Viðskipti erlent

Spá því að 2015 hafi verið metár í bílasölu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Silfurgráir Audi bílar Silvercar bíða viðskiptavina á bandarískum flugvelli.
Silfurgráir Audi bílar Silvercar bíða viðskiptavina á bandarískum flugvelli. Autoblog
Talið er að Bandaríkjamenn hafi aldrei keypt jafn marga bíla og árið 2015, en áætlað er að 17,5 milljónir bifreiða seldust. Bílasala jókst um 6 prósent milli ára og ef söluáætlunin stenst mun fyrra sölumet frá árinu 2000 vera slegið.

Ástæða aukinnar sölu er talin vera ódýrt bensín, auk betri efnahagsskilyrða í Bandaríkjunum. Bílamarkaðurinn í Bandaríkjunum hefur verið erfiður síðan árið 2009 þegar fjöldi hópuppsagna áttu sér stað. Það árið seldust einungis 10,4 milljónir bíla. Síðan þá hefur geirinn fjölgað störfum, nú síðast 2,3 milljónum starfa árið 2015. 

Mark Fields, framkvæmdastjóri Forbes, segir að bílaflotinn sé orðinn það gamall í Bandaríkjunum að margir séu að íhuga það að endurnýja bílinn sinn. Hann telur því að næstu árin verði góð fyrir bílageirann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×