Norðmenn unnu á hatri með ást Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var meðal þeirra sem minntust fórnarlamba Breiviks í Vatnsmýrinni í gær. vísir/andri marinó „Ástæðan fyrir því að við erum að halda athöfn er sú að við viljum halda minningunni um það sem gerðist á lofti og minningunni um það hvernig Norðmenn tóku á þessu máli eftir á. Þeir unnu á hatri með ást og stóðu saman sterkari en þeir voru fyrir,“ segir Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, sem minntust þess í gær að fjögur ár eru liðin frá voðaverkum Anders Behring Breivik í Osló og Útey í Noregi. 77 féllu í árásunum, átta í Osló og 69 í Útey. Árásin í Útey beindist gegn sumarbúðum ungliðahreyfingar Verkamannaflokks Noregs.Fórnarlambanna var minnst víða í gær, jafnt í Noregi sem og á Íslandi. Minningarathöfn Ungra jafnaðarmanna fór fram í Minningarlundinum um fórnarlömbin í Vatnsmýrinni í gærkvöldi. Rósir voru lagðar í lundinn og lagið Umkringd af óvinum, eða Til Ungdommen, sem mikið var flutt í kjölfar árásanna, sungið. Sendiherra Noregs á Íslandi sótti athöfnina. Mínútuþögn ríkti í lok athafnarinnar til að minnast fórnarlambanna.Erna Solberg„Ég held að einungis þau sem misst hafa son eða dóttur, systur eða bróður, skilji í raun hversu sársaukafullt það er,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, við minningarathöfnina í Osló í gær. „Við reynum að skilja. Við reynum að sýna að okkur sé ekki sama. Við sýnum virðingu.“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sem var forsætisráðherra Noregs þegar voðaverkin áttu sér stað, mætti einnig á minningarathöfnina. „22. júlí var tilfinningaþrunginn og sögulegur dagur. Honum má ekki gleyma,“ sagði hann við athöfnina. Framkvæmdastjórinn sagði enn fremur að hann ætlaði að mæta í sumarbúðir ungliðahreyfingarinnar í Útey í ágúst. Þá verða þær haldnar í fyrsta skipti frá voðaverkunum. Minnisvarði um fórnarlömbin hefur verið reistur í Útey, stór stálhringur, umkringdur trjám, með nöfnum fórnarlambanna og aldri gröfnum í. Safnið sem opnað var í Osló í gær sýnir muni tengda atburðunum. Til dæmis fölsuð lögregluskilríki sem Breivik notaði til að komast út í eyna, myndavélar fórnarlamba, og flak bílsins sem Breivik sprengdi í Osló. Nokkrir hafa efast um að opnun safnsins sé góð hugmynd. Øystein Sørensen, norskur stjórnmálasagnfræðingur, sagði í viðtali við norska blaðið Dagbladet, að safnið gæti orðið „brengluð Mekka“ fyrir andstæðinga íslams og öfgahægrimenn sem vilja berja muni Breiviks augum. Breivik er sjálfur mjög andsnúinn þeim sem aðhyllast íslam. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í tímaritinu Scandinavian Pysychologist í gær eru sex af hverjum tíu foreldrum fórnarlambanna í Útey enn í of miklu áfalli til að vinna í fullu starfi. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að við erum að halda athöfn er sú að við viljum halda minningunni um það sem gerðist á lofti og minningunni um það hvernig Norðmenn tóku á þessu máli eftir á. Þeir unnu á hatri með ást og stóðu saman sterkari en þeir voru fyrir,“ segir Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, sem minntust þess í gær að fjögur ár eru liðin frá voðaverkum Anders Behring Breivik í Osló og Útey í Noregi. 77 féllu í árásunum, átta í Osló og 69 í Útey. Árásin í Útey beindist gegn sumarbúðum ungliðahreyfingar Verkamannaflokks Noregs.Fórnarlambanna var minnst víða í gær, jafnt í Noregi sem og á Íslandi. Minningarathöfn Ungra jafnaðarmanna fór fram í Minningarlundinum um fórnarlömbin í Vatnsmýrinni í gærkvöldi. Rósir voru lagðar í lundinn og lagið Umkringd af óvinum, eða Til Ungdommen, sem mikið var flutt í kjölfar árásanna, sungið. Sendiherra Noregs á Íslandi sótti athöfnina. Mínútuþögn ríkti í lok athafnarinnar til að minnast fórnarlambanna.Erna Solberg„Ég held að einungis þau sem misst hafa son eða dóttur, systur eða bróður, skilji í raun hversu sársaukafullt það er,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, við minningarathöfnina í Osló í gær. „Við reynum að skilja. Við reynum að sýna að okkur sé ekki sama. Við sýnum virðingu.“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sem var forsætisráðherra Noregs þegar voðaverkin áttu sér stað, mætti einnig á minningarathöfnina. „22. júlí var tilfinningaþrunginn og sögulegur dagur. Honum má ekki gleyma,“ sagði hann við athöfnina. Framkvæmdastjórinn sagði enn fremur að hann ætlaði að mæta í sumarbúðir ungliðahreyfingarinnar í Útey í ágúst. Þá verða þær haldnar í fyrsta skipti frá voðaverkunum. Minnisvarði um fórnarlömbin hefur verið reistur í Útey, stór stálhringur, umkringdur trjám, með nöfnum fórnarlambanna og aldri gröfnum í. Safnið sem opnað var í Osló í gær sýnir muni tengda atburðunum. Til dæmis fölsuð lögregluskilríki sem Breivik notaði til að komast út í eyna, myndavélar fórnarlamba, og flak bílsins sem Breivik sprengdi í Osló. Nokkrir hafa efast um að opnun safnsins sé góð hugmynd. Øystein Sørensen, norskur stjórnmálasagnfræðingur, sagði í viðtali við norska blaðið Dagbladet, að safnið gæti orðið „brengluð Mekka“ fyrir andstæðinga íslams og öfgahægrimenn sem vilja berja muni Breiviks augum. Breivik er sjálfur mjög andsnúinn þeim sem aðhyllast íslam. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í tímaritinu Scandinavian Pysychologist í gær eru sex af hverjum tíu foreldrum fórnarlambanna í Útey enn í of miklu áfalli til að vinna í fullu starfi.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira