Jákvætt nýtt ár Berglind Pétursdóttir skrifar 4. janúar 2016 07:00 Góðan dag. Erfiðasti dagur ársins er runninn upp. Jólatré í stofu stendur, byrjað að þorna upp og taka-niður-jólaskraut-kvíðinn nagar mann að innan. Nú er matarboðið sem við erum búin að vera að undirbúa síðastliðna þrjá mánuði yfirstaðið og tími til kominn að kasta öllum afgöngum út um gluggann og hefja nýtt líf veganisma og boozt-lífs. En við getum huggað okkur við þá staðreynd að það er komið nýtt og frábært ár. 2016. Hvíl í friði 2015. Þetta verður algjörlega okkar ár. Við munum kjósa nýjan forseta sem verður algjörlega æðisleg týpa og kemur landinu fullkomlega til bjargar. Þúsundir flóttamanna munu flytjast hingað búferlum og auðga menningu okkar. Hjúkrunarfræðingar og leikskólakennarar verða í fyrsta sinn meðal hæst launuðu stétta landsins (og þeir sinna starfi sínu skratti vel núna, ímyndið ykkur hvernig þjónustan verður þegar launin rjúka upp úr öllu valdi). Fiskur og lopapeysur munu rokseljast á erlendum markaði og öllum hótelunum í miðborginni verður breytt í ódýrt leiguhúsnæði. Og það verður komið upp aðgengi fyrir fatlaða alls staðar! Auðvitað vinnum við Eurovision og Justin Bieber giftist íslenskri stúlku og sest að í Breiðholti. Áfengi verður selt í verslunum og hríðlækkar í verði, Sigmundur Davíð og Bjarni Ben standa fyrir nýrri leiðréttingu, í þetta sinn hjá LÍN, og verða skólalán landsmanna að mestu leyti felld niður. Öryggisleit á flugvöllum verður lögð niður og bara þeir sem lofa að taka ekki með sér vopn fá að fara um borð, strætisvagnakerfið mun verða gallalaust og sumarið verður það hlýjasta í manna minnum, og lengsta! Eða það grunar mig að minnsta kosti. Gleðilegt nýtt ár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Góðan dag. Erfiðasti dagur ársins er runninn upp. Jólatré í stofu stendur, byrjað að þorna upp og taka-niður-jólaskraut-kvíðinn nagar mann að innan. Nú er matarboðið sem við erum búin að vera að undirbúa síðastliðna þrjá mánuði yfirstaðið og tími til kominn að kasta öllum afgöngum út um gluggann og hefja nýtt líf veganisma og boozt-lífs. En við getum huggað okkur við þá staðreynd að það er komið nýtt og frábært ár. 2016. Hvíl í friði 2015. Þetta verður algjörlega okkar ár. Við munum kjósa nýjan forseta sem verður algjörlega æðisleg týpa og kemur landinu fullkomlega til bjargar. Þúsundir flóttamanna munu flytjast hingað búferlum og auðga menningu okkar. Hjúkrunarfræðingar og leikskólakennarar verða í fyrsta sinn meðal hæst launuðu stétta landsins (og þeir sinna starfi sínu skratti vel núna, ímyndið ykkur hvernig þjónustan verður þegar launin rjúka upp úr öllu valdi). Fiskur og lopapeysur munu rokseljast á erlendum markaði og öllum hótelunum í miðborginni verður breytt í ódýrt leiguhúsnæði. Og það verður komið upp aðgengi fyrir fatlaða alls staðar! Auðvitað vinnum við Eurovision og Justin Bieber giftist íslenskri stúlku og sest að í Breiðholti. Áfengi verður selt í verslunum og hríðlækkar í verði, Sigmundur Davíð og Bjarni Ben standa fyrir nýrri leiðréttingu, í þetta sinn hjá LÍN, og verða skólalán landsmanna að mestu leyti felld niður. Öryggisleit á flugvöllum verður lögð niður og bara þeir sem lofa að taka ekki með sér vopn fá að fara um borð, strætisvagnakerfið mun verða gallalaust og sumarið verður það hlýjasta í manna minnum, og lengsta! Eða það grunar mig að minnsta kosti. Gleðilegt nýtt ár!
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun