Hundruð unglinga komin til Úteyjar Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Hópur ungmenna kom til Úteyjar í gær og verður þar um helgina á ungliðamóti norska Verkamannaflokksins. nordicphotos/AFP Ungliðabúðir norska Verkamannaflokksins verða haldnar í Útey í Noregi nú um helgina, fjórum árum eftir að Anders Behring Breivik myrti þar 69 manns. Starfsemin hefur legið þar niðri allar götur síðan, en nú er komin ný kynslóð sem segist ætla að endurheimta eyjuna. Jens Stoltenberg, sem var forsætisráðherra Noregs fyrir fjórum árum, segist vonast til þess að hægt verði að endurskapa að einhverju leyti stemninguna sem ríkti jafnan á ungliðahátíðum Verkamannaflokksins, þótt margir geti ekki hugsað sér að stíga þangað fæti eftir voðaverkin sem þar voru framin. Í viðtali við norska ríkisútvarpið segist Stoltenberg skilja að um þetta séu skiptar skoðanir: „En þetta snýst um að finna jafnvægi,“ sagði hann. Meira en þúsund ungmenni taka þátt í skemmtunum og stjórnmálanámskeiðum flokksins á eyjunni yfir helgina. Aðsóknin er meiri en þekktist áður fyrr. Athafnir helgarinnar hófust strax í gær á minningarathöfn um hryðjuverkin árið 2011, og síðan flutti Stoltenberg, sem nú er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ávarp. Lögreglumenn verða viðstaddir alla helgina til að tryggja öryggi ungmennanna, enda þótt lítil hætta þyki á því að eitthvað í líkingu við voðaverk Breiviks endurtaki sig. Breivik myrti 69 manns í Útey þegar hann gekk þar um, klæddur fatnaði sem minnti á lögreglubúning, og skaut af handahófi á fólk. Flestir hinna myrtu voru á unglingsaldri. Til eyjunnar hélt Breivik eftir að hafa myrt átta manns í Ósló, en þar kom hann sprengju fyrir við byggingu þar sem skrifstofur leiðtoga Verkamannaflokksins voru til húsa. Meira en 200 manns særðust þennan dag, 22. júlí árið 2011. Græna kaffihúsið, þar sem Breivik myrti nokkur ungmenni, hefur ekki verið endurnýjað þrátt fyrir að skotför sjáist þar enn. Þess í stað hefur það verið gert að eins konar safni eða minningarstað um hryðjuverkið. Breivik taldi sig þurfa að verja Noreg gegn „íslamsvæðingu“ og vonaðist til þess að voðaverkin myndu vekja fólk til meðvitundar um „hættuna“. Sjálfur var hann dæmdur í 21 árs fangelsi, sem hægt er að framlengja meðan enn þykir stafa hætta af honum. Hann afplánar dóminn í einangrun í fangelsinu í Ila, skammt frá Ósló. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Sjá meira
Ungliðabúðir norska Verkamannaflokksins verða haldnar í Útey í Noregi nú um helgina, fjórum árum eftir að Anders Behring Breivik myrti þar 69 manns. Starfsemin hefur legið þar niðri allar götur síðan, en nú er komin ný kynslóð sem segist ætla að endurheimta eyjuna. Jens Stoltenberg, sem var forsætisráðherra Noregs fyrir fjórum árum, segist vonast til þess að hægt verði að endurskapa að einhverju leyti stemninguna sem ríkti jafnan á ungliðahátíðum Verkamannaflokksins, þótt margir geti ekki hugsað sér að stíga þangað fæti eftir voðaverkin sem þar voru framin. Í viðtali við norska ríkisútvarpið segist Stoltenberg skilja að um þetta séu skiptar skoðanir: „En þetta snýst um að finna jafnvægi,“ sagði hann. Meira en þúsund ungmenni taka þátt í skemmtunum og stjórnmálanámskeiðum flokksins á eyjunni yfir helgina. Aðsóknin er meiri en þekktist áður fyrr. Athafnir helgarinnar hófust strax í gær á minningarathöfn um hryðjuverkin árið 2011, og síðan flutti Stoltenberg, sem nú er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ávarp. Lögreglumenn verða viðstaddir alla helgina til að tryggja öryggi ungmennanna, enda þótt lítil hætta þyki á því að eitthvað í líkingu við voðaverk Breiviks endurtaki sig. Breivik myrti 69 manns í Útey þegar hann gekk þar um, klæddur fatnaði sem minnti á lögreglubúning, og skaut af handahófi á fólk. Flestir hinna myrtu voru á unglingsaldri. Til eyjunnar hélt Breivik eftir að hafa myrt átta manns í Ósló, en þar kom hann sprengju fyrir við byggingu þar sem skrifstofur leiðtoga Verkamannaflokksins voru til húsa. Meira en 200 manns særðust þennan dag, 22. júlí árið 2011. Græna kaffihúsið, þar sem Breivik myrti nokkur ungmenni, hefur ekki verið endurnýjað þrátt fyrir að skotför sjáist þar enn. Þess í stað hefur það verið gert að eins konar safni eða minningarstað um hryðjuverkið. Breivik taldi sig þurfa að verja Noreg gegn „íslamsvæðingu“ og vonaðist til þess að voðaverkin myndu vekja fólk til meðvitundar um „hættuna“. Sjálfur var hann dæmdur í 21 árs fangelsi, sem hægt er að framlengja meðan enn þykir stafa hætta af honum. Hann afplánar dóminn í einangrun í fangelsinu í Ila, skammt frá Ósló.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Sjá meira