Líður ekki dagur sem ég hugsa ekki um EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 06:30 Hlynur Bæringsson einbeittur á æfingunni í gær. vísir/Andri Marinó Það var létt yfir landsliðsmönnunum í körfubolta á fyrstu formlegu æfingu liðsins fyrir Evrópumótið í gær, en landsliðið kom saman til æfinga í Ásgarði í Garðabæ. Alls er 21 leikmaður skráður í æfingahópinn en á endanum verða aðeins tólf teknir með. Kristófer Acox, sem gaf út fyrr í mánuðinum að hann yrði ekki með á EM vegna anna í Furman-háskólanum, er í hópnum sem og Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson. Elvar verður þó ekki með á EM, en hann gefur ekki kost á sér. „Elvar valdi skólann fram yfir,“ sagði Craig Pedersen landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gær. „Við erum enn í sambandi við Kristófer og erum að reyna að finna lausn á máli hans. Eftir því sem ég heyri vill skólinn ekki að hann missi af þremur vikum.“ Jón Arnór Stefánsson, fremsti körfuboltamaður þjóðarinnar, var mættur á æfinguna en þó bara í gallabuxum með málningarslettum á. „Ég er aðeins að hjálpa Eggerti bróður að mála,“ sagði hann við Fréttablaðið og brosti. „Ég fæ aðeins lengra frí,“ sagði hann um ástæðu þess að hann tók ekki þátt í æfingunni. „Ég er í líkamlegu ástandi til að æfa en þetta er meira hausinn sem þarf smá frí eftir langt tímabil á Spáni og mikið af leikjum. Ég kem inn í þetta eftir nokkra daga.“ Hlynur Bæringsson, fyrirliði liðsins, var stóískur að vanda þegar Fréttablaðið spurði hann hvort þessi æfing gerði allt meira raunverulegra. „Nei, í raun og veru ekki. Þetta er allt enn frekar óraunverulegt en engu að síður mjög spennandi. Þetta er eitthvað sem ég hef hugsað mikið um. Svona án gríns líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um EM,“ sagði Hlynur. Æfingahópinn í heild sinni má sjá á Vísi, en liðið leikur tvo æfingaleiki gegn Hollandi 7. og 9. ágúst. Þann fyrri í Þorlákshöfn og þann síðari í Laugardalshöll. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira
Það var létt yfir landsliðsmönnunum í körfubolta á fyrstu formlegu æfingu liðsins fyrir Evrópumótið í gær, en landsliðið kom saman til æfinga í Ásgarði í Garðabæ. Alls er 21 leikmaður skráður í æfingahópinn en á endanum verða aðeins tólf teknir með. Kristófer Acox, sem gaf út fyrr í mánuðinum að hann yrði ekki með á EM vegna anna í Furman-háskólanum, er í hópnum sem og Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson. Elvar verður þó ekki með á EM, en hann gefur ekki kost á sér. „Elvar valdi skólann fram yfir,“ sagði Craig Pedersen landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gær. „Við erum enn í sambandi við Kristófer og erum að reyna að finna lausn á máli hans. Eftir því sem ég heyri vill skólinn ekki að hann missi af þremur vikum.“ Jón Arnór Stefánsson, fremsti körfuboltamaður þjóðarinnar, var mættur á æfinguna en þó bara í gallabuxum með málningarslettum á. „Ég er aðeins að hjálpa Eggerti bróður að mála,“ sagði hann við Fréttablaðið og brosti. „Ég fæ aðeins lengra frí,“ sagði hann um ástæðu þess að hann tók ekki þátt í æfingunni. „Ég er í líkamlegu ástandi til að æfa en þetta er meira hausinn sem þarf smá frí eftir langt tímabil á Spáni og mikið af leikjum. Ég kem inn í þetta eftir nokkra daga.“ Hlynur Bæringsson, fyrirliði liðsins, var stóískur að vanda þegar Fréttablaðið spurði hann hvort þessi æfing gerði allt meira raunverulegra. „Nei, í raun og veru ekki. Þetta er allt enn frekar óraunverulegt en engu að síður mjög spennandi. Þetta er eitthvað sem ég hef hugsað mikið um. Svona án gríns líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um EM,“ sagði Hlynur. Æfingahópinn í heild sinni má sjá á Vísi, en liðið leikur tvo æfingaleiki gegn Hollandi 7. og 9. ágúst. Þann fyrri í Þorlákshöfn og þann síðari í Laugardalshöll.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira