18 milljarðar í íslenska landbúnaðarkerfið á ári: „Ég held að þessum peningum þjóðarinnar sé vitlaust varið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2016 10:12 Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir nýja búvörusamninga mikið hagsmunamál fyrir neytendur en allt bendir til að þeir komi til kasta Alþingis á næstunni. Finnur segir núverandi landbúnaðarkerfi gríðarlega dýrt þar sem það kosti íslenska neytendur 18 milljarða á ári. Með nýjum búvörusamningum verði kerfinu viðhaldið en að óbreyttu munu þeir gilda til 10 ára. „Annars vegar eru neytendur að borga of hátt verð út í búð og hins vegar fer þetta í gegnum almenna skatta. Þannig að við borgum skatt og ríkissjóður útdeilir peningum til þessa kerfis. Þannig að það eru verndartollar sem gera það að verkum að verðið úti í búð er of hátt og hins vegar ertu búinn að borga í tekjuskattinum áður en þú kemur í búðina,“ segir Finnur sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann tók sem dæmi kíló af lambakjöti þar sem neytandinn væri búinn að borga 450 krónur fyrir kjötið áður en hann kemur í búðina. Finnur segist vilja fá alvöru umræðu um þetta kerfi þar sem 18 milljarðar á hverju ári til 10 ára sé engin smá upphæð. „Það er alveg ljóst að neytendur eru að greiða þessa upphæð árlega en það er hægt að taka þessa peninga og gera eitthvað annað fyrir þá eða bara lækka reikninginn og auka ráðstöfunartekjur heimilanna með því að breyta þessu kerfi. [...] Ég held að þessum peningum þjóðarinnar sé vitlaust varið.“ Finnur kveðst ekki vera að tala fyrir því að bændur fái enga aðlögun eða verði settir út á gaddinn verði kerfinu breytt. „Þeir eru ekki að fá mikið út úr þessu kerfi sem er dýrt og skilar litlu. Ég held hins vegar að það eigi að fara fram umræða þar sem hlutur bænda er ræddur og ég held að sérstaða þeirra og sóknartækifæri liggi í því að kerfið verði brotið upp. Þá getur hver og einn bóndi náð árangri á sínum forsendum eins og við höfum séð dæmi um í garðyrkjunni,“ segir Finnur. Viðtalið við Finn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir nýja búvörusamninga mikið hagsmunamál fyrir neytendur en allt bendir til að þeir komi til kasta Alþingis á næstunni. Finnur segir núverandi landbúnaðarkerfi gríðarlega dýrt þar sem það kosti íslenska neytendur 18 milljarða á ári. Með nýjum búvörusamningum verði kerfinu viðhaldið en að óbreyttu munu þeir gilda til 10 ára. „Annars vegar eru neytendur að borga of hátt verð út í búð og hins vegar fer þetta í gegnum almenna skatta. Þannig að við borgum skatt og ríkissjóður útdeilir peningum til þessa kerfis. Þannig að það eru verndartollar sem gera það að verkum að verðið úti í búð er of hátt og hins vegar ertu búinn að borga í tekjuskattinum áður en þú kemur í búðina,“ segir Finnur sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann tók sem dæmi kíló af lambakjöti þar sem neytandinn væri búinn að borga 450 krónur fyrir kjötið áður en hann kemur í búðina. Finnur segist vilja fá alvöru umræðu um þetta kerfi þar sem 18 milljarðar á hverju ári til 10 ára sé engin smá upphæð. „Það er alveg ljóst að neytendur eru að greiða þessa upphæð árlega en það er hægt að taka þessa peninga og gera eitthvað annað fyrir þá eða bara lækka reikninginn og auka ráðstöfunartekjur heimilanna með því að breyta þessu kerfi. [...] Ég held að þessum peningum þjóðarinnar sé vitlaust varið.“ Finnur kveðst ekki vera að tala fyrir því að bændur fái enga aðlögun eða verði settir út á gaddinn verði kerfinu breytt. „Þeir eru ekki að fá mikið út úr þessu kerfi sem er dýrt og skilar litlu. Ég held hins vegar að það eigi að fara fram umræða þar sem hlutur bænda er ræddur og ég held að sérstaða þeirra og sóknartækifæri liggi í því að kerfið verði brotið upp. Þá getur hver og einn bóndi náð árangri á sínum forsendum eins og við höfum séð dæmi um í garðyrkjunni,“ segir Finnur. Viðtalið við Finn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira