„Brúnu umslögin“ Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Á sínum tíma þegar ég starfaði í heilbrigðisráðuneytinu, var eitt af hlutverkum mínum að svara spurningarlistum frá alþjóðastofnunum um heilbrigðismál. Þessir spurningarlistar voru mjög ítarlegir og var spurt m.a. um greiðsluþátttöku almennings fyrir heilbrigðisþjónustu. Í þeim spurningum vakti athygli mína spurning um hvort fyrirkomulag „brúnna umslaga“ (the economy of brown envelopes) tíðkaðist í greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Þetta þótti mér framandi spurning, því slíkt fyrirkomulag er ekki við lýði hér a.m.k svo vitað sé. Fyrirkomulag brúnna umslaga í heilbrigðisþjónustu er þó víðtækt annars staðar, t.d. í ýmsum Afríku- og Asíulöndum þar sem læknar fá þá (oftast aukalega) greitt frá sjúklingum eða aðstandendum þeirra fyrir læknisverk með beinhörðum peningum í umslögum, m.ö.o. greitt „undir borðið“. Þetta leiðir hugann að greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Fréttir hafa borist af mikilli greiðsluþátttöku almennings vegna sjúkdóma og meðferða við þeim. Almennt greiða börn, aldraðir og öryrkjar minna en fullorðnir einstaklingar. Á Íslandi eru tvö meginkerfi varðandi greiðsluþátttöku. Annars vegar er almennt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. Í því er ekkert greiðsluþak sjúklings, heldur fær hann afslátt á frekari læknisþjónustu þegar hann hefur greitt ákveðna upphæð (33.600 fyrir fullorðna 18-66 ára) innan almanaksársins. Afsláttarþak barna, aldraðra og öryrkja miðast við lægri tölu. Hins vegar er sérstakt greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf sem er í anda þess sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Í því er greiðsluþak á greiðslum sjúklinga innan 12 mánaða tímabils. Fullorðinn einstaklingur greiðir aldrei hærra en 62.000 krónur fyrir lyf á 12 mánaða tímabili. Ef hann nær þessari tölu snemma á því tímabili greiðir hann ekki meir fyrir lyf það sem eftir lifir tímabilsins. Þetta er gert til að tryggja viðkomandi einstakling fyrir of háum lyfjakostnaði. Á öllum hinum Norðurlöndunum eru einnig þök á greiðsluþátttöku einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Í Svíþjóð er almennt greiðsluþak fyrir útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu um 1.100 SEK (um 17.300 ISK) á 12 mánaða tímabili. Almennt greiðsluþak vegna lyfja er 2.200 SEK (um 34.600 ISK) á 12 mánaða tímabili. Heildarútgjöld vegna heilbrigðisþjónustu á Íslandi á síðasta ári var um 175 milljarðar. Þar af voru útgjöld einstaklinga um 34 milljarðar eða um 103 þúsund á hvern einstakling á landinu. Áskorun heilbrigðisyfirvalda er að verja almenning fyrir háum kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Er um 100 þúsund krónur kostnaður á ári vegna heilbrigðisþjónustu of hár kostnaður fyrir einstakling? Að mínu mati er svarið já. Það hefur farið fram mikil vinna af hálfu heilbrigðisyfirvalda undanfarin ár að skilgreina heilbrigðiskostnað einstaklinga og hve há greiðsluþátttaka einstaklinga eigi að vera. Því legg ég til að fundin verði leið til að skilgreina greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustu eins lága og mögulegt er. Hvað varðar fyrirkomulag brúnna umslaga við greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu er sú leið framandi okkar menningu og ég vona að það fyrirkomulag muni aldrei skjóta rótum hér á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Á sínum tíma þegar ég starfaði í heilbrigðisráðuneytinu, var eitt af hlutverkum mínum að svara spurningarlistum frá alþjóðastofnunum um heilbrigðismál. Þessir spurningarlistar voru mjög ítarlegir og var spurt m.a. um greiðsluþátttöku almennings fyrir heilbrigðisþjónustu. Í þeim spurningum vakti athygli mína spurning um hvort fyrirkomulag „brúnna umslaga“ (the economy of brown envelopes) tíðkaðist í greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Þetta þótti mér framandi spurning, því slíkt fyrirkomulag er ekki við lýði hér a.m.k svo vitað sé. Fyrirkomulag brúnna umslaga í heilbrigðisþjónustu er þó víðtækt annars staðar, t.d. í ýmsum Afríku- og Asíulöndum þar sem læknar fá þá (oftast aukalega) greitt frá sjúklingum eða aðstandendum þeirra fyrir læknisverk með beinhörðum peningum í umslögum, m.ö.o. greitt „undir borðið“. Þetta leiðir hugann að greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Fréttir hafa borist af mikilli greiðsluþátttöku almennings vegna sjúkdóma og meðferða við þeim. Almennt greiða börn, aldraðir og öryrkjar minna en fullorðnir einstaklingar. Á Íslandi eru tvö meginkerfi varðandi greiðsluþátttöku. Annars vegar er almennt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. Í því er ekkert greiðsluþak sjúklings, heldur fær hann afslátt á frekari læknisþjónustu þegar hann hefur greitt ákveðna upphæð (33.600 fyrir fullorðna 18-66 ára) innan almanaksársins. Afsláttarþak barna, aldraðra og öryrkja miðast við lægri tölu. Hins vegar er sérstakt greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf sem er í anda þess sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Í því er greiðsluþak á greiðslum sjúklinga innan 12 mánaða tímabils. Fullorðinn einstaklingur greiðir aldrei hærra en 62.000 krónur fyrir lyf á 12 mánaða tímabili. Ef hann nær þessari tölu snemma á því tímabili greiðir hann ekki meir fyrir lyf það sem eftir lifir tímabilsins. Þetta er gert til að tryggja viðkomandi einstakling fyrir of háum lyfjakostnaði. Á öllum hinum Norðurlöndunum eru einnig þök á greiðsluþátttöku einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Í Svíþjóð er almennt greiðsluþak fyrir útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu um 1.100 SEK (um 17.300 ISK) á 12 mánaða tímabili. Almennt greiðsluþak vegna lyfja er 2.200 SEK (um 34.600 ISK) á 12 mánaða tímabili. Heildarútgjöld vegna heilbrigðisþjónustu á Íslandi á síðasta ári var um 175 milljarðar. Þar af voru útgjöld einstaklinga um 34 milljarðar eða um 103 þúsund á hvern einstakling á landinu. Áskorun heilbrigðisyfirvalda er að verja almenning fyrir háum kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Er um 100 þúsund krónur kostnaður á ári vegna heilbrigðisþjónustu of hár kostnaður fyrir einstakling? Að mínu mati er svarið já. Það hefur farið fram mikil vinna af hálfu heilbrigðisyfirvalda undanfarin ár að skilgreina heilbrigðiskostnað einstaklinga og hve há greiðsluþátttaka einstaklinga eigi að vera. Því legg ég til að fundin verði leið til að skilgreina greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustu eins lága og mögulegt er. Hvað varðar fyrirkomulag brúnna umslaga við greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu er sú leið framandi okkar menningu og ég vona að það fyrirkomulag muni aldrei skjóta rótum hér á Íslandi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun