Innlent

Jákvæð gagnvart ferðamönnum

Nadina Guðrún Yaghi skrifar
Þeir sem studdu Framsóknarflokkinn voru síður jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi.
Þeir sem studdu Framsóknarflokkinn voru síður jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi. fréttablaðið/vilhelm
Áttatíu prósent af þeim sem tóku afstöðu í nýlegri könnun MMR um viðhorf Íslendinga til erlendra ferðamanna sögðust vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi.

7,5 prósent sögðust vera neikvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi. Þeir sem höfðu hærri heimilistekjur voru frekar jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi en þeir sem höfðu lægri heimilistekjur. Af þeim sem tóku afstöðu og tilheyrðu tekjuhæsta hópnum sögðust 89,3 prósent vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum, borið saman við 62,3 prósent þeirra sem tilheyrðu tekjulægsta hópnum.

Þeir sem studdu Framsóknarflokkinn voru síður jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi en stuðningsfólk annarra flokka. Þannig sögðust 70,7 prósent þeirra sem studdu Framsóknarflokkinn vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi, borið saman við 89,6 prósent þeirra sem studdu Bjarta framtíð.

Heildarfjöldi svarenda var 956 einstaklingar, 18 ára og eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×