Mikilvægt skref fyrir Hafnfirðinga Ó. Ingi Tómasson skrifar 16. júlí 2015 09:00 Stórum áfanga var náð nýlega þegar samkomulag var undirritað um uppbyggingu hluta raforkuflutningskerfis Landsnets hf. innan Hafnarfjarðar. Í samkomulaginu felst að línur við byggð verða fjarlægðar, aðrar settar í jörð og Ísallína flutt fjær byggð á lægri og minna áberandi möstur. Einnig verður bætt úr hljóðvist og ásýnd spennuvirkis í Hamranesi. Forsenda samkomulagsins er umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem var svo samþykkt þann 9. júlí sl. af fulltrúum meirihlutans en af einhverjum ástæðum sá minnihlutinn ástæðu til að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Nýr meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar tók strax þá stefnu að afgreiða ekki umsóknina fyrr en niðurrifi Hamraneslína yrði flýtt og línur í lofti nálægt íbúðabyggð settar í jörð. Forsagan Í stuttu máli þá má rekja þessa sögu aftur til ársins 2007 þegar kosið var um stækkun álversins í Straumsvík. Ísal bauðst til að greiða fyrir jarðstrengi og niðurrif lína, þegar niðurstaða íbúakosningarinnar lá fyrir varð ekkert úr þeim framkvæmdum. Eftir kosninguna var haft eftir þáverandi bæjarstjóra, Lúðvík Geirssyni, að raflínur í nágrenni álversins í Straumsvík yrðu lagðar í jörð við nýbyggingarsvæði á Völlunum, engin breyting yrði á því, þrátt fyrir niðurstöðu íbúakosningarinnar. Í ágúst 2009 var undirritað samkomulag um uppbyggingu flutningskerfis raforku í landi Hafnarfjarðar þar sem nýjar línur og spennuvirki yrði reist fjærri byggð og aðrar rifnar. Öllum framkvæmdum átti að vera lokið árið 2017. Fyrirvari í samkomulaginu varð þess valdandi að engar framkvæmdir eru enn hafnar. Það var svo í október 2012 sem þáverandi bæjarstjóri, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, undirritaði viðauka við samkomulagið frá 2009 þar sem segir m.a. í 4. gr: „Landsnet hefur upplýst Hafnarfjarðarbæ um þá ákvörðun sína að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir við niðurrif Hamraneslínu 1 og 2.“ Þessum framkvæmdum átti að vera lokið 2020 og að mati lögfróðra er óvíst að samkomulag þetta hefði haldið. Aðkoma íbúasamtaka Valla Íbúum á efri hluta Valla sem búa næst háspennumannvirkjum hefur ítrekað verið lofað að þessi mannvirki verði rifin niður og eru orðnir langþreyttir á að þau loforð hafi ekki verið efnd. Nýr meirihluti setti sér þau markmið að flýta niðurrifi Hamraneslína og nýjar línur færu í jörðu næst íbúabyggð. Að fenginni reynslu kom ekki til álita að setja fyrirvara inn í samkomulagið. Eftir langar viðræður við Landsnet lá fyrir að fyrirtækið var reiðubúið að flýta niðurrifi Hamraneslína til ársins 2018 og leggja nýjar línur í jörð næst byggð. Var framkvæmdin sett í grenndarkynningu og má segja að lán hafi fylgt okkur sem stóðum í samningaviðræðum við Landsnet, að gamalt skipulag fór í loftið með línum ofanjarðar næst byggð. Íbúar á Völlum mótmæltu og haldinn var íbúafundur. Í framhaldinu var fulltrúa íbúasamtakanna boðin þátttaka í viðræðunum þar sem áherslur íbúa sem ekki höfðu komið fram áður, s.s. bætt hljóðvist við spennuvirki og niðurrif Ísallína, voru settar á oddinn. Landsnet var upplýst um stöðuna og viðræður miðuðu að þeirri lausn sem skrifað var undir. Það er mjög ánægjulegt hversu gott samstarf við íbúasamtökin var í þessum viðræðum og sýnir slagkraft íbúa þegar þeir standa saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjalína 2 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Stórum áfanga var náð nýlega þegar samkomulag var undirritað um uppbyggingu hluta raforkuflutningskerfis Landsnets hf. innan Hafnarfjarðar. Í samkomulaginu felst að línur við byggð verða fjarlægðar, aðrar settar í jörð og Ísallína flutt fjær byggð á lægri og minna áberandi möstur. Einnig verður bætt úr hljóðvist og ásýnd spennuvirkis í Hamranesi. Forsenda samkomulagsins er umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem var svo samþykkt þann 9. júlí sl. af fulltrúum meirihlutans en af einhverjum ástæðum sá minnihlutinn ástæðu til að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Nýr meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar tók strax þá stefnu að afgreiða ekki umsóknina fyrr en niðurrifi Hamraneslína yrði flýtt og línur í lofti nálægt íbúðabyggð settar í jörð. Forsagan Í stuttu máli þá má rekja þessa sögu aftur til ársins 2007 þegar kosið var um stækkun álversins í Straumsvík. Ísal bauðst til að greiða fyrir jarðstrengi og niðurrif lína, þegar niðurstaða íbúakosningarinnar lá fyrir varð ekkert úr þeim framkvæmdum. Eftir kosninguna var haft eftir þáverandi bæjarstjóra, Lúðvík Geirssyni, að raflínur í nágrenni álversins í Straumsvík yrðu lagðar í jörð við nýbyggingarsvæði á Völlunum, engin breyting yrði á því, þrátt fyrir niðurstöðu íbúakosningarinnar. Í ágúst 2009 var undirritað samkomulag um uppbyggingu flutningskerfis raforku í landi Hafnarfjarðar þar sem nýjar línur og spennuvirki yrði reist fjærri byggð og aðrar rifnar. Öllum framkvæmdum átti að vera lokið árið 2017. Fyrirvari í samkomulaginu varð þess valdandi að engar framkvæmdir eru enn hafnar. Það var svo í október 2012 sem þáverandi bæjarstjóri, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, undirritaði viðauka við samkomulagið frá 2009 þar sem segir m.a. í 4. gr: „Landsnet hefur upplýst Hafnarfjarðarbæ um þá ákvörðun sína að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir við niðurrif Hamraneslínu 1 og 2.“ Þessum framkvæmdum átti að vera lokið 2020 og að mati lögfróðra er óvíst að samkomulag þetta hefði haldið. Aðkoma íbúasamtaka Valla Íbúum á efri hluta Valla sem búa næst háspennumannvirkjum hefur ítrekað verið lofað að þessi mannvirki verði rifin niður og eru orðnir langþreyttir á að þau loforð hafi ekki verið efnd. Nýr meirihluti setti sér þau markmið að flýta niðurrifi Hamraneslína og nýjar línur færu í jörðu næst íbúabyggð. Að fenginni reynslu kom ekki til álita að setja fyrirvara inn í samkomulagið. Eftir langar viðræður við Landsnet lá fyrir að fyrirtækið var reiðubúið að flýta niðurrifi Hamraneslína til ársins 2018 og leggja nýjar línur í jörð næst byggð. Var framkvæmdin sett í grenndarkynningu og má segja að lán hafi fylgt okkur sem stóðum í samningaviðræðum við Landsnet, að gamalt skipulag fór í loftið með línum ofanjarðar næst byggð. Íbúar á Völlum mótmæltu og haldinn var íbúafundur. Í framhaldinu var fulltrúa íbúasamtakanna boðin þátttaka í viðræðunum þar sem áherslur íbúa sem ekki höfðu komið fram áður, s.s. bætt hljóðvist við spennuvirki og niðurrif Ísallína, voru settar á oddinn. Landsnet var upplýst um stöðuna og viðræður miðuðu að þeirri lausn sem skrifað var undir. Það er mjög ánægjulegt hversu gott samstarf við íbúasamtökin var í þessum viðræðum og sýnir slagkraft íbúa þegar þeir standa saman.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar