Áhugaflugmenn gagnrýna takmörkun á einkaflugi á Þjóðhátíð Ingvar Haraldsson skrifar 18. júlí 2015 07:00 Flugvél lendir á flugvellinum í Vestmannaeyjum. vísir/óskar friðriksson Óánægja er meðal einka- og áhugaflugmanna með nýjar reglur Isavia um skipulag flugs til og frá Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgi. Samkvæmt reglunum verður afgreiðslutímum á flugvöllinn úthlutað svo flugtök og lendingar verði ekki fleiri en átta á hálftíma. Auk þess mun atvinnuflug hafi forgang. Fram til þessa hefur flugturninn í Vestmannaeyjum séð um að dreifa álagi á flugvöllinn. „Það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Valur Stefánsson, formaður Félags flugmanna og flugvélaeigenda.Valur StefánssonValur segir sambærilegt fyrirkomulag hafa verið reynt fyrir nokkrum árum en það hafi ekki gengið sem skyldi. „Það var ekkert af litlu vélunum sem fóru þá helgina,“ segir Valur. Valur spyr hvers vegna sé verið að setja nýjar reglur nú þar sem álagið á flugvellinum hafi verið mun meira áður en Landeyjahöfn var tekin í notkun árið 2010. „Það er miklu minna af litlum vélum sem eru að fara núna eftir að Landeyjahöfn kom því að Herjólfur er að ferja obbann af þessu fólki í dag sem hann gerði ekki áður,“ segir Valur. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir ástæðu breytinganna vera áhættumat sem gert hafi verið síðasta haust. „Þar komu í ljós öryggislegir vankantar og það hefði verið óábyrgt af okkur að bregðast ekki við,“ segir Guðni. Þá segir Guðni að eftir samdrátt í flugi eftir hrun hafi flug til Vestmannaeyja tekið að aukast á ný yfir verslunarmannahelgi. Afgreiðslutíma á Vestmannaeyjaflugvelli um verslunarmannahelgi er úthlutað til þess að koma í veg fyrir að hættuástand skapist vegna of mikils álags. „Bæði er það til þess að tryggja að ekki séu of margar flugvélar í einu í loftrýminu og vegna þess að stæði á flugvellinum eru takmörkuð.“ Guðni segir að miðað við greiningu á umferðinni ættu flugmenn og flugfarþegar að komast leiðar sinnar. „En mögulega gætu þeir þurft að hliðra tímum til þess að dreifa álaginu á flugvöllinn betur,“ segir Guðni. Guðni bætir við að algengt sé að afgreiðslutímum sé úthlutað á álagstímum á flugvöllum. „Þetta á til dæmis við um Keflavíkurflugvöll en þar er afgreiðslutímum úthlutað á helstu álagstímum sólarhringsins,“ segir Guðni. Fréttir af flugi Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Óánægja er meðal einka- og áhugaflugmanna með nýjar reglur Isavia um skipulag flugs til og frá Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgi. Samkvæmt reglunum verður afgreiðslutímum á flugvöllinn úthlutað svo flugtök og lendingar verði ekki fleiri en átta á hálftíma. Auk þess mun atvinnuflug hafi forgang. Fram til þessa hefur flugturninn í Vestmannaeyjum séð um að dreifa álagi á flugvöllinn. „Það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Valur Stefánsson, formaður Félags flugmanna og flugvélaeigenda.Valur StefánssonValur segir sambærilegt fyrirkomulag hafa verið reynt fyrir nokkrum árum en það hafi ekki gengið sem skyldi. „Það var ekkert af litlu vélunum sem fóru þá helgina,“ segir Valur. Valur spyr hvers vegna sé verið að setja nýjar reglur nú þar sem álagið á flugvellinum hafi verið mun meira áður en Landeyjahöfn var tekin í notkun árið 2010. „Það er miklu minna af litlum vélum sem eru að fara núna eftir að Landeyjahöfn kom því að Herjólfur er að ferja obbann af þessu fólki í dag sem hann gerði ekki áður,“ segir Valur. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir ástæðu breytinganna vera áhættumat sem gert hafi verið síðasta haust. „Þar komu í ljós öryggislegir vankantar og það hefði verið óábyrgt af okkur að bregðast ekki við,“ segir Guðni. Þá segir Guðni að eftir samdrátt í flugi eftir hrun hafi flug til Vestmannaeyja tekið að aukast á ný yfir verslunarmannahelgi. Afgreiðslutíma á Vestmannaeyjaflugvelli um verslunarmannahelgi er úthlutað til þess að koma í veg fyrir að hættuástand skapist vegna of mikils álags. „Bæði er það til þess að tryggja að ekki séu of margar flugvélar í einu í loftrýminu og vegna þess að stæði á flugvellinum eru takmörkuð.“ Guðni segir að miðað við greiningu á umferðinni ættu flugmenn og flugfarþegar að komast leiðar sinnar. „En mögulega gætu þeir þurft að hliðra tímum til þess að dreifa álaginu á flugvöllinn betur,“ segir Guðni. Guðni bætir við að algengt sé að afgreiðslutímum sé úthlutað á álagstímum á flugvöllum. „Þetta á til dæmis við um Keflavíkurflugvöll en þar er afgreiðslutímum úthlutað á helstu álagstímum sólarhringsins,“ segir Guðni.
Fréttir af flugi Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira