Matsfyrirtækið Standard and Poor's hefur fært stöðugleikahorfur í Evrópusambandinu úr stöðugum í neikvæðar.
Þetta kemur fram í skýrslu fyrirtækisins sem kom út á mánudag.
Þetta þýðir að fyrirtækið geti einnig lækkað lánshæfismat ESB úr AA+ á næstu mánuðum.
Í rökstuðningi fyrirtækisins kemur fram að aukin áhætta hafi verið tekin í efnahagsmálum sambandsins eftir samkomulagið við Grikkland auk þess sem yfirvofandi þjóðaratkvæðagreiðsla um veru Bretlands í sambandinu tefli horfum í tvísýnu.
