fjórða markið var sjálfsmark. Neymar fékk kjörið tækifæri til að komast líka á blað en klikkaði á vítaspyrnu. Neymar átti aftur á móti stoðsendingu á bæði Messi og Suárez í leiknum. Lionel Messi, Luis Suárez og Neymar, þekktir sem MSN þegar er talað um þá alla saman, skoruðu þar með 137 mörk á þessu ári eða 76 prósent marka Börsunga. Messi og Suárez voru báðir með 48 mörk og Neymar skoraði 41 mark. Messi skoraði 79 mörk þegar Barcelona setti metið árið 2012.Flest mörk í keppnisleikjum á einu ári: 180 - Barcelona, 2015 178 - Real Madrid, 2014 175 - Barcelona, 2012 170 - Barcelona, 2011Hér fyrir neðan má sjá tölfræði með knattspyrnuliði Barcelona á árinu 2015. Barça present Club World Cup to the fans El Barça ofereix el Mundial de Clubs a l'afició El Barça ofrece el Mundial de Clubes a la afición #Campion5 #FCBarcelona #FCB2015 A photo posted by FC Barcelona (@fcbarcelona) on Dec 31, 2015 at 1:59am PST GRAPHIC ? Spanish teams with most goals in a single calendar year [via @elperiodico] pic.twitter.com/80jUWHXKGH— MESSISTATS (@MessiStats) December 31, 2015 FULL LIST ? Breakdown of Barcelona's record 180 goals in 2015 by players #FCB pic.twitter.com/pX9A1J6lZT— MESSISTATS (@MessiStats) December 30, 2015 FINAL STATS ? Messi was directly involved in 78 goals during his 61 games for club and country in 2015 pic.twitter.com/VmAGPVPIPJ— MESSISTATS (@MessiStats) December 30, 2015
Fréttir ársins 2015 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira