Hótelstjóri á Fáskrúðsfirði ósáttur við útleigu Minjaverndar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. júlí 2015 07:00 Eigandi Hótel Bjargs hefur áhyggjur af samkeppninni við Fosshótel. Mynd/aðsent „Þeir byggðu fyrir skömmu Franska spítalann, ég hef ekkert nema gott um það að segja, og þau eru með hótelaðstöðu þarna, eru með 28 herbergi eða svo. En núna frétti ég að því að þau eru að bæta við 20 eða 40 herbergjum í viðbyggingu sem bætist við þetta,“ segir Karvel Ögmundsson, eigandi Hótel Bjargs á Fáskrúðsfirði. Hótel Bjarg skammt frá hóteli Fosshótela í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði. Karvel er ósáttur við að Minjavernd, sem byggði Franska spítalann, skuli leigja gistiaðstöðu hússins til Fosshótela.Karvel Ögmundsson„Minjavernd er að byggja þetta og Fosshótel er að leigja af þeim. Svo sáu þeir fram á það að Franski spítalinn væri of lítill með 28 herbergi og Minjavernd ákveður að gera þetta stærra. Og það er það sem ég er ósáttur við; að þeir eru komnir út í beina samkeppni við mig.“ Karvel segir erfitt að standa í samkeppni og að ekki bæti úr skák að Fjarðabyggð skuli leigja hluta Franska spítalans, sem safn sem trekki ferðamenn að Fosshótelum. „Það er mun minni velta í ár en í fyrra og ég er meira að segja búinn að lækka verðið til að vera samkeppnishæfur. Ef þetta heldur svona áfram er ég bara búinn að vera,“ segir Karvel.Þorsteinn Bergsson„Minjavernd hefur nú aldeilis leigt húsnæði út og suður og hefur gert það í yfir 30 ár,“ segir Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar. „Hún lifir á því að leigja út húsnæði bæði í Reykjavík og úti á landi.“ Minjavernd er ekki á fjárhagslegu framfæri ríkisins né Reykjavíkurborgar þó að þessir aðilar séu hvor um sig eigendur að Minjavernd. Spurður út í það hvort Minjavernd stundi opin útboð við útleigu á húsnæðum sínum segir Þorsteinn að allur gangur sé á því. Íslandshótel, sem eru eigandi Fosshótela, hafi reynst vel. „Minjavernd hefur átt ágætt samstarf við eigendur Íslandshótela. Þegar þessi hugsun kemur upp austur á landi þá var það einfalt mál. Það var enginn annar sem hafði áhuga á að reka hótel á þeim tíma á þeim stað. Við eigum alveg prýðisgóða sögu með Íslandshótelum.“ Þorsteinn segir að kynning á Franska spítalanum hafi farið fram innan Fjarðabyggðar löngu áður en gengið var til samninga við Fosshótel. „Þannig að ef aðrir hefðu haft áhuga þá hefðu þeir getað látið í sér heyra.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Sjá meira
„Þeir byggðu fyrir skömmu Franska spítalann, ég hef ekkert nema gott um það að segja, og þau eru með hótelaðstöðu þarna, eru með 28 herbergi eða svo. En núna frétti ég að því að þau eru að bæta við 20 eða 40 herbergjum í viðbyggingu sem bætist við þetta,“ segir Karvel Ögmundsson, eigandi Hótel Bjargs á Fáskrúðsfirði. Hótel Bjarg skammt frá hóteli Fosshótela í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði. Karvel er ósáttur við að Minjavernd, sem byggði Franska spítalann, skuli leigja gistiaðstöðu hússins til Fosshótela.Karvel Ögmundsson„Minjavernd er að byggja þetta og Fosshótel er að leigja af þeim. Svo sáu þeir fram á það að Franski spítalinn væri of lítill með 28 herbergi og Minjavernd ákveður að gera þetta stærra. Og það er það sem ég er ósáttur við; að þeir eru komnir út í beina samkeppni við mig.“ Karvel segir erfitt að standa í samkeppni og að ekki bæti úr skák að Fjarðabyggð skuli leigja hluta Franska spítalans, sem safn sem trekki ferðamenn að Fosshótelum. „Það er mun minni velta í ár en í fyrra og ég er meira að segja búinn að lækka verðið til að vera samkeppnishæfur. Ef þetta heldur svona áfram er ég bara búinn að vera,“ segir Karvel.Þorsteinn Bergsson„Minjavernd hefur nú aldeilis leigt húsnæði út og suður og hefur gert það í yfir 30 ár,“ segir Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar. „Hún lifir á því að leigja út húsnæði bæði í Reykjavík og úti á landi.“ Minjavernd er ekki á fjárhagslegu framfæri ríkisins né Reykjavíkurborgar þó að þessir aðilar séu hvor um sig eigendur að Minjavernd. Spurður út í það hvort Minjavernd stundi opin útboð við útleigu á húsnæðum sínum segir Þorsteinn að allur gangur sé á því. Íslandshótel, sem eru eigandi Fosshótela, hafi reynst vel. „Minjavernd hefur átt ágætt samstarf við eigendur Íslandshótela. Þegar þessi hugsun kemur upp austur á landi þá var það einfalt mál. Það var enginn annar sem hafði áhuga á að reka hótel á þeim tíma á þeim stað. Við eigum alveg prýðisgóða sögu með Íslandshótelum.“ Þorsteinn segir að kynning á Franska spítalanum hafi farið fram innan Fjarðabyggðar löngu áður en gengið var til samninga við Fosshótel. „Þannig að ef aðrir hefðu haft áhuga þá hefðu þeir getað látið í sér heyra.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Sjá meira