Barcelona setti nýtt markamet á árinu 2015 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2016 19:00 2015 var rosalegt ár fyrir Luis Suárez og félaga hans í Barcelona. Vísir/Getty Barcelona endaði frábært ár á 4-0 sigri á Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni á næstsíðasta degi ársins. Barcelona fékk ekki bara þrjú stig og toppsætið í spænsku deildinni með þessum sigri því liðið bætti einnig markametið. Leikmenn Barcelona skoruðu nefnilega 180 mörk í öllum keppnisleikjum liðsins á árinu 2015 og bættu með því met Real Madrid frá árinu á undan. Börsungar skoruðu 107 mörk frá janúar til júní og svo 73 mörk frá ágúst til desember. Leikmenn Real Madrid skoruðu 178 mörk á árinu 2014 og höfðu með því bætt markamet Barcelonaliðsins frá 2012 en Börsungar skoruðu þá 175 mörk. Barcelona setti ekki aðeins markamet á árinu því félagið vann fimm titla 2015. Liðið vann Meistaradeildina, spænsku deildina, spænska bikarinn, ofurbikar UEFA og endaði síðan á því að vinna Heimsmeistarakeppni félagsliða í lok ársins. Barcelona-liðið lék 65 keppnisleiki á árinu og vann alls 51 leik. Real Madrid vann einnig 51 leik árið 2014 og deila því þessir erkifjendur metinu yfir flesta sigurleiki. Luis Suárez skoraði tvö mörk og Lionel Messi var með eitt í þessum sigri á Real Betis í lokaleik ársins en fjórða markið var sjálfsmark. Neymar fékk kjörið tækifæri til að komast líka á blað en klikkaði á vítaspyrnu. Neymar átti aftur á móti stoðsendingu á bæði Messi og Suárez í leiknum. Lionel Messi, Luis Suárez og Neymar, þekktir sem MSN þegar er talað um þá alla saman, skoruðu þar með 137 mörk á þessu ári eða 76 prósent marka Börsunga. Messi og Suárez voru báðir með 48 mörk og Neymar skoraði 41 mark. Messi skoraði 79 mörk þegar Barcelona setti metið árið 2012.Flest mörk í keppnisleikjum á einu ári: 180 - Barcelona, 2015 178 - Real Madrid, 2014 175 - Barcelona, 2012 170 - Barcelona, 2011Hér fyrir neðan má sjá tölfræði með knattspyrnuliði Barcelona á árinu 2015. Barça present Club World Cup to the fans El Barça ofereix el Mundial de Clubs a l'afició El Barça ofrece el Mundial de Clubes a la afición #Campion5 #FCBarcelona #FCB2015 A photo posted by FC Barcelona (@fcbarcelona) on Dec 31, 2015 at 1:59am PST GRAPHIC ? Spanish teams with most goals in a single calendar year [via @elperiodico] pic.twitter.com/80jUWHXKGH— MESSISTATS (@MessiStats) December 31, 2015 FULL LIST ? Breakdown of Barcelona's record 180 goals in 2015 by players #FCB pic.twitter.com/pX9A1J6lZT— MESSISTATS (@MessiStats) December 30, 2015 FINAL STATS ? Messi was directly involved in 78 goals during his 61 games for club and country in 2015 pic.twitter.com/VmAGPVPIPJ— MESSISTATS (@MessiStats) December 30, 2015 Fréttir ársins 2015 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Barcelona endaði frábært ár á 4-0 sigri á Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni á næstsíðasta degi ársins. Barcelona fékk ekki bara þrjú stig og toppsætið í spænsku deildinni með þessum sigri því liðið bætti einnig markametið. Leikmenn Barcelona skoruðu nefnilega 180 mörk í öllum keppnisleikjum liðsins á árinu 2015 og bættu með því met Real Madrid frá árinu á undan. Börsungar skoruðu 107 mörk frá janúar til júní og svo 73 mörk frá ágúst til desember. Leikmenn Real Madrid skoruðu 178 mörk á árinu 2014 og höfðu með því bætt markamet Barcelonaliðsins frá 2012 en Börsungar skoruðu þá 175 mörk. Barcelona setti ekki aðeins markamet á árinu því félagið vann fimm titla 2015. Liðið vann Meistaradeildina, spænsku deildina, spænska bikarinn, ofurbikar UEFA og endaði síðan á því að vinna Heimsmeistarakeppni félagsliða í lok ársins. Barcelona-liðið lék 65 keppnisleiki á árinu og vann alls 51 leik. Real Madrid vann einnig 51 leik árið 2014 og deila því þessir erkifjendur metinu yfir flesta sigurleiki. Luis Suárez skoraði tvö mörk og Lionel Messi var með eitt í þessum sigri á Real Betis í lokaleik ársins en fjórða markið var sjálfsmark. Neymar fékk kjörið tækifæri til að komast líka á blað en klikkaði á vítaspyrnu. Neymar átti aftur á móti stoðsendingu á bæði Messi og Suárez í leiknum. Lionel Messi, Luis Suárez og Neymar, þekktir sem MSN þegar er talað um þá alla saman, skoruðu þar með 137 mörk á þessu ári eða 76 prósent marka Börsunga. Messi og Suárez voru báðir með 48 mörk og Neymar skoraði 41 mark. Messi skoraði 79 mörk þegar Barcelona setti metið árið 2012.Flest mörk í keppnisleikjum á einu ári: 180 - Barcelona, 2015 178 - Real Madrid, 2014 175 - Barcelona, 2012 170 - Barcelona, 2011Hér fyrir neðan má sjá tölfræði með knattspyrnuliði Barcelona á árinu 2015. Barça present Club World Cup to the fans El Barça ofereix el Mundial de Clubs a l'afició El Barça ofrece el Mundial de Clubes a la afición #Campion5 #FCBarcelona #FCB2015 A photo posted by FC Barcelona (@fcbarcelona) on Dec 31, 2015 at 1:59am PST GRAPHIC ? Spanish teams with most goals in a single calendar year [via @elperiodico] pic.twitter.com/80jUWHXKGH— MESSISTATS (@MessiStats) December 31, 2015 FULL LIST ? Breakdown of Barcelona's record 180 goals in 2015 by players #FCB pic.twitter.com/pX9A1J6lZT— MESSISTATS (@MessiStats) December 30, 2015 FINAL STATS ? Messi was directly involved in 78 goals during his 61 games for club and country in 2015 pic.twitter.com/VmAGPVPIPJ— MESSISTATS (@MessiStats) December 30, 2015
Fréttir ársins 2015 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira