Notaða druslan mín Snærós Sindradóttir skrifar 4. ágúst 2015 09:00 Bíllinn minn varð bráðkvaddur fyrir nokkrum dögum. Ég, kærastinn og bíllinn vorum á leið saman í hádegismat á góðviðrisdegi og vorum að leita að hentugum áningarstað til að deila hálfu kílói af núðlum. Þá allt í einu, á rólyndisgötu við lítið álag, gafst greyið upp. Við fengum fjölskyldu og vini til að draga okkur stutta vegalengd að verkstæði í Skeifunni. Kærastinn minn er svartsýnn þegar kemur að bílum. Hann býst alltaf við hinu versta og hefur iðulega rangt fyrir sér. Í þetta skiptið tók ég því af honum ráðin, sagði að vatnskassinn læki og af því þessi bíll er klárari og betri en aðrir bílar þá hefði hann ákveðið að drepa á sér frekar en að ofhitna. Nokkrum dögum síðar fékkst niðurstaða í málið. Þrjú hundruð og fimmtíu þúsund króna viðgerð var yfirvofandi vegna þess að tímareimin í honum fór og við það bognuðu ventlar. Ef bíllinn væri manneskja hefði hann fengið hjartaáfall og í kjölfarið dottið og brotið á sér mjöðmina. Ég lærði að keyra á þessum bíl. Ég skrapaði hliðina á honum á fyrstu viku eftir bílpróf í jólaörtröð í Kringlunni, keyrði í burtu og brýndi fyrir litla bróður mínum að segja engum frá. Ég festist á Steingrímsfjarðarheiði í blindbyl á þessum bíl og ég hef gefið brjóst í þessum bíl. Ég talaði vel um bílinn minn í hvert sinn sem ég keyrði hann. Daðraði við hann fyrir að vera praktískur, lipur í akstri og eyðslugrannur. Þó hann væri svona ljótur. En nú þarf ég nýjan bíl. Þann þriðja á þeim fjórum árum sem við kærastinn höfum verið par. Og í þetta sinn ætla ég ekki að kaupa dós eða taka við bíl frá foreldri sem augljóslega er þó nokkuð notaður. Nei, ég ætla að skuldsetja mig upp í topp og kaupa notaða drossíu, helst yngri en fimm ára og helst með dráttarkúlu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snærós Sindradóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór
Bíllinn minn varð bráðkvaddur fyrir nokkrum dögum. Ég, kærastinn og bíllinn vorum á leið saman í hádegismat á góðviðrisdegi og vorum að leita að hentugum áningarstað til að deila hálfu kílói af núðlum. Þá allt í einu, á rólyndisgötu við lítið álag, gafst greyið upp. Við fengum fjölskyldu og vini til að draga okkur stutta vegalengd að verkstæði í Skeifunni. Kærastinn minn er svartsýnn þegar kemur að bílum. Hann býst alltaf við hinu versta og hefur iðulega rangt fyrir sér. Í þetta skiptið tók ég því af honum ráðin, sagði að vatnskassinn læki og af því þessi bíll er klárari og betri en aðrir bílar þá hefði hann ákveðið að drepa á sér frekar en að ofhitna. Nokkrum dögum síðar fékkst niðurstaða í málið. Þrjú hundruð og fimmtíu þúsund króna viðgerð var yfirvofandi vegna þess að tímareimin í honum fór og við það bognuðu ventlar. Ef bíllinn væri manneskja hefði hann fengið hjartaáfall og í kjölfarið dottið og brotið á sér mjöðmina. Ég lærði að keyra á þessum bíl. Ég skrapaði hliðina á honum á fyrstu viku eftir bílpróf í jólaörtröð í Kringlunni, keyrði í burtu og brýndi fyrir litla bróður mínum að segja engum frá. Ég festist á Steingrímsfjarðarheiði í blindbyl á þessum bíl og ég hef gefið brjóst í þessum bíl. Ég talaði vel um bílinn minn í hvert sinn sem ég keyrði hann. Daðraði við hann fyrir að vera praktískur, lipur í akstri og eyðslugrannur. Þó hann væri svona ljótur. En nú þarf ég nýjan bíl. Þann þriðja á þeim fjórum árum sem við kærastinn höfum verið par. Og í þetta sinn ætla ég ekki að kaupa dós eða taka við bíl frá foreldri sem augljóslega er þó nokkuð notaður. Nei, ég ætla að skuldsetja mig upp í topp og kaupa notaða drossíu, helst yngri en fimm ára og helst með dráttarkúlu.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun