ÞSSÍ var Íslandi til sóma Össur Skarphéðinsson skrifar 6. janúar 2016 07:00 Um áramótin var Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) formlega lögð niður. Það kom mér stundum á óvart á fyrstu árum mínum sem utanríkisráðherra að evrópskir kollegar lögðu lykkju á leið sína til að hrósa ÞSSÍ. Sama upplifði ég síðar á fundum með sendiherrum Evrópuþjóða í Malaví. ÞSSÍ var hrósað fyrir nýmæli og frumkvæði, og fyrir að fara vel með fé. Hún áorkaði sannarlega miklu miðað við fjármagnið sem stofnunin hafði til umráða.Mæður og börn Í Malaví innti ég evrópsku sendiherrana sérstaklega eftir hvað þeir teldu lykilinn að velgengni ÞSSÍ. Þeir töldu mikilvægast að ÞSSÍ kappkostaði að veita heimamönnum sem mesta hlutdeild í ákvörðunum um hvaða verkefni ætti að ráðast í, og jafnframt að rekstri þeirra. Auk þess nefndu þeir sérstaklega áhersluna á konur og sögðu aðdáunarvert hvernig ÞSSÍ einbeitti sér að mæðrum og börnum, heilsugæslu og menntun. Þessar áherslur, sögðu þaulvanir sendimenn Evrópu í Afríku, skildu eftir varanlegan ávinning. Þetta var kjarninn í starfsemi ÞSSÍ. Hún lagði áherslu á þátttöku heimamanna, vann með grasrótinni, og veitti íslenskum þróunarpeningum í skynsamleg verkefni sem skiluðu árangri strax, eins og öflun hreins vatns, sem útrýmdi kóleru á starfssvæðunum í Malaví. Hún studdi við menntun barna, kenndi fólki að lesa, og vann kraftaverk í að koma á varanlegri heilsugæslu. Spítalinn, sem Íslendingar reistu við Monkey Bay og gáfu heimamönnum, er talandi tákn þess. Fæðingardeildirnar í Monguchi verða um langa framtíð óbrotgjarn minnisvarði um vel útfærða og skynsamlega stefnu í þróunarsamvinnu. Sjálfum er mér ógleymanleg heimsóknin í örlitla fæðingardeild í rjóðri inni í miðjum skógi, þar sem smávaxin forstöðukona með drifhvítan kappa lýsti fyrir mér þeirri gjörbreytingu sem hafði orðið á högum kvenna á svæðinu eftir að deildin tók til starfa. Tæplega 20 þúsund börn höfðu þá komið farsællega í heiminn með íslenskri aðstoð. Hún sagði að konur kæmu tugi kílómetra til að fæða á þessum stöðum. Af tæplega fimm ára sögulegum ferli í utanríkisráðuneytinu standa mér ferskust í minni orð sem hún lét falla: „Börnin deyja ekki hjá okkur.“Ógrunduð og óskiljanleg ákvörðun Á sama tíma og skýrslur sýna að Ísland er orðið næstríkasta land í Evrópu er það Íslandi til vansæmdar að stjórnvöld hafa svarað vaxandi ríkidæmi með því að draga beinlínis úr fjárveitingum frá því sem Alþingi samþykkti einróma 2011. Það breytir þó engu um að ÞSSÍ reisti íslenska flaggið með glæsilegum hætti. Í því ljósi er sorglegt að stjórnvöld hafi hrapað að þeirri ákvörðun, án sjáanlegra raka, að leggja stofnunina niður. Um langa hríð verður það skólabókardæmi um ógrundaða og órökstudda ákvörðun. Á þessum tímamótum er óhjákvæmilegt að undirstrika að faglegir sérfræðingar sem leitað var til lögðust gegn niðurlagningu ÞSSÍ. Félagsvísindasvið HÍ, þar sem mest fræðilegt atgervi er að finna um þróunarsamvinnu, taldi hana „bráðræði“ og lagði til að stofnunin yrði fremur efld. Í langri umræðu sem spannaði tvö þing voru að lokum hraktar allar fullyrðingar sem upphaflega voru settar fram sem rök fyrir að leggja ÞSSÍ niður, s.s. „tvíverknaður“, skortur á „hagræðingu“ og að ÞSSÍ gengi ekki „í takt við utanríkisstefnuna“. Sjálft fjármálaráðuneytið lýsti skriflega yfir að ekki myndi sparast króna með aðgerðinni. Samþykkt frumvarpsins var því miður dæmi um hvernig framkvæmdarvaldið er að snúa stjórnskipaninni á hvolf með því að taka yfir löggjafarvaldið og beitir flokksræði til að þrýsta í gegnum Alþingi ákvörðunum sem í reynd njóta þar ekki raunverulegs stuðnings.Fyrirmyndarstofnun Það sem aldrei deyr þó er góður orðstír. Það verður aldrei tekið frá ÞSSÍ, og starfsmönnum hennar, að þau hlutu fram á síðasta dag óskorað lof heima og erlendis fyrir góðan rekstur, nýmæli og frumkvæði í starfi. ÞSSÍ má óhikað telja til fyrirmyndarstofnana í íslenskri stjórnsýslu. Þegar horft er yfir glæsilegan feril hennar er óhætt að kveðja hana og starfsmenn hennar með því að segja: Þið voruð Íslandi til sóma! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson,Helgi Hólm skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Um áramótin var Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) formlega lögð niður. Það kom mér stundum á óvart á fyrstu árum mínum sem utanríkisráðherra að evrópskir kollegar lögðu lykkju á leið sína til að hrósa ÞSSÍ. Sama upplifði ég síðar á fundum með sendiherrum Evrópuþjóða í Malaví. ÞSSÍ var hrósað fyrir nýmæli og frumkvæði, og fyrir að fara vel með fé. Hún áorkaði sannarlega miklu miðað við fjármagnið sem stofnunin hafði til umráða.Mæður og börn Í Malaví innti ég evrópsku sendiherrana sérstaklega eftir hvað þeir teldu lykilinn að velgengni ÞSSÍ. Þeir töldu mikilvægast að ÞSSÍ kappkostaði að veita heimamönnum sem mesta hlutdeild í ákvörðunum um hvaða verkefni ætti að ráðast í, og jafnframt að rekstri þeirra. Auk þess nefndu þeir sérstaklega áhersluna á konur og sögðu aðdáunarvert hvernig ÞSSÍ einbeitti sér að mæðrum og börnum, heilsugæslu og menntun. Þessar áherslur, sögðu þaulvanir sendimenn Evrópu í Afríku, skildu eftir varanlegan ávinning. Þetta var kjarninn í starfsemi ÞSSÍ. Hún lagði áherslu á þátttöku heimamanna, vann með grasrótinni, og veitti íslenskum þróunarpeningum í skynsamleg verkefni sem skiluðu árangri strax, eins og öflun hreins vatns, sem útrýmdi kóleru á starfssvæðunum í Malaví. Hún studdi við menntun barna, kenndi fólki að lesa, og vann kraftaverk í að koma á varanlegri heilsugæslu. Spítalinn, sem Íslendingar reistu við Monkey Bay og gáfu heimamönnum, er talandi tákn þess. Fæðingardeildirnar í Monguchi verða um langa framtíð óbrotgjarn minnisvarði um vel útfærða og skynsamlega stefnu í þróunarsamvinnu. Sjálfum er mér ógleymanleg heimsóknin í örlitla fæðingardeild í rjóðri inni í miðjum skógi, þar sem smávaxin forstöðukona með drifhvítan kappa lýsti fyrir mér þeirri gjörbreytingu sem hafði orðið á högum kvenna á svæðinu eftir að deildin tók til starfa. Tæplega 20 þúsund börn höfðu þá komið farsællega í heiminn með íslenskri aðstoð. Hún sagði að konur kæmu tugi kílómetra til að fæða á þessum stöðum. Af tæplega fimm ára sögulegum ferli í utanríkisráðuneytinu standa mér ferskust í minni orð sem hún lét falla: „Börnin deyja ekki hjá okkur.“Ógrunduð og óskiljanleg ákvörðun Á sama tíma og skýrslur sýna að Ísland er orðið næstríkasta land í Evrópu er það Íslandi til vansæmdar að stjórnvöld hafa svarað vaxandi ríkidæmi með því að draga beinlínis úr fjárveitingum frá því sem Alþingi samþykkti einróma 2011. Það breytir þó engu um að ÞSSÍ reisti íslenska flaggið með glæsilegum hætti. Í því ljósi er sorglegt að stjórnvöld hafi hrapað að þeirri ákvörðun, án sjáanlegra raka, að leggja stofnunina niður. Um langa hríð verður það skólabókardæmi um ógrundaða og órökstudda ákvörðun. Á þessum tímamótum er óhjákvæmilegt að undirstrika að faglegir sérfræðingar sem leitað var til lögðust gegn niðurlagningu ÞSSÍ. Félagsvísindasvið HÍ, þar sem mest fræðilegt atgervi er að finna um þróunarsamvinnu, taldi hana „bráðræði“ og lagði til að stofnunin yrði fremur efld. Í langri umræðu sem spannaði tvö þing voru að lokum hraktar allar fullyrðingar sem upphaflega voru settar fram sem rök fyrir að leggja ÞSSÍ niður, s.s. „tvíverknaður“, skortur á „hagræðingu“ og að ÞSSÍ gengi ekki „í takt við utanríkisstefnuna“. Sjálft fjármálaráðuneytið lýsti skriflega yfir að ekki myndi sparast króna með aðgerðinni. Samþykkt frumvarpsins var því miður dæmi um hvernig framkvæmdarvaldið er að snúa stjórnskipaninni á hvolf með því að taka yfir löggjafarvaldið og beitir flokksræði til að þrýsta í gegnum Alþingi ákvörðunum sem í reynd njóta þar ekki raunverulegs stuðnings.Fyrirmyndarstofnun Það sem aldrei deyr þó er góður orðstír. Það verður aldrei tekið frá ÞSSÍ, og starfsmönnum hennar, að þau hlutu fram á síðasta dag óskorað lof heima og erlendis fyrir góðan rekstur, nýmæli og frumkvæði í starfi. ÞSSÍ má óhikað telja til fyrirmyndarstofnana í íslenskri stjórnsýslu. Þegar horft er yfir glæsilegan feril hennar er óhætt að kveðja hana og starfsmenn hennar með því að segja: Þið voruð Íslandi til sóma!
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson,Helgi Hólm skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun