Einn vinsælasti ferðamannastaður Noregs, Predikunarstóllinn, sem er gríðarstór klettur í botni Lýsufjarðar í Vestur-Noregi hefur átt undir högg að sækja í sumar.
Kletturinn laðar að sér fjölda ferðamanna ár hvert en afar algengt er að ferðamenn gangi örna sinna á svæðinu umhverfis klettinn og veldur sú hegðun starfsmönnum á svæðinu og öðrum ferðamönnum miklum ama.
Um 300 þúsund ferðamenn heimsækja klettinn árlega og engin almenningssalerni eru á svæðinu.
