Innlent

Sjáðu myndbandið frá Stony: Þúsundir streyma á HM íslenska hestsins í Herning

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Hestarnir mættu til Danmerkur á sunnudaginn.
Hestarnir mættu til Danmerkur á sunnudaginn. Mynd/Rúnar Þór Guðbrandsson
„Við erum að gera ráð fyrir um 10.000 manns og tvö til þrjú hundruð hrossum hérna,“ segir Rúnar Þór Guðbrandsson, meðlimur í framkvæmdastjórn heimsmeistaramóts íslenska hestsins sem fer fram í Herning í Danmörku 3. til 9. ágúst. Undirbúningur er í fullum gangi fyrir mótið.

„Mótið byrjar á kynbótahrossunum. Þá munu þau hross sem eru efst í hverju landi verða sýnd, en í kynbótahrossum er í raun líka keppni á milli landa. Síðan byrjar hin eiginlega íþróttakeppni seinna í vikunni og opnunarhátíðin er á miðvikudaginn,“ segir hann.

Stony var fenginn til þess að gera upphitunarmyndband fyrir mótið.

Rúnar segir mótið einstakt að þessu sinni þar sem í fyrsta sinn komi allar Norðurlandaþjóðirnar að skipulagi mótsins. 

„Það sem er svo sérstakt er að það verður mikið gert úr norrænni menningu á mótinu. Hér verður til dæmis víkingaþorp, Samar sem búa í norðurhluta Finnlands, Svíþjóðar og Noregs verða hér með tjald og kynna sína menningu. Finnarnir verða með svona saunatjald og Íslendingarnir verða með lítið fallegt hús með íslenskri borðstofu.“

Hann segir að þegar líði á mótsvikuna muni fólki fjölga verulega en mótsstaðurinn, Herning, er lítill bær sem hefur sérhæft sig í stórum viðburðum á við tónleika og íþróttaviðburði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×