Fá ekki peninga til fræðslu um mansal Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Umfangsmikil rannsókn á mansali hefur staðið yfir að undanförnu vegna fiskvinnslufyrirtækis sem er starfandi í Bolungarvík. Upphaflega var málið rannsakað sem fjárkúgun. vísir/pjetur Fræðslufundur um mansal á Vestfjörðum varð til þess að formaður verkalýðsfélags í Bolungarvík ákvað að kalla þyrfti til mansalsteymi að sunnan vegna máls sem hafði verið rannsakað sem fjárkúgun í heilt ár. „Við höfum lært heilmikið af þessu. Ég fór fyrst á námskeið um mansal á formannafundi á Ísafirði og þetta mál kom upp í kjölfarið,“ segir Lárus Benediktsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, um meint mansalsmál er varðar fiskvinnslu í Bolungarvík og lögreglan á Vestfjörðum rannsakar. Lárus fékk, í kjölfar fræðsluerindisins sem var haldið í september fyrir ári, erindi frá Pólverjum sem störfuðu í fiskvinnslu í Bolungarvík. Lögreglan hafði þá rannsakað meinta fjárkúgun verkstjóra í fiskvinnslunni á tuttugu Pólverjum sem þar störfuðu í nærri því eitt ár.Lárus BenediktssonLárus óskaði svo eftir því að kallað yrði til mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að aðstoða við rannsóknina. Hann segir alla þá sem hafa aðkomu að verkalýðsmálum og vinnueftirliti hafi lært af málinu og segir mansalsmál falin, en þau verði að koma upp á yfirborðið. „Því miður þá virðist þetta vera voðalega falið, þetta eru hlutir sem verða að koma upp á yfirborðið og ég hvet alla sem verða varir við eitthvað svona, að gera viðvart og gera eitthvað í þessum málum því það er kominn tími til. Það er of mikið af þessu í samfélaginu, ég er sannfærður um það og þetta á ekki að líðast.“ Lárus segist trúa því að aðkoma mansalsteymisins hafi komið að gagni. „Samkvæmt skýringum í bréfum þá fannst manni svona eins og að þarna væri eitthvað gruggugt á seyði.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnir fræðslu sem þessari í grasrótarstarfi. Fræðslunni fylgir engin fjárveiting. Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir slaka löggæslu þegar kemur að baráttunni gegn mansali í nýlegri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist í vetur munu leggja sitt af mörkum til að leita eftir fjármunum til framkvæmdar aðgerða sem miða að því að sporna gegn mansali. Enn bólar ekkert á því fé. Mansal í Vík Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Fræðslufundur um mansal á Vestfjörðum varð til þess að formaður verkalýðsfélags í Bolungarvík ákvað að kalla þyrfti til mansalsteymi að sunnan vegna máls sem hafði verið rannsakað sem fjárkúgun í heilt ár. „Við höfum lært heilmikið af þessu. Ég fór fyrst á námskeið um mansal á formannafundi á Ísafirði og þetta mál kom upp í kjölfarið,“ segir Lárus Benediktsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, um meint mansalsmál er varðar fiskvinnslu í Bolungarvík og lögreglan á Vestfjörðum rannsakar. Lárus fékk, í kjölfar fræðsluerindisins sem var haldið í september fyrir ári, erindi frá Pólverjum sem störfuðu í fiskvinnslu í Bolungarvík. Lögreglan hafði þá rannsakað meinta fjárkúgun verkstjóra í fiskvinnslunni á tuttugu Pólverjum sem þar störfuðu í nærri því eitt ár.Lárus BenediktssonLárus óskaði svo eftir því að kallað yrði til mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að aðstoða við rannsóknina. Hann segir alla þá sem hafa aðkomu að verkalýðsmálum og vinnueftirliti hafi lært af málinu og segir mansalsmál falin, en þau verði að koma upp á yfirborðið. „Því miður þá virðist þetta vera voðalega falið, þetta eru hlutir sem verða að koma upp á yfirborðið og ég hvet alla sem verða varir við eitthvað svona, að gera viðvart og gera eitthvað í þessum málum því það er kominn tími til. Það er of mikið af þessu í samfélaginu, ég er sannfærður um það og þetta á ekki að líðast.“ Lárus segist trúa því að aðkoma mansalsteymisins hafi komið að gagni. „Samkvæmt skýringum í bréfum þá fannst manni svona eins og að þarna væri eitthvað gruggugt á seyði.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnir fræðslu sem þessari í grasrótarstarfi. Fræðslunni fylgir engin fjárveiting. Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir slaka löggæslu þegar kemur að baráttunni gegn mansali í nýlegri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist í vetur munu leggja sitt af mörkum til að leita eftir fjármunum til framkvæmdar aðgerða sem miða að því að sporna gegn mansali. Enn bólar ekkert á því fé.
Mansal í Vík Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira