Það sem ekki má segja Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Nú loksins hafa allir séð að það verður að byggja nýjan Landspítala. Hugmyndir um nýjan spítala eru áratuga gamlar og hefur miklu fjármagni verið varið í undirbúning og skipulag á liðnum árum. Allir þekkja söguna um „símapeningana“ sem áttu að fara í spítalann og svo kom hrun. Komið er að því að hefjast á handa og byggja við Hringbraut fyrsta áfanga sem er sjúkrahótel. En er ekki ástæða til að staldra aðeins við og endurskoða ákvarðanir sem voru teknar á liðinni öld og byrjun þessarar. Sem fæðingarlæknir á Landspítalanum ber mér skylda til að upplýsa þjóðina og ráðamenn um að það er engin ný fæðingardeild fyrirhuguð í hinu nýja sjúkrahúsi. Við tökum nú á móti nýjum Íslendingum í rúmlega 60 ára gömlu húsi og það verður áður en við vitum 100 ára gamalt. Skrifstofur okkar og hvíldaraðstaða lækna á erfiðum vöktum er í svo kölluðum Ljósmæðraskóla sem er áfastur kvennadeildarhúsinu til vesturs. Í þessu húsi hefur nú komið upp grunur um skaðlega myglu. Starfsfólk finnur fyrir einkennum þess en þau hverfa þegar farið er í lengri frí en koma síðan strax aftur um leið og tekið er til starfa á ný. Þessum húsakosti hefur verið viðhaldið eins og gengur en allir vita að hér þarf stöðugt að hlúa að og bæta. Við sem störfum á kvennadeildinni höfum lagt okkar af mörkum og stofnuðum m.a. Styrktarfélagið Líf til að safna fé til handa deildinni. Margar þær lagfæringar hafa verið til bóta en stundum er eins og verið sé að ausa í botnlausa fötu. Staðsetning spítalans er eitthvað sem ekki má ræða að því er virðist. Það getur vel verið að Hringbrautin hafi hentað best á 20 öldinni. En hættum að horfa í baksýnisspegilinn og horfum fram á veginn til loka 21. aldar. Höfum hagsmuni næstu kynslóðar að leiðarljósi en ekki pólitíska skammtímahagsmuni eða það sem hentar í dag. Það getur vel verið að nálægð við Háskólann henti sumum og að flugvöllurinn sé nú, þessa dagana, ekki langt frá. En samgöngumálin í umhverfi Hringbrautarinnar eru langt frá því að vera í lagi í dag. Það vitum við sem erum lengi heim úr vinnunni daglega vegna umferðarteppu. Það munu ekki allir hjóla til og frá vinnu með börnin á bögglaberanum. Ef við horfum á miðborgir annarra landa annars vegar og stórrar þyrpingar sjúkrahúsbygginga í köngulóarlíki með endalausum ranghölum og tengibyggingum hins vegar, þá fer slíkt alls ekki saman. Það er nokkuð sem menn forðast í miðborgarskipulagi. Í staðinn viljum við sjá eina stórra einingu, t.d. á Vífilsstaðasvæðinu sem er meira miðsvæðis ef horft er á allt stór-Reykjavíkursvæðið og nágrannabyggðarlög. Þar mætti byggja fallega einingu og nýta sér náttúruna sem þar er við meðferð skjólstæðinga spítalans. Íslenska þjóðin má ekki gera þau mistök að fara í þessa framkvæmd með bundið fyrir augun og með banana í eyrunum og framkvæma bara af því að það var búið að ákveða að gera svo. Við þurfum ekki að leita langt til að sjá misgáfulegar milljarðaframkvæmdir eins og heitavatnsgöngin í Vaðlaheiði eða lífshættulegar verksmiðjuframkvæmdir á jarðskjálftasvæðinu við Bakka. Mistökin eru til að læra af, við skulum forðast þau. Það er skylda okkar að tryggja að komandi Íslendingar fæðist í nútímalegri byggingu á réttum stað ef horft er til framtíðar. Nýta mætti húsnæðið við Hringbraut til margra góðra hluta og þar eru mikil verðmæti í dýrum lóðum. Hættum að horfa til baka því þangað stefnum við ekki. Verum stórhuga og þorum að skipta um skoðun, það er bara merki um kjark og greind. Nú hef ég sagt það sem ekki má segja en margir hugsa og lái mér hver sem vill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Sjá meira
Nú loksins hafa allir séð að það verður að byggja nýjan Landspítala. Hugmyndir um nýjan spítala eru áratuga gamlar og hefur miklu fjármagni verið varið í undirbúning og skipulag á liðnum árum. Allir þekkja söguna um „símapeningana“ sem áttu að fara í spítalann og svo kom hrun. Komið er að því að hefjast á handa og byggja við Hringbraut fyrsta áfanga sem er sjúkrahótel. En er ekki ástæða til að staldra aðeins við og endurskoða ákvarðanir sem voru teknar á liðinni öld og byrjun þessarar. Sem fæðingarlæknir á Landspítalanum ber mér skylda til að upplýsa þjóðina og ráðamenn um að það er engin ný fæðingardeild fyrirhuguð í hinu nýja sjúkrahúsi. Við tökum nú á móti nýjum Íslendingum í rúmlega 60 ára gömlu húsi og það verður áður en við vitum 100 ára gamalt. Skrifstofur okkar og hvíldaraðstaða lækna á erfiðum vöktum er í svo kölluðum Ljósmæðraskóla sem er áfastur kvennadeildarhúsinu til vesturs. Í þessu húsi hefur nú komið upp grunur um skaðlega myglu. Starfsfólk finnur fyrir einkennum þess en þau hverfa þegar farið er í lengri frí en koma síðan strax aftur um leið og tekið er til starfa á ný. Þessum húsakosti hefur verið viðhaldið eins og gengur en allir vita að hér þarf stöðugt að hlúa að og bæta. Við sem störfum á kvennadeildinni höfum lagt okkar af mörkum og stofnuðum m.a. Styrktarfélagið Líf til að safna fé til handa deildinni. Margar þær lagfæringar hafa verið til bóta en stundum er eins og verið sé að ausa í botnlausa fötu. Staðsetning spítalans er eitthvað sem ekki má ræða að því er virðist. Það getur vel verið að Hringbrautin hafi hentað best á 20 öldinni. En hættum að horfa í baksýnisspegilinn og horfum fram á veginn til loka 21. aldar. Höfum hagsmuni næstu kynslóðar að leiðarljósi en ekki pólitíska skammtímahagsmuni eða það sem hentar í dag. Það getur vel verið að nálægð við Háskólann henti sumum og að flugvöllurinn sé nú, þessa dagana, ekki langt frá. En samgöngumálin í umhverfi Hringbrautarinnar eru langt frá því að vera í lagi í dag. Það vitum við sem erum lengi heim úr vinnunni daglega vegna umferðarteppu. Það munu ekki allir hjóla til og frá vinnu með börnin á bögglaberanum. Ef við horfum á miðborgir annarra landa annars vegar og stórrar þyrpingar sjúkrahúsbygginga í köngulóarlíki með endalausum ranghölum og tengibyggingum hins vegar, þá fer slíkt alls ekki saman. Það er nokkuð sem menn forðast í miðborgarskipulagi. Í staðinn viljum við sjá eina stórra einingu, t.d. á Vífilsstaðasvæðinu sem er meira miðsvæðis ef horft er á allt stór-Reykjavíkursvæðið og nágrannabyggðarlög. Þar mætti byggja fallega einingu og nýta sér náttúruna sem þar er við meðferð skjólstæðinga spítalans. Íslenska þjóðin má ekki gera þau mistök að fara í þessa framkvæmd með bundið fyrir augun og með banana í eyrunum og framkvæma bara af því að það var búið að ákveða að gera svo. Við þurfum ekki að leita langt til að sjá misgáfulegar milljarðaframkvæmdir eins og heitavatnsgöngin í Vaðlaheiði eða lífshættulegar verksmiðjuframkvæmdir á jarðskjálftasvæðinu við Bakka. Mistökin eru til að læra af, við skulum forðast þau. Það er skylda okkar að tryggja að komandi Íslendingar fæðist í nútímalegri byggingu á réttum stað ef horft er til framtíðar. Nýta mætti húsnæðið við Hringbraut til margra góðra hluta og þar eru mikil verðmæti í dýrum lóðum. Hættum að horfa til baka því þangað stefnum við ekki. Verum stórhuga og þorum að skipta um skoðun, það er bara merki um kjark og greind. Nú hef ég sagt það sem ekki má segja en margir hugsa og lái mér hver sem vill.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun