Að stofna eigið fyrirtæki er nú eftirsóknarverður kostur Salóme Guðmundsdóttir skrifar 15. júlí 2015 08:00 Nýsköpunarfyrirtæki þjóna lykilhlutverki í hagkerfinu vegna framlags þeirra til tækniframfara og nýrrar þekkingar. Vöxtur slíkra fyrirtækja er forsenda þess að við Íslendingar getum skotið fleiri stoðum undir útflutning okkar og aukið framleiðslugetu landsins á komandi árum. Undanfarinn áratug hafa orðið töluverðar breytingar á stuðningsumhverfi frumkvöðla hér á landi. Það urðu vissulega til nokkur öflug fyrirtæki, en frumkvöðlar unnu hver í sínu lagi og lítið var um skipulagða viðburði. Háskólarnir buðu upp á námskeið tileinkað nýsköpun og stofnun fyrirtækja en það skorti vettvang til stuðnings og eftirfylgni fyrir þær hugmyndir sem þar spruttu upp. Upplýsingar um það hvernig frumkvöðlar skyldu bera sig að í upphafi voru jafnframt ekki nægilega aðgengilegar. Almennt séð var lítil þekking á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í þjóðfélaginu og henni ekki gert hátt undir höfði. Frumkvöðlar voru jafnvel álitnir hálfgerðir sérvitringar. Nýútskrifaðir nemendur háskólanna horfðu til fjármálageirans og annarra stórfyrirtækja sem fyrsta kost fyrir framtíðarstarf, en sprotafyrirtæki voru ekki á ratsjánni. Með aukinni umfjöllun um árangur íslenskra fyrirtækja á borð við CCP, QuizUp, Meniga, Datamarket, GreenQloud og Marorku hafa orðið til sífellt fleiri fyrirmyndir innan sprotasamfélagsins. Alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Apple, Google, Facebook og Spotify sem notið hafa mikillar velgengni og gjarnan eru flokkuð sem fyrirmyndar sprotafyrirtæki hafa einnig áhrif á viðhorf og ímynd frumkvöðla. Að stofna eigið fyrirtæki er nú viðurkenndur og ekki síður eftirsóknarverður valkostur. Árlega eru haldnir yfir 300 viðburðir í tengslum við frumkvöðlastarf á Íslandi og framboð sérsniðinnar vinnuaðstöðu fyrir frumkvöðla hefur aldrei verið betra. Með hugsjón lykilaðila innan sprotasenunnar; reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga, ásamt stuðningi háskólasamfélagsins og hins opinbera, hefur orðið til öflugt frumkvöðlasamfélag á Íslandi á síðustu árum. Ein meginástæða þess árangurs sem náðst hefur er að mínu mati sú ríka áhersla sem lögð hefur verið á að horfa til erlendra fyrirmynda varðandi áherslur og val verkefna. Með viðskiptahröðlum og öðrum alþjóðlegum samstarfsverkefnum hefur orðið til ný reynsla og þekking auk tengsla sem hafa orðið til þess að við höfum öðlast færni til að geta svarað betur þörfum frumkvöðla á seinni stigum, þ.e. við undirbúning fyrir fjármögnun og sókn á erlenda markaði. Mikilvægt er því að markvisst sé unnið að því að koma framúrskarandi sprotafyrirtækjum á framfæri og þau verði fengin til að deila reynslu sinni til að hvetja aðra frumkvöðla og hugmyndasmiði til dáða. Það er ekki síður mikilvægt að þær reynslusögur nái út fyrir landsteinana til að vekja athygli á áhugaverðum fjárfestingarkostum á Íslandi. Gott samstarf við fremstu sprotasamfélög heims skiptir meginmáli til að tryggja að við séum í takt við tímann. Með virkum alþjóðlegum tengslum skapast raunveruleg tækifæri til verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Mest lesið Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpunarfyrirtæki þjóna lykilhlutverki í hagkerfinu vegna framlags þeirra til tækniframfara og nýrrar þekkingar. Vöxtur slíkra fyrirtækja er forsenda þess að við Íslendingar getum skotið fleiri stoðum undir útflutning okkar og aukið framleiðslugetu landsins á komandi árum. Undanfarinn áratug hafa orðið töluverðar breytingar á stuðningsumhverfi frumkvöðla hér á landi. Það urðu vissulega til nokkur öflug fyrirtæki, en frumkvöðlar unnu hver í sínu lagi og lítið var um skipulagða viðburði. Háskólarnir buðu upp á námskeið tileinkað nýsköpun og stofnun fyrirtækja en það skorti vettvang til stuðnings og eftirfylgni fyrir þær hugmyndir sem þar spruttu upp. Upplýsingar um það hvernig frumkvöðlar skyldu bera sig að í upphafi voru jafnframt ekki nægilega aðgengilegar. Almennt séð var lítil þekking á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í þjóðfélaginu og henni ekki gert hátt undir höfði. Frumkvöðlar voru jafnvel álitnir hálfgerðir sérvitringar. Nýútskrifaðir nemendur háskólanna horfðu til fjármálageirans og annarra stórfyrirtækja sem fyrsta kost fyrir framtíðarstarf, en sprotafyrirtæki voru ekki á ratsjánni. Með aukinni umfjöllun um árangur íslenskra fyrirtækja á borð við CCP, QuizUp, Meniga, Datamarket, GreenQloud og Marorku hafa orðið til sífellt fleiri fyrirmyndir innan sprotasamfélagsins. Alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Apple, Google, Facebook og Spotify sem notið hafa mikillar velgengni og gjarnan eru flokkuð sem fyrirmyndar sprotafyrirtæki hafa einnig áhrif á viðhorf og ímynd frumkvöðla. Að stofna eigið fyrirtæki er nú viðurkenndur og ekki síður eftirsóknarverður valkostur. Árlega eru haldnir yfir 300 viðburðir í tengslum við frumkvöðlastarf á Íslandi og framboð sérsniðinnar vinnuaðstöðu fyrir frumkvöðla hefur aldrei verið betra. Með hugsjón lykilaðila innan sprotasenunnar; reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga, ásamt stuðningi háskólasamfélagsins og hins opinbera, hefur orðið til öflugt frumkvöðlasamfélag á Íslandi á síðustu árum. Ein meginástæða þess árangurs sem náðst hefur er að mínu mati sú ríka áhersla sem lögð hefur verið á að horfa til erlendra fyrirmynda varðandi áherslur og val verkefna. Með viðskiptahröðlum og öðrum alþjóðlegum samstarfsverkefnum hefur orðið til ný reynsla og þekking auk tengsla sem hafa orðið til þess að við höfum öðlast færni til að geta svarað betur þörfum frumkvöðla á seinni stigum, þ.e. við undirbúning fyrir fjármögnun og sókn á erlenda markaði. Mikilvægt er því að markvisst sé unnið að því að koma framúrskarandi sprotafyrirtækjum á framfæri og þau verði fengin til að deila reynslu sinni til að hvetja aðra frumkvöðla og hugmyndasmiði til dáða. Það er ekki síður mikilvægt að þær reynslusögur nái út fyrir landsteinana til að vekja athygli á áhugaverðum fjárfestingarkostum á Íslandi. Gott samstarf við fremstu sprotasamfélög heims skiptir meginmáli til að tryggja að við séum í takt við tímann. Með virkum alþjóðlegum tengslum skapast raunveruleg tækifæri til verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag.
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar