Slapp með skrekkinn í flugvél á fjallstoppi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. ágúst 2015 07:00 Fjörutíu ára eins hreyfils flugvél af Piper-gerð endaði á fjallstoppi á Tröllaskaga. Mynd/Rannsóknarnefnd Samgönguslysa Flugmaður sem brotlenti eins hreyfils vél á snæþöktum toppi fjallsins Fláa á Tröllaskaga í júní í fyrra vanmat aðstæður til blindflugs. Þetta segir í niðurstöðu rannsóknarnefndar samgönguslysa. TF-KAJ var flogið frá Akureyrarflugvelli 22. júní í fyrra. Hugðist flugmaðurinn sem var einn um borð fljúga að Miklavatni í Fljótum og lenda þar. „Þegar flugmaðurinn nálgaðist Þorvaldsdal sá hann að þokubakki var í dalnum sem virtist rísa upp og nálgast hann. Hann ákvað því að snúa við. Þegar hann hafði tekið um 90° beygju til vinstri (til suðvesturs) kom þokan snögglega yfir hann og sá hann ekki lengur til jarðar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Flugmaðurinn hafi þá hætt við beygjuna og reynt að halda flugvélinni láréttri og lækka flugið.Rannsóknarnefnd telur að sú ákvörðun flugmannsins að hætta við beygju og halda flugvélinni láréttri um leið og hann lækkaði flugið hafi orðið til þess að ekki fór verr.Mynd/Rannsóknarnefnd Samgönguslysa„Stuttu seinna skall flugvélin á snæviþöktum toppi Fláa og kastaðist upp á ný. Flugmaðurinn dró þá aflið af hreyflinum, togaði stýrið að sér til fulls og flugvélin lenti. Samkvæmt upplýsingum frá flugmanninum stöðvaðist flugvélin um það bil 200 metrum eftir að hún snerti fyrst snjóinn.“ Flugmanninn sakaði ekki en hjólabúnaður og loftskrúfa skemmdust. Rannsóknarnefndin segir að miðað við þær veðurupplýsingar sem lágu fyrir um skýjahæðina, sem hafi verið um þrjú þúsund fet, hafi „verið vafasamt að fljúga samkvæmt sjónflugsreglum yfir fjalllendi sem liggur í svipaðri hæð“.Flugleiðin frá Akureyrarflugvelli.Fram kemur að í útgefinni veðurspá hafi sjónflugsskilyrði milli landshluta þennan dag verið sögð „léleg eða vafasöm víðast hvar“. Ekki hafi verið blindflugsbúnaður í vélinni og hallamælir hafi verið óvirkur. „Flugmaðurinn hafði því ekki haft möguleika á að hafa fulla stjórn á flugvélinni við þær aðstæður sem hann var kominn í og með þann tækjabúnað sem var um borð.“ Um flugmanninn segir að hann hafi verið 49 ára atvinnuflugmaður með yfir fimmtán þúsund klukkustunda flugreynslu, þó aðeins 70 tíma á þessa tilteknu flugvélartegund. Leggur rannsóknarnefndin „áherslu á að flugmenn, og þá sérstaklega þeir sem hafa mikla blindflugsreynslu, vanmeti ekki þær aðstæður sem geta skapast í sjónflugi á flugvélum sem ekki eru útbúnar til blindflugs.“ Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Flugmaður sem brotlenti eins hreyfils vél á snæþöktum toppi fjallsins Fláa á Tröllaskaga í júní í fyrra vanmat aðstæður til blindflugs. Þetta segir í niðurstöðu rannsóknarnefndar samgönguslysa. TF-KAJ var flogið frá Akureyrarflugvelli 22. júní í fyrra. Hugðist flugmaðurinn sem var einn um borð fljúga að Miklavatni í Fljótum og lenda þar. „Þegar flugmaðurinn nálgaðist Þorvaldsdal sá hann að þokubakki var í dalnum sem virtist rísa upp og nálgast hann. Hann ákvað því að snúa við. Þegar hann hafði tekið um 90° beygju til vinstri (til suðvesturs) kom þokan snögglega yfir hann og sá hann ekki lengur til jarðar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Flugmaðurinn hafi þá hætt við beygjuna og reynt að halda flugvélinni láréttri og lækka flugið.Rannsóknarnefnd telur að sú ákvörðun flugmannsins að hætta við beygju og halda flugvélinni láréttri um leið og hann lækkaði flugið hafi orðið til þess að ekki fór verr.Mynd/Rannsóknarnefnd Samgönguslysa„Stuttu seinna skall flugvélin á snæviþöktum toppi Fláa og kastaðist upp á ný. Flugmaðurinn dró þá aflið af hreyflinum, togaði stýrið að sér til fulls og flugvélin lenti. Samkvæmt upplýsingum frá flugmanninum stöðvaðist flugvélin um það bil 200 metrum eftir að hún snerti fyrst snjóinn.“ Flugmanninn sakaði ekki en hjólabúnaður og loftskrúfa skemmdust. Rannsóknarnefndin segir að miðað við þær veðurupplýsingar sem lágu fyrir um skýjahæðina, sem hafi verið um þrjú þúsund fet, hafi „verið vafasamt að fljúga samkvæmt sjónflugsreglum yfir fjalllendi sem liggur í svipaðri hæð“.Flugleiðin frá Akureyrarflugvelli.Fram kemur að í útgefinni veðurspá hafi sjónflugsskilyrði milli landshluta þennan dag verið sögð „léleg eða vafasöm víðast hvar“. Ekki hafi verið blindflugsbúnaður í vélinni og hallamælir hafi verið óvirkur. „Flugmaðurinn hafði því ekki haft möguleika á að hafa fulla stjórn á flugvélinni við þær aðstæður sem hann var kominn í og með þann tækjabúnað sem var um borð.“ Um flugmanninn segir að hann hafi verið 49 ára atvinnuflugmaður með yfir fimmtán þúsund klukkustunda flugreynslu, þó aðeins 70 tíma á þessa tilteknu flugvélartegund. Leggur rannsóknarnefndin „áherslu á að flugmenn, og þá sérstaklega þeir sem hafa mikla blindflugsreynslu, vanmeti ekki þær aðstæður sem geta skapast í sjónflugi á flugvélum sem ekki eru útbúnar til blindflugs.“
Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira