Bestu snyrtivörur ársins Ritstjórn skrifar 4. janúar 2016 15:45 1. Sleek Face Form. Þó contouring æðið hafi verið full mikið af hinu góða, á árinu þá er þessi palletta á sama tíma ómissandi. Kinnalitur, highlight og ljós skyggingalitur sem forma andlitið passlega. Fæst á haustfjord.is.2. Chanel No5 Eau Prémiere. Þessi klassíski og fágaði ilmur ætti að vera skyldueign í öllum snyrtibuddum. Þessi er kominn til að vera.3. Dior Addict It Lash. Fyrir alla aðdáendur gúmmíbursta á maskara er þessi algjör himnasending. Molnar ekki, endalaust hægt að bæta á hann og hann þykkir, lengir og gerir þau mikil.4. Pixi Glow Tonic. Að öllum öðrum vörum ólöstuðum þá er þessi sé í mestu uppáhaldi. Eftir nokkur skipti sést mikill munur á húðinni, jafnari litur og fallegur ljómi. Inniheldur aloe vera, ginseng og glycolic sýru. Ef þú átt ekki svona skaltu verða þér út um hann hið snarasta. Fæst á akila.is.5. Davines Authentic Replenishing Butter. Vörur sem eru fyrir húð og hár eru yfirleitt ekki ofarlega á vinsældarlistanum, en þessi er algjör undantekning. Húðin verður silkimjúk, án þess að verða klístruð og krydduð lyktin er æðisleg. Fæst á hargreiðslustofum með Davines.6. Anastasia Tinted Brow Gel. Þetta augabrúnagel er ómissandi í allar snyrtibuddur, gefur lit og heldur mótuninni fallegri. Frábært fyrir þær sem eru að safna augabrúnunum. Fæst á nola.is7. By Terry Light Expert Click Brush farði. Þessi heillaði strax. Áferðin er flauelsmjúk, létt en samt passlega þekjandi.Burstinn kom á óvart, hann er þéttur og góður og skilur ekki eftir sig rákir eins og aðrir burstar sem eru fastir á farða. Hann er líka hægt að taka af og þvo sem er mikill plús. Fæst í Madison Ilmhús.8. Essie Licorice naglalakk. Við fögnuðum komu Essie naglalakksins til Íslands á árinu og viðbrögðin létu svo sannarlega ekki á sér standa. Klárlega bestu naglalökkin, með langbestu endinguna.9. Lancôme Visionnaire. Þessi lína frá Lancôme er algjört æði og ómögulegt að gera upp á milli dag-og næturkremsins. Gefur mjög góðan raka, áferð húðarinnar verður sléttari og jafnari og hún fær fallegan ljóma. Og svo er lyktin dásamleg.10. Clarins Joli Rouge varalitur númer 705. Clarins breytti og bætti formúlunni á varalitunum sínum á árinu og útkoman eru þessir silkimjúku litir. Þessi nude-litur heillaði, en það var erfitt að velja því litaúrvalið er sérstaklega gott. Fréttir ársins 2015 Glamour Fegurð Mest lesið María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Glamour Fimm góð maskara trix Glamour Toppaðu þig með topp Glamour Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Dior Glamour Edward Enninful verður ritstjóri breska Vogue Glamour Bak við tjöldin með Ellingsen og Glamour Glamour Kim Kardashian og Kanye West búin að eignast stelpu Glamour Svalasta amma heims Glamour Klæða af sér kuldann með litum og munstrum Glamour
1. Sleek Face Form. Þó contouring æðið hafi verið full mikið af hinu góða, á árinu þá er þessi palletta á sama tíma ómissandi. Kinnalitur, highlight og ljós skyggingalitur sem forma andlitið passlega. Fæst á haustfjord.is.2. Chanel No5 Eau Prémiere. Þessi klassíski og fágaði ilmur ætti að vera skyldueign í öllum snyrtibuddum. Þessi er kominn til að vera.3. Dior Addict It Lash. Fyrir alla aðdáendur gúmmíbursta á maskara er þessi algjör himnasending. Molnar ekki, endalaust hægt að bæta á hann og hann þykkir, lengir og gerir þau mikil.4. Pixi Glow Tonic. Að öllum öðrum vörum ólöstuðum þá er þessi sé í mestu uppáhaldi. Eftir nokkur skipti sést mikill munur á húðinni, jafnari litur og fallegur ljómi. Inniheldur aloe vera, ginseng og glycolic sýru. Ef þú átt ekki svona skaltu verða þér út um hann hið snarasta. Fæst á akila.is.5. Davines Authentic Replenishing Butter. Vörur sem eru fyrir húð og hár eru yfirleitt ekki ofarlega á vinsældarlistanum, en þessi er algjör undantekning. Húðin verður silkimjúk, án þess að verða klístruð og krydduð lyktin er æðisleg. Fæst á hargreiðslustofum með Davines.6. Anastasia Tinted Brow Gel. Þetta augabrúnagel er ómissandi í allar snyrtibuddur, gefur lit og heldur mótuninni fallegri. Frábært fyrir þær sem eru að safna augabrúnunum. Fæst á nola.is7. By Terry Light Expert Click Brush farði. Þessi heillaði strax. Áferðin er flauelsmjúk, létt en samt passlega þekjandi.Burstinn kom á óvart, hann er þéttur og góður og skilur ekki eftir sig rákir eins og aðrir burstar sem eru fastir á farða. Hann er líka hægt að taka af og þvo sem er mikill plús. Fæst í Madison Ilmhús.8. Essie Licorice naglalakk. Við fögnuðum komu Essie naglalakksins til Íslands á árinu og viðbrögðin létu svo sannarlega ekki á sér standa. Klárlega bestu naglalökkin, með langbestu endinguna.9. Lancôme Visionnaire. Þessi lína frá Lancôme er algjört æði og ómögulegt að gera upp á milli dag-og næturkremsins. Gefur mjög góðan raka, áferð húðarinnar verður sléttari og jafnari og hún fær fallegan ljóma. Og svo er lyktin dásamleg.10. Clarins Joli Rouge varalitur númer 705. Clarins breytti og bætti formúlunni á varalitunum sínum á árinu og útkoman eru þessir silkimjúku litir. Þessi nude-litur heillaði, en það var erfitt að velja því litaúrvalið er sérstaklega gott.
Fréttir ársins 2015 Glamour Fegurð Mest lesið María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Glamour Fimm góð maskara trix Glamour Toppaðu þig með topp Glamour Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Dior Glamour Edward Enninful verður ritstjóri breska Vogue Glamour Bak við tjöldin með Ellingsen og Glamour Glamour Kim Kardashian og Kanye West búin að eignast stelpu Glamour Svalasta amma heims Glamour Klæða af sér kuldann með litum og munstrum Glamour