Stórasta hátíðin í öllum heiminum Magnús Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2015 07:00 Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi,“ sagði Dorrit Moussaieff forsetafrú á tilfinningaþrungnu augnabliki í lífi lítillar þjóðar. Karlalandsliðið í handbolta var nýbúið að tryggja sér sæti í úrslitaleik Ólympíuleikanna og það er ekki lítið afrek fyrir litla þjóð. Þessi ummæli vöktu mikla gleði í stóru hjarta lítillar þjóðar. Ekki vegna þess að þau væru mælt á örlítið bjagaðri íslensku heldur fremur vegna þess að Dorrit sagði að við værum stór. Fátt gleður smáþjóðina meira en að vera stór. Íslenska þjóðin hefur líka haft ófá tækifærin í gegnum tíðina til þess að gleðjast yfir afrekum sínum á alþjóðlegum vettvangi íþrótta, lista og menningar. Það er eitthvað sem við megum með sönnu vera stolt af í alla staði. En einmitt vegna þess að við erum smáþjóð. Engu að síður virðumst við endalaust finna hjá okkur þörf til þess að reyna að hafa alla hluti sem stærsta og mesta. Við viljum t.d. halda eins stórar hátíðir og veislur og mögulegt er með það að meginmarkmiði að gefa þeim nú ekkert eftir, þessum veislum úti í hinum stóra heimi. Menningarnótt í Reykjavík er ágætis dæmi um þetta. Menningarnótt í Reykjavík er um margt vel heppnuð hátíð. Uppfull af alls konar skemmtilegum list- og menningarviðburðum þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. En hún er líka ágætis dæmi um það hvernig það sem er stórt og fyrirferðarmikið tekur yfir það sem er lítið og skemmtilegt. Fyrstu árin einkenndist Menningarnótt af því að borgarbúar, sem og aðrir gestir, gátu lagt leið sína í miðbæinn til þess að njóta fjölda smárra en skemmtilegra listviðburða. En smátt og smátt virðist blessuð minnimáttarkenndin hafa náð í skottið á okkur og í seinni tíð virðist vera aukin áhersla á risatónleika sem ríkisstofnun stendur fyrir af einhverjum ókunnum ástæðum. Að ógleymdri flugeldasýningu sem er kannski í boði stórfyrirtækis. Það er dálítil synd hvað okkur gengur illa að halda í fegurðina og gleðina sem býr í hinu smáa og sjálfsprottna. Í þessu smáa og sjálfsprottna felast nefnilega verðmæti sem vert er að hlúa að. Tónleikar í bakgarði og myndlistasýning á miðri götu eru nefnilega frábær vettvangur fyrir fjölskylduna til þess að njóta samveru og eiga góðar stundir. Vettvangur sem hefur heilmargt fram yfir fyrirferðarmikla tónleika á Arnarhóli þar sem allt er keyrt í botn, foreldrar ríghalda í börnin í mannþrönginni og unglingarnir eru fyrir löngu farnir fyrir framan sviðið að reyna að ná soga í sig síðustu útihátíðartóna sumarsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi,“ sagði Dorrit Moussaieff forsetafrú á tilfinningaþrungnu augnabliki í lífi lítillar þjóðar. Karlalandsliðið í handbolta var nýbúið að tryggja sér sæti í úrslitaleik Ólympíuleikanna og það er ekki lítið afrek fyrir litla þjóð. Þessi ummæli vöktu mikla gleði í stóru hjarta lítillar þjóðar. Ekki vegna þess að þau væru mælt á örlítið bjagaðri íslensku heldur fremur vegna þess að Dorrit sagði að við værum stór. Fátt gleður smáþjóðina meira en að vera stór. Íslenska þjóðin hefur líka haft ófá tækifærin í gegnum tíðina til þess að gleðjast yfir afrekum sínum á alþjóðlegum vettvangi íþrótta, lista og menningar. Það er eitthvað sem við megum með sönnu vera stolt af í alla staði. En einmitt vegna þess að við erum smáþjóð. Engu að síður virðumst við endalaust finna hjá okkur þörf til þess að reyna að hafa alla hluti sem stærsta og mesta. Við viljum t.d. halda eins stórar hátíðir og veislur og mögulegt er með það að meginmarkmiði að gefa þeim nú ekkert eftir, þessum veislum úti í hinum stóra heimi. Menningarnótt í Reykjavík er ágætis dæmi um þetta. Menningarnótt í Reykjavík er um margt vel heppnuð hátíð. Uppfull af alls konar skemmtilegum list- og menningarviðburðum þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. En hún er líka ágætis dæmi um það hvernig það sem er stórt og fyrirferðarmikið tekur yfir það sem er lítið og skemmtilegt. Fyrstu árin einkenndist Menningarnótt af því að borgarbúar, sem og aðrir gestir, gátu lagt leið sína í miðbæinn til þess að njóta fjölda smárra en skemmtilegra listviðburða. En smátt og smátt virðist blessuð minnimáttarkenndin hafa náð í skottið á okkur og í seinni tíð virðist vera aukin áhersla á risatónleika sem ríkisstofnun stendur fyrir af einhverjum ókunnum ástæðum. Að ógleymdri flugeldasýningu sem er kannski í boði stórfyrirtækis. Það er dálítil synd hvað okkur gengur illa að halda í fegurðina og gleðina sem býr í hinu smáa og sjálfsprottna. Í þessu smáa og sjálfsprottna felast nefnilega verðmæti sem vert er að hlúa að. Tónleikar í bakgarði og myndlistasýning á miðri götu eru nefnilega frábær vettvangur fyrir fjölskylduna til þess að njóta samveru og eiga góðar stundir. Vettvangur sem hefur heilmargt fram yfir fyrirferðarmikla tónleika á Arnarhóli þar sem allt er keyrt í botn, foreldrar ríghalda í börnin í mannþrönginni og unglingarnir eru fyrir löngu farnir fyrir framan sviðið að reyna að ná soga í sig síðustu útihátíðartóna sumarsins.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun