Tekjur Disney stóðust ekki væntingar jón hákon halldórsson skrifar 6. ágúst 2015 07:45 Rekstur skemmtigarða í París og Hong Kong gekk ekki eins vel og gert hafði verið ráð fyrir. Nordicphotos/afp rekstur Tekjur bandaríska afþreyingarrisans Disney á öðrum fjórðungi ársins jukust um 5 prósent milli ára. Í fyrsta sinn í tvö ár eru þær hins vegar minni en búist var við. Sérfræðingar höfðu búist við því að tekjur fyrirtækisins yrðu 13,2 milljarðar dala (1.770 milljarðar króna) en raunin varð 100 milljónum dala minna. Rekstrarhagnaður (EBIT) minnkaði í Disney-skemmtigörðum utan Norður-Ameríku. Ástæðan er mikill rekstrarkostnaður í Disneygörðunum í París og Hong Kong. Þá fækkaði heimsóknum í garðinn í Hong Kong. BBC-fréttastofan hefur eftir Christine McCarthy, aðalfjármálastjóra Disney, að veikari evra hafi orðið til þess að tekjur í garðinum í París hafi minnkað um 100 milljónir dala. Heilt yfir jókst rekstrarhagnaður í skemmtigörðum hins vegar um 9 prósent og nam 922 milljónum dala. Tekjur af starfsemi þeirra jukust um 4 prósent og námu 4,1 milljarði dala. Hagnaður af fjölmiðlastarfsemi jókst um 4 prósent og nam 2,38 milljörðum dala. Undir þann hluta heyra meðal annars ESPN-stöðin, Disney-stöðvarnar og ABC-sjónvarpsstöðin. Bob Iger, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri, segir við BBC að ánægja sé með fjórðunginn. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
rekstur Tekjur bandaríska afþreyingarrisans Disney á öðrum fjórðungi ársins jukust um 5 prósent milli ára. Í fyrsta sinn í tvö ár eru þær hins vegar minni en búist var við. Sérfræðingar höfðu búist við því að tekjur fyrirtækisins yrðu 13,2 milljarðar dala (1.770 milljarðar króna) en raunin varð 100 milljónum dala minna. Rekstrarhagnaður (EBIT) minnkaði í Disney-skemmtigörðum utan Norður-Ameríku. Ástæðan er mikill rekstrarkostnaður í Disneygörðunum í París og Hong Kong. Þá fækkaði heimsóknum í garðinn í Hong Kong. BBC-fréttastofan hefur eftir Christine McCarthy, aðalfjármálastjóra Disney, að veikari evra hafi orðið til þess að tekjur í garðinum í París hafi minnkað um 100 milljónir dala. Heilt yfir jókst rekstrarhagnaður í skemmtigörðum hins vegar um 9 prósent og nam 922 milljónum dala. Tekjur af starfsemi þeirra jukust um 4 prósent og námu 4,1 milljarði dala. Hagnaður af fjölmiðlastarfsemi jókst um 4 prósent og nam 2,38 milljörðum dala. Undir þann hluta heyra meðal annars ESPN-stöðin, Disney-stöðvarnar og ABC-sjónvarpsstöðin. Bob Iger, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri, segir við BBC að ánægja sé með fjórðunginn.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira